Landsliðsmarkvörður kallaður trúður Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2014 10:15 Florentina Stanciu og stöllur hennar í Stjörnunni eru einum sigri frá þeim stóra. Vísir/Daníel Nú líður undir lok leiktíðarinnar í Olís-deild kvenna í handbolta en mest eru tveir leikir eftir af tímabilinu. Stjarnan tók 2-1 forystu í einvíginu gegn Val í lokaúrslitunum í gær og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið. Farið er að hitna í kolunum og taka stuðningsmennirnir þátt í því eins og gerist og gengur. Eftir annan leikinn, sem Valur vann á heimavelli, 25-23, var ritaður pistill á heimasíðu Vals þar sem farið er óskemmtilegum orðum um FlorentinuStanciu, markvörð Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. Florentina er dugleg að fagna hverri markvörslu eins og flestir handboltaunnendur vita og lætur hún áhorfendur beggja liða vita af sér. Þetta virðist fara í taugarnar á Valsmönnum, í það minnsta þeim er ritar pistilinn, en sá hinn sami kallar Florentinu trúð. Pistlahöfundur var að fara yfir frammistöðu markvarðanna en í leik tvö varði BerglindÍrisHansdóttir, markvörður Vals, 22 skot (50 prósent hlutfallsmarkvarsla) en Florentina Stanciu 20 skot (44 prósent hlutfallsmarkvarsla). „Það taka allir eftir þegar Flóra ver því hún hleypur eins og trúður út um allan völl og baðar út öllum skönkum eins og hún hafi verið að slá einhver met. En sorrý trúður - Begga gerði betur en þú,“ segir í pistlinum um leik tvö. Hvort þetta hafi kveikt í Florentinu skal ósagt látið en hún varði allavega 23 skot í gær eða helming allra skota Valskvenna á markið. Í heildina er „trúðurinn“ með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu í einvíginu. Florentina fær aftur tækifæri til að „baða út öllum skönkum“ á miðvikudagskvöldið þegar liðin mætast í fjórða leik lokaúrslitanna í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda en þar getur Stjarnan tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.Vísir/DaníelVísir/Daníel Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Nú líður undir lok leiktíðarinnar í Olís-deild kvenna í handbolta en mest eru tveir leikir eftir af tímabilinu. Stjarnan tók 2-1 forystu í einvíginu gegn Val í lokaúrslitunum í gær og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið. Farið er að hitna í kolunum og taka stuðningsmennirnir þátt í því eins og gerist og gengur. Eftir annan leikinn, sem Valur vann á heimavelli, 25-23, var ritaður pistill á heimasíðu Vals þar sem farið er óskemmtilegum orðum um FlorentinuStanciu, markvörð Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. Florentina er dugleg að fagna hverri markvörslu eins og flestir handboltaunnendur vita og lætur hún áhorfendur beggja liða vita af sér. Þetta virðist fara í taugarnar á Valsmönnum, í það minnsta þeim er ritar pistilinn, en sá hinn sami kallar Florentinu trúð. Pistlahöfundur var að fara yfir frammistöðu markvarðanna en í leik tvö varði BerglindÍrisHansdóttir, markvörður Vals, 22 skot (50 prósent hlutfallsmarkvarsla) en Florentina Stanciu 20 skot (44 prósent hlutfallsmarkvarsla). „Það taka allir eftir þegar Flóra ver því hún hleypur eins og trúður út um allan völl og baðar út öllum skönkum eins og hún hafi verið að slá einhver met. En sorrý trúður - Begga gerði betur en þú,“ segir í pistlinum um leik tvö. Hvort þetta hafi kveikt í Florentinu skal ósagt látið en hún varði allavega 23 skot í gær eða helming allra skota Valskvenna á markið. Í heildina er „trúðurinn“ með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu í einvíginu. Florentina fær aftur tækifæri til að „baða út öllum skönkum“ á miðvikudagskvöldið þegar liðin mætast í fjórða leik lokaúrslitanna í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda en þar getur Stjarnan tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.Vísir/DaníelVísir/Daníel
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01