Innlent

Eldhúsdagsumræður í kvöld

Eldhúsdagsumræður verða haldnar í kvöld
Eldhúsdagsumræður verða haldnar í kvöld
Eldhúsdagsumræður eru ávallt boðaðar í lok hvers þings og munu, venju samkvæmt, fara fram í kvöld. Hefjast þær klukkan 19:40. 

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur 10 mínútur í fyrstu umferð, 6 mínútur í annarri og 6 mínútur síðustu umferð. Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Framsóknarflokkur, Björt framtíð og Píratar.



Ræðumenn verða í þessari röð:

1. umferð:

Árni Páll Árnason, Samfylkingu

Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðisflokki

Katrín Jakobsdóttir, Vinstri grænum

Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki

Guðmundur Steingrímsson, Bjartri framtíð

Birgitta Jónsdóttir, Pírötum

2. umferð:

Valgerður Bjarnadóttir, Samfylkingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki

Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum

Sigrún Magnúsdóttir, Framsóknarflokki

Brynhildur Pétursdóttir, Bjartri framtíð

Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum

3. umferð:

Guðbjartur Hannesson, Samfylkingu

Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki

Bjarkey Gunnarsdóttir, Vinstri grænum

Frosti Sigurjónsson, Framsóknarflokki

Óttarr Proppé, Bjartri framtíð

Jón Þór Ólafsson, Pírötum

Vísir mun fylgjast með gangi mála, bæði í eldhúsdagsumræðunum sjálfum sem og umræðum á samfélagsmiðlum. Síðustu ár hefur hópur safnast saman á Twitter og rætt saman um árangur þingmanna undir myllumerkinu #eldhusdagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×