Ingólfur Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í félagi Pírata í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú rétt í þessu að framboðslisti Pírata væri tilbúinn í Kópavogi.
„Við erum búin að safna undirskriftum og búin að gera allt klárt og erum bara í þessum töluðu orðum að ganga inn til yfirkjörstjórnar í Kópavogi og skila af okkur öllum gögnum sem þarf til að bjóða fram. Það hefur allt gengið afar vel hjá okkur og við erum tilbúin í kosningabaráttu,“ segir Ingólfur.
Stjórn Pírata í Kópavogi sagði af sér í gærkvöld eftir langan hitafund. Að því er fram kom í tilkynningu frá nýjum stjórnarformanni, Einari Páli Gunnarssyni, sagði stjórn af sér eftir að fundur hafði samþykkt að taka á dagskrá vantrauststillögu.
Hér að neðan má sjá þá sem skipa fjögur efstu sætin:
1. Ingólfur Árni Gunnarsson
2. Einar Páll Gunnarsson
3. Gunnar Þór Snorrason
4. Bjartur Thorlacius
Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Framboðslisti Pírata tilbúinn í Kópavogi
Tengdar fréttir
Uppreisn í Pírataskútunni í Kópavogi
Stjórn Pírata í Kópavogi vinnur nú að framboði Dögunar.
Stjórn Pírata í Kópavogi segir af sér
Félagsfundur Pírata í kvöld var sannkallaður hitafundur.