Körfubolti

Þjálfari Clippers: Mig langar í bjór

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Doc Rivers var þyrstur eftir leik í nótt.
Doc Rivers var þyrstur eftir leik í nótt. Vísir/Getty
Eins og greint var frá í morgun vann Los Angeles Clippers frábæran heimasigur á Oklahoma City Thunder, 101-99, í einvígi liðanna í undanúrslitum vesturdeildar NBA-körfuboltans í nótt.

Sigurinn var virkilega góður í ljósi þess að liðið vann upp 16 stiga forskot Oklahoma City í fjórða leikhluta en staðan er nú jöfn, 2-2, í rimmu liðanna.

Doc Rivers, þjálfari LA Clippers, var eðlilega kampakátur á blaðamannafundi eftir sigurinn í nótt en hann langaði nú bara helst í einn kaldan eftir alla spennuna.

Aðspurður hvort hann vildi fyrst koma með stutta yfirlýsingu þegar blaðamannafundurinn hófst sagði Rivers: „Mig langar í bjór,“ og uppskar mikil hlátrasköll.

Eins og búist var við hafa leikir liðanna verið mikil skemmtun en þau enduðu í öðru og þriðja sæti vesturdeildarinnar. Næsti leikur fer fram aðfaranótt miðvikudags en þá mætast liðin í Oklahoma City.

NBA

Tengdar fréttir

Sögulegar endurkomur Clippers og Pacers

LA Clippers jafnaði einvígið við Oklahoma City Thunder í nótt á meðan Indiana Pacers tók 3-1 forystu gegn Washington Wizards þar sem Paul George fór hamförum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×