Meðal þeirra sem teknir eru tali eru Pollapönkararnir Óttarr Proppé og Arnar Þór Gíslason.
Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi eru þeir hæstánægðir með að Conchita hafi borið sigur úr býtum í gærkvöldi. Aðspurðir hvort þeir vilji taka aftur þátt í Eurovision segjast þeir vera meira en til.
„Kannski aftur í næstu viku,“ segir Alþingismaðurinn Óttarr Proppé sem er fyrsti þingmaðurinn til að keppa í Eurovision.