Vilja að hvalaskoðun hafi forgang á Faxaflóa Svavar Hávarðsson skrifar 14. maí 2014 08:41 Allir sem einn vilja stækka griðasvæði hvala og segja að verkfærið til þess sé þrýstingur og samtal við kollegana í landsmálunum. Fréttablaðið/GVA Stækka ber griðasvæði hvala á Faxaflóa til að byggja undir hvalaskoðun sem þungamiðju í ferðaþjónustu í Reykjavík, er skoðun oddvita allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Borgaryfirvöld geta beitt þrýstingi til að ná því markmiði fram. Þetta kom meðal annars fram á stefnumóti um framtíð hvalaskoðunar og ferðaþjónustu við Reykjavíkurhöfn sem Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) stóðu fyrir í Hörpu í gær með oddvitum flokkanna. Grímur Sæmundsen, formaður SAF, sagði blikur á lofti vegna árekstra hvalaskoðunar og hrefnuveiða á Faxaflóa. Veiðarnar þrengdu verulega að greininni og til þess að ferðaþjónusta blómstraði við Reykjavíkurhöfn yrði að færa út griðasvæði hvala. Hann bað um aðstoð oddvitanna í þeirri baráttu. Grímur sagði jafnframt að hvalaskoðun hefur á rúmum tveimur áratugum vaxið upp í að verða stærsta afþreyingargrein ferðaþjónustunnar í Reykjavík og sú þriðja stærsta á Íslandi. Á hverju ári starfa meira en 200 manns við greinina og skilar hún rúmum 4 milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Fjórði hver erlendur ferðamaður sem kemur til landsins fer í hvalaskoðun og á síðasta ári nýttu rúmlega 200 þúsund manns sér þessa afþreyingu, þar af 115 þúsund í ferðum frá Reykjavík. „Hvalaskoðun hefur jafnframt leitt af sér frekari umsvif og uppbyggingu þar sem hún er stunduð. Reykjavíkurhöfn er nú orðinn einn líflegasti og mest spennandi staður borgarinnar með öllum þeim gestum sem þangað koma. Það er því ljóst að hagsmunir borgarsamfélagsins og hvalskoðunar fara saman,“ sagði Grímur. Til að gera langa sögu stutta ríkir þverpólitísk sátt um forgang hvalaskoðunar umfram hvalveiðar á Faxaflóa. Lítils háttar áherslumunur er á milli framboðanna en það var haft á orði á fundinum að svo eintóna væru oddvitarnir í málinu að það hefði drepið fundinn; í raun segði þetta sig sjálft. Þeirri spurningu var varpað fram hvernig borgaryfirvöld gætu beitt sér í málinu, þar sem valdið hvíldi hjá Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra. Oddvitar núverandi meirihluta, þeir Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, og S. Björn Blöndal, Bjartri framtíð, urðu til svars og minntu á að borgaryfirvöld hefðu reynt með afgerandi hætti að þrýsta á ráðherra í fyrrasumar þegar Sigurður Ingi ákvað að fella úr gildi ákvörðun forvera síns, Steingríms J. Sigfússonar, um stærra griðasvæði hvala og færði það til fyrra og núverandi horfs. Hér vísa Dagur og S. Björn til þess að borgarráð Reykjavíkur óskaði þá eftir rökstuðningi ráðuneytisins vegna ákvörðunar um að minnka griðasvæðið á Faxaflóa. Kom jafnframt fram að borgaryfirvöld þurftu í þrígang að kalla eftir viðbrögðum ráðuneytisins og uppskáru fyrir rest að upphafleg fréttatilkynning um ákvörðunina var send borgarráði. Á fundinum komu talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna sjónarmiðum sínum meðal annars á framfæri í myndbandi. Það má sjá hér fyrir neðan: Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Hvalveiðibátum bannað að koma til Reykjavíkur? Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. 13. maí 2014 20:00 Griðasvæði hvala verða að stækka Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja sækja fast að griðasvæði hvala til hvalaskoðunar verði stækkuð frá því sem nú er. Framtíð hrefnuskoðunar á Faxaflóa er í mikilli óvissu með núverandi fyrirkomulagi, segja forsvarsmenn hvalaskoðunar. 10. maí 2014 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Stækka ber griðasvæði hvala á Faxaflóa til að byggja undir hvalaskoðun sem þungamiðju í ferðaþjónustu í Reykjavík, er skoðun oddvita allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Borgaryfirvöld geta beitt þrýstingi til að ná því markmiði fram. Þetta kom meðal annars fram á stefnumóti um framtíð hvalaskoðunar og ferðaþjónustu við Reykjavíkurhöfn sem Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) stóðu fyrir í Hörpu í gær með oddvitum flokkanna. Grímur Sæmundsen, formaður SAF, sagði blikur á lofti vegna árekstra hvalaskoðunar og hrefnuveiða á Faxaflóa. Veiðarnar þrengdu verulega að greininni og til þess að ferðaþjónusta blómstraði við Reykjavíkurhöfn yrði að færa út griðasvæði hvala. Hann bað um aðstoð oddvitanna í þeirri baráttu. Grímur sagði jafnframt að hvalaskoðun hefur á rúmum tveimur áratugum vaxið upp í að verða stærsta afþreyingargrein ferðaþjónustunnar í Reykjavík og sú þriðja stærsta á Íslandi. Á hverju ári starfa meira en 200 manns við greinina og skilar hún rúmum 4 milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Fjórði hver erlendur ferðamaður sem kemur til landsins fer í hvalaskoðun og á síðasta ári nýttu rúmlega 200 þúsund manns sér þessa afþreyingu, þar af 115 þúsund í ferðum frá Reykjavík. „Hvalaskoðun hefur jafnframt leitt af sér frekari umsvif og uppbyggingu þar sem hún er stunduð. Reykjavíkurhöfn er nú orðinn einn líflegasti og mest spennandi staður borgarinnar með öllum þeim gestum sem þangað koma. Það er því ljóst að hagsmunir borgarsamfélagsins og hvalskoðunar fara saman,“ sagði Grímur. Til að gera langa sögu stutta ríkir þverpólitísk sátt um forgang hvalaskoðunar umfram hvalveiðar á Faxaflóa. Lítils háttar áherslumunur er á milli framboðanna en það var haft á orði á fundinum að svo eintóna væru oddvitarnir í málinu að það hefði drepið fundinn; í raun segði þetta sig sjálft. Þeirri spurningu var varpað fram hvernig borgaryfirvöld gætu beitt sér í málinu, þar sem valdið hvíldi hjá Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra. Oddvitar núverandi meirihluta, þeir Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, og S. Björn Blöndal, Bjartri framtíð, urðu til svars og minntu á að borgaryfirvöld hefðu reynt með afgerandi hætti að þrýsta á ráðherra í fyrrasumar þegar Sigurður Ingi ákvað að fella úr gildi ákvörðun forvera síns, Steingríms J. Sigfússonar, um stærra griðasvæði hvala og færði það til fyrra og núverandi horfs. Hér vísa Dagur og S. Björn til þess að borgarráð Reykjavíkur óskaði þá eftir rökstuðningi ráðuneytisins vegna ákvörðunar um að minnka griðasvæðið á Faxaflóa. Kom jafnframt fram að borgaryfirvöld þurftu í þrígang að kalla eftir viðbrögðum ráðuneytisins og uppskáru fyrir rest að upphafleg fréttatilkynning um ákvörðunina var send borgarráði. Á fundinum komu talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna sjónarmiðum sínum meðal annars á framfæri í myndbandi. Það má sjá hér fyrir neðan:
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Hvalveiðibátum bannað að koma til Reykjavíkur? Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. 13. maí 2014 20:00 Griðasvæði hvala verða að stækka Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja sækja fast að griðasvæði hvala til hvalaskoðunar verði stækkuð frá því sem nú er. Framtíð hrefnuskoðunar á Faxaflóa er í mikilli óvissu með núverandi fyrirkomulagi, segja forsvarsmenn hvalaskoðunar. 10. maí 2014 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Hvalveiðibátum bannað að koma til Reykjavíkur? Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. 13. maí 2014 20:00
Griðasvæði hvala verða að stækka Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja sækja fast að griðasvæði hvala til hvalaskoðunar verði stækkuð frá því sem nú er. Framtíð hrefnuskoðunar á Faxaflóa er í mikilli óvissu með núverandi fyrirkomulagi, segja forsvarsmenn hvalaskoðunar. 10. maí 2014 07:00