Innlent

Björt framtíð að festa sig í sessi?

Sveinn Arnarsson skrifar
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor
Björt framtíð býður fram krafta sína í níu sveitarfélögum vítt og breitt um landið. Flokkurinn fékk sex þingmenn kjörna í síðustu Alþingiskosningum og virðist vera að ná fótfestu á sveitarstjórnarstiginu einnig. Flokkakerfið íslenska hefur oft samanstaðið af fjórflokknum svokallaða og einum öðrum smáflokk. Nú á þingi sitja sex flokkar. 



Samkvæmt þeim könnunum sem hafa verið að birtast upp á síðkastið má gera ráð fyrir að BF nái nokkrum fjölda sveitarstjórnarmanna inn í bæjarstjórnir í þessum níu sveitarfélögum og er flokkurinn í dauðafæri sumsstaðar um að vera í meirihluta í stjórn eftir kosningar. 

Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri var staddur í Berlín þegar Vísir náði tali af honum. Björt framtíð er greinilega á leið að festa sig vel í sessi í. stjórnmálum landsins. Flokkurinn virðist í augnablikinu ætla að fá a.m.k. 15-16 sveitarstjórnarmenn kjörna í 8 af stærstu sveitarfélögum landsins. Það hlýtur að styrkja flokkinn gríðarlega sem viðbót við þá þingmenn sem hann fékk kjörna í fyrra. Skoðanakannanir um fylgi flokka til Alþingis benda einnig í þessa sömu átt,“ segir Grétar Þór.

Litlir flokkar hafa haft þá tilhneigingu að deyja út eftir um þrennar Alþingiskosningar. Kvennalisti og Frjálslyndi flokkurinn eru kannski nýlegustu dæmi þess. Það sem Björt framtíð virðist vera að ná, sem þessum flokkum tókst ekki, er fótfesta í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið sem styrkir stoðir flokksins töluvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×