Rannveig- Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi lýsa yfir hneykslun sinni á kynjahlutfalli framboðslista Pírata í Kópavogi. Í ályktun félagsins undir yfirskriftinni Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi benda Pírötum á 21. öldina, segir að á 14 manna lista flokksins sé einungis ein kona.
„Þetta þykir Rannveigu til háborinnar skammar,“ segir í ályktuninni.
„Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur. Ef við ætlum að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Jafnt hlutfall beggja kynja innan stjórnsýslunnar er mikilvægt til þess að tryggja sem mesta fjölbreytni og tryggja börnum og unglingum góðar fyrirmyndir.
Kynjahlutföll á lista Pírata minna á framboðslista frá því um miðja síðustu öld. Rannveig vill benda á að 21. öldin skall á fyrir 14 árum síðan og leggja til að Píratar í Kópavogi nútímavæðist og bjóði kynjafnrétti velkomið.“
Ungi jafnaðarmenn í Kópavogi hneykslaðir á Pírötum
Samúel Karl Ólason skrifar
