Valur biður Florentinu afsökunar á trúðsummælum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2014 11:26 Forentina Stanciu hefur leikið vel í einvíginu gegn Val. Vísir/Daníel Valsmenn vilja biðja Florentinu Stanciu, markvörð Stjörnunnar, afsökunar á uppnefni sem hún er kölluð í pistli á heimasíðu félagsins sem var ritaður eftir annan leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er landsliðsmarkvörðurinn kallaður trúður í umræddum pistli vegna þess að hún „baðar út öllum skönkum eins og hún hafi verið að slá einhver met“ þegar hún ver skot. „Það taka allir eftir þegar Flóra ver því hún hleypur eins og trúður út um allan völl og baðar út öllum skönkum eins og hún hafi verið að slá einhver met. En sorrý trúður - Begga gerði betur en þú,“ sagði í pistlinum um annan leik liðanna sem hefur nú verið breytt. Valsmenn hafa ritað afsökunarbeiðni til Florentinu á heimasíðu sína en þar segir að slík uppnefni séu ekki í anda félagsins. „Þau mistök áttu sér stað af hendi Valsara, í pistli á heimasíðu Vals, að markvörður Stjörnunnar í handbolta, Florentina Stanciu, var kölluð trúður. Eru þessi skrif ekki í anda þeirrar háttvísi sem Knattspyrnufélagið Valur vill hafa að leiðarljósi. Florentina er því hér með beðin innilegrar afsökunar á þessum mistökum,“ segir í afsökunarbeiðni Valsara. Staðan í einvígi liðanna er 2-1 fyrir Stjörnuna en þau mætast í fjórða leiknum í Vodafonehöllinni á miðvikudagskvöldið. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Landsliðsmarkvörður kallaður trúður Valsmenn fara óskemmtilegum orðum um Florentinu Stanciu, markvörð Stjörnunnar og íslenska landsliðsins í handbolta, á heimasíðu sinni en liðin eigast við í lokaúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. 12. maí 2014 10:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01 Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Sjá meira
Valsmenn vilja biðja Florentinu Stanciu, markvörð Stjörnunnar, afsökunar á uppnefni sem hún er kölluð í pistli á heimasíðu félagsins sem var ritaður eftir annan leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er landsliðsmarkvörðurinn kallaður trúður í umræddum pistli vegna þess að hún „baðar út öllum skönkum eins og hún hafi verið að slá einhver met“ þegar hún ver skot. „Það taka allir eftir þegar Flóra ver því hún hleypur eins og trúður út um allan völl og baðar út öllum skönkum eins og hún hafi verið að slá einhver met. En sorrý trúður - Begga gerði betur en þú,“ sagði í pistlinum um annan leik liðanna sem hefur nú verið breytt. Valsmenn hafa ritað afsökunarbeiðni til Florentinu á heimasíðu sína en þar segir að slík uppnefni séu ekki í anda félagsins. „Þau mistök áttu sér stað af hendi Valsara, í pistli á heimasíðu Vals, að markvörður Stjörnunnar í handbolta, Florentina Stanciu, var kölluð trúður. Eru þessi skrif ekki í anda þeirrar háttvísi sem Knattspyrnufélagið Valur vill hafa að leiðarljósi. Florentina er því hér með beðin innilegrar afsökunar á þessum mistökum,“ segir í afsökunarbeiðni Valsara. Staðan í einvígi liðanna er 2-1 fyrir Stjörnuna en þau mætast í fjórða leiknum í Vodafonehöllinni á miðvikudagskvöldið.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Landsliðsmarkvörður kallaður trúður Valsmenn fara óskemmtilegum orðum um Florentinu Stanciu, markvörð Stjörnunnar og íslenska landsliðsins í handbolta, á heimasíðu sinni en liðin eigast við í lokaúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. 12. maí 2014 10:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01 Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Sjá meira
Landsliðsmarkvörður kallaður trúður Valsmenn fara óskemmtilegum orðum um Florentinu Stanciu, markvörð Stjörnunnar og íslenska landsliðsins í handbolta, á heimasíðu sinni en liðin eigast við í lokaúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. 12. maí 2014 10:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01