Dögun þurfti að breyta heiti framboðsins í Kópavogi Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2014 11:51 Dögun og sjóræningjar var talið geta ruglað kjósendur Kjörstjórn Kópavogsbæjar fór fram á að heiti framboðs Dögunar yrði breytt til að valda ekki ruglingi meðal kjósenda í Kópavogi. Upphaflega átti framboðið að heita Dögun og sjóræningjar í Kópavogi, en hefur nú verið breytt í nafnið Dögun og umbótasinnar í Kópavogi. Þetta er gert vegna þess að framboð Pírata er einnig til staðar í Kópavogi og vildi kjörstjórn aðgreina þessi tvö framboð betur á kjörseðlinum í sveitarstjórnarkosningunum þann 31. maí næstkomandi. „Það er mjög skýrt kveðið á um þetta í 38.gr laga um Alþingiskosningar, að ef einhver hætta er á því að fólk geti ruglast á framboðum þá þurfi að laga það. Þarna er ákveðin villuhætta sem við viljum komast fyrir,“ segir Snorri Tómasson, formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi. Forsvarsmenn framboðs Dögunar voru ekki sáttir við þessa breytingu og segja á Facebook síðu sinni að þeir hafi meiri trú á kjósendum Kópavogsbæjar en þetta, en svona verði þetta víst að vera. Þeir una því úrskurði kjörstjórnar og hafa breytt heiti framboðs síns. Baldvin Björgvinsson er fjórði maður á lista Dögunar og umbótasinna. Hann segir framboðið hafa lagað þetta eftir tilmælin. „Það skiptir svo sem ekki máli hvað stendur þarna fyrir aftan,“ sagði Baldvin þegar Vísir náði tali af þeim. Vísir hefur áður greint frá vandræðagangi Pírata og Dögunar með að setja saman lista í sveitarfélaginu. Stjórn Pírata sagði af sér á miklum hitafundi fyrir helgi og kosin var ný stjórn til bráðabirgða. Forsvarsmenn Pírata höfðu þá verið að vinna að framboði Dögunar og safnað undirskriftum fyrir það framboð. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framboðslisti Pírata tilbúinn í Kópavogi Ingólfur Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í félagi Pírata í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú rétt í þessu að framboðslisti Pírata væri tilbúinn í Kópavogi. 10. maí 2014 11:10 Uppreisn í Pírataskútunni í Kópavogi Stjórn Pírata í Kópavogi vinnur nú að framboði Dögunar. 9. maí 2014 16:28 Stjórn Pírata í Kópavogi segir af sér Félagsfundur Pírata í kvöld var sannkallaður hitafundur. 9. maí 2014 00:01 "Vildu koma sér og sínum að“ Stjórn Pírata í Kópavogi sagði af sér á hitafundi í gærkvöld. Fráfarandi stjórn ætlaði að virða niðurstöður netprófkjörs að vettugi og leggja fram nýjan lista í nafni Dögunar. 10. maí 2014 14:13 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Kjörstjórn Kópavogsbæjar fór fram á að heiti framboðs Dögunar yrði breytt til að valda ekki ruglingi meðal kjósenda í Kópavogi. Upphaflega átti framboðið að heita Dögun og sjóræningjar í Kópavogi, en hefur nú verið breytt í nafnið Dögun og umbótasinnar í Kópavogi. Þetta er gert vegna þess að framboð Pírata er einnig til staðar í Kópavogi og vildi kjörstjórn aðgreina þessi tvö framboð betur á kjörseðlinum í sveitarstjórnarkosningunum þann 31. maí næstkomandi. „Það er mjög skýrt kveðið á um þetta í 38.gr laga um Alþingiskosningar, að ef einhver hætta er á því að fólk geti ruglast á framboðum þá þurfi að laga það. Þarna er ákveðin villuhætta sem við viljum komast fyrir,“ segir Snorri Tómasson, formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi. Forsvarsmenn framboðs Dögunar voru ekki sáttir við þessa breytingu og segja á Facebook síðu sinni að þeir hafi meiri trú á kjósendum Kópavogsbæjar en þetta, en svona verði þetta víst að vera. Þeir una því úrskurði kjörstjórnar og hafa breytt heiti framboðs síns. Baldvin Björgvinsson er fjórði maður á lista Dögunar og umbótasinna. Hann segir framboðið hafa lagað þetta eftir tilmælin. „Það skiptir svo sem ekki máli hvað stendur þarna fyrir aftan,“ sagði Baldvin þegar Vísir náði tali af þeim. Vísir hefur áður greint frá vandræðagangi Pírata og Dögunar með að setja saman lista í sveitarfélaginu. Stjórn Pírata sagði af sér á miklum hitafundi fyrir helgi og kosin var ný stjórn til bráðabirgða. Forsvarsmenn Pírata höfðu þá verið að vinna að framboði Dögunar og safnað undirskriftum fyrir það framboð. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framboðslisti Pírata tilbúinn í Kópavogi Ingólfur Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í félagi Pírata í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú rétt í þessu að framboðslisti Pírata væri tilbúinn í Kópavogi. 10. maí 2014 11:10 Uppreisn í Pírataskútunni í Kópavogi Stjórn Pírata í Kópavogi vinnur nú að framboði Dögunar. 9. maí 2014 16:28 Stjórn Pírata í Kópavogi segir af sér Félagsfundur Pírata í kvöld var sannkallaður hitafundur. 9. maí 2014 00:01 "Vildu koma sér og sínum að“ Stjórn Pírata í Kópavogi sagði af sér á hitafundi í gærkvöld. Fráfarandi stjórn ætlaði að virða niðurstöður netprófkjörs að vettugi og leggja fram nýjan lista í nafni Dögunar. 10. maí 2014 14:13 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Framboðslisti Pírata tilbúinn í Kópavogi Ingólfur Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í félagi Pírata í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú rétt í þessu að framboðslisti Pírata væri tilbúinn í Kópavogi. 10. maí 2014 11:10
Uppreisn í Pírataskútunni í Kópavogi Stjórn Pírata í Kópavogi vinnur nú að framboði Dögunar. 9. maí 2014 16:28
Stjórn Pírata í Kópavogi segir af sér Félagsfundur Pírata í kvöld var sannkallaður hitafundur. 9. maí 2014 00:01
"Vildu koma sér og sínum að“ Stjórn Pírata í Kópavogi sagði af sér á hitafundi í gærkvöld. Fráfarandi stjórn ætlaði að virða niðurstöður netprófkjörs að vettugi og leggja fram nýjan lista í nafni Dögunar. 10. maí 2014 14:13