Innlent

Meirihlutinn kolfellur í Hafnarfirði

Sveinn Arnarsson skrifar
Mynd/Stefán
Meirihluti Samfylkingar og VG er fallinn í Hafnarfirði samkvæmt skoðanakönnun Morgunblaðsins sem birtist í morgun. Samfylkingin tapar tveimur bæjarfulltrúum, fer úr fimm í þrjá á meðan VG heldur sínum bæjarfulltrúa. Meirihluti Hafnarfjarðar bætist þar með í hóp Árborgar, Akureyrar og Reykjanesbæjar, þar sem nýlegar kannanir hafa mælt meirihluta þessara bæjarfélaga fallna. 

Samkvæmt skoðanakönnun Morgunblaðsins er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn í Hafnarfirði og fær 31.6% atkvæða og fjóra menn kjörna í bæjarstjórn. Samfylkingin er næst stærsti flokkurinn, fær 24% atkvæða og þrjá menn kjörna. Björt framtíð fær rúmlega 20% atkvæða og tvo menn kjörna. Píratar og VG eru nánast jafnstór, með um 8% atkvæða og ná inn manni í bæjarstjórn. 

Samfylkingin í Hafnarfirði vann kosningasigur árið 2002 þegar flokkurinn vann hreinan meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður bætti við sig manni í kosningum árið 2006 og fengu sjö bæjarfulltrúa kjörna. Frá þeim kosningum hefur Samfylkingin því tapað 4 bæjarfulltrúum og meira en helmingi fylgis síns.

Þó Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn í Hafnarfirði hlýtur flokkurinn að vera ósáttur við stöðu flokksins í bænum. Samkvæmt könnuninni tapar flokkurinn einum bæjarfulltrúa frá síðustu kosningum og um sex prósentustigum. 

Björt Framtíð er án nokkurs vafa sigurvegarinn ef þetta verða úrlist kosninganna. Flokkurinn kemur nýr inn og mælist með tvo menn kjörna og fimmtung greiddra atkvæða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×