Oddvitaáskorunin - Nýir tímar kalla á nýtt fólk 30. maí 2014 00:01 Guðrún ásamt meðframbjóðendum sínum í Garðabæ. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðrún Elín Herbertsdóttir er oddviti Bjartrar framtíðar í Garðabæ.„Ég er fædd og alin upp á Álftanesi. Ég gékk í Álftanessskóla, Garðaskóla og Fjölbraut í Garðabæ.Þegar ég var tvítug keypti ég mína fyrstu íbúð í Kópavogi og flutti að heiman. Eftir stutta dvöl í Kópavogi flutti ég í Grafarvoginn en þá fannst mér ég líklega hafa séð nóg af heiminum og ákvað að flytja aftur á nesið eftir 5 ára fjarveru, enda líður mér mjög vel þar.Já og nú er ég orðin Garðbæingur á Álftanesi.Ég er með B.S. próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hef unnið síðastliðin 10 ár í Seðlabanka Íslands. Fyrir þann tíma var starfsferill minn ansi fjölbreyttur en ég hef verið bensíndælingur, innkaupastjóri og hvíslari í leikhúsi svo eitthvað sé nefnt.Ég hef verið mjög virk í félagsstarfi í gegnum árin en aldrei tekið þátt í pólitík. Ég hef þó alltaf haft sterkar skoðanir og fylgst vel með. Í háskólanámi mínu þá tók ég t.d. alla þá kúrsa sem til voru um alþjóðatengsl og Evrópusambandið. Ég vil kynna mér hlutina svo ég geti tekið upplýstar ákvarðanir. Mér finnst of mikið vera um hagsmunapólitík á Íslandi. Ég get vel skilið fólk sem hefur engan áhuga á pólitík af því þetta hljóti að vera endalaust þras og leiðindi. En ég trúi því að það þurfi nýjan hugsunarhátt og nýtt fólk til að koma af stað breytingum til góðs. Ég er frjálslynd og vil meiri heiðarleika, heilindi og hugrekki í íslensk stjórnmál. Björt framtíð á því vel við mig og ég er þakklát að fá tækifæri til að taka þátt í því að bæta samfélagið okkar.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Svo ótrúlega margir, erfitt að velja einn. Snæfellsnes heillar mig mikið og mér þykir mjög vænt um fjöruna á Álftanesinu. Hundar eða kettir?Hef aldrei átt hund en er mjög hrifin af öllum dýrum. 10 ára gamla kisan mín sefur upp í. Hver er stærsta stundin í lífinu?Að fæðast, verst ég man ekki eftir því. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Hakk og spaghetti a la pabbi. Hvernig bíl ekur þú?´99 árgerð af Corollu, besta fjárfestingin mín. Besta minningin?Skemmtilegar samverustundir með ömmu og frænda á Seltjarnarnesinu. Ég sakna þeirra óendanlega mikið. Það var spilað og teflt, við fórum niður í fjöru, út í Gróttu, tókum strætó nr. 3 á Hlemm og skoðuðum náttúrufræðisafnið. Svo las amma úr gömlum ævintýrum fyrir mig á kvöldin. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, fyrir umferðalagabrot þegar ég var unglingur. Hverju sérðu mest eftir?Engu, ég er akkúrat hér í dag út af öllu því sem gerst hefur. Draumaferðalagið?Ókeypis heimsreisa. Hefur þú migið í saltan sjó?Ekki á launum. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Mörgum fannst það skrítið þegar ég horfði sem krakki á Stöð 2 , ruglaða, og skildi allt mjög vel því ég gat lesið textann. Hefur þú viðurkennt mistök?Já svo sannarlega, það er nauðsynlegt til að ná þroska í lífinu. Hverju ertu stoltust af?Ég er stoltust af barnaskurðlækninum Guðmundi Bjarnasyni. Ég fæddist með klofinn hrygg en fyrir minn tíma þýddi það að þú fórst í hjólastól með stómapoka. Guðmundur var nýkomin úr námi í Svíþjóð og barðist fyrir því að gera á mér nýmælis aðgerð til að bjarga allri mænunni. Ég er endalaust stolt af honum og þakklát.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25 Oddvitaáskorunin - Hitti næstum því Russell Crowe Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. 23. maí 2014 11:46 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðrún Elín Herbertsdóttir er oddviti Bjartrar framtíðar í Garðabæ.„Ég er fædd og alin upp á Álftanesi. Ég gékk í Álftanessskóla, Garðaskóla og Fjölbraut í Garðabæ.Þegar ég var tvítug keypti ég mína fyrstu íbúð í Kópavogi og flutti að heiman. Eftir stutta dvöl í Kópavogi flutti ég í Grafarvoginn en þá fannst mér ég líklega hafa séð nóg af heiminum og ákvað að flytja aftur á nesið eftir 5 ára fjarveru, enda líður mér mjög vel þar.Já og nú er ég orðin Garðbæingur á Álftanesi.Ég er með B.S. próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hef unnið síðastliðin 10 ár í Seðlabanka Íslands. Fyrir þann tíma var starfsferill minn ansi fjölbreyttur en ég hef verið bensíndælingur, innkaupastjóri og hvíslari í leikhúsi svo eitthvað sé nefnt.Ég hef verið mjög virk í félagsstarfi í gegnum árin en aldrei tekið þátt í pólitík. Ég hef þó alltaf haft sterkar skoðanir og fylgst vel með. Í háskólanámi mínu þá tók ég t.d. alla þá kúrsa sem til voru um alþjóðatengsl og Evrópusambandið. Ég vil kynna mér hlutina svo ég geti tekið upplýstar ákvarðanir. Mér finnst of mikið vera um hagsmunapólitík á Íslandi. Ég get vel skilið fólk sem hefur engan áhuga á pólitík af því þetta hljóti að vera endalaust þras og leiðindi. En ég trúi því að það þurfi nýjan hugsunarhátt og nýtt fólk til að koma af stað breytingum til góðs. Ég er frjálslynd og vil meiri heiðarleika, heilindi og hugrekki í íslensk stjórnmál. Björt framtíð á því vel við mig og ég er þakklát að fá tækifæri til að taka þátt í því að bæta samfélagið okkar.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Svo ótrúlega margir, erfitt að velja einn. Snæfellsnes heillar mig mikið og mér þykir mjög vænt um fjöruna á Álftanesinu. Hundar eða kettir?Hef aldrei átt hund en er mjög hrifin af öllum dýrum. 10 ára gamla kisan mín sefur upp í. Hver er stærsta stundin í lífinu?Að fæðast, verst ég man ekki eftir því. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Hakk og spaghetti a la pabbi. Hvernig bíl ekur þú?´99 árgerð af Corollu, besta fjárfestingin mín. Besta minningin?Skemmtilegar samverustundir með ömmu og frænda á Seltjarnarnesinu. Ég sakna þeirra óendanlega mikið. Það var spilað og teflt, við fórum niður í fjöru, út í Gróttu, tókum strætó nr. 3 á Hlemm og skoðuðum náttúrufræðisafnið. Svo las amma úr gömlum ævintýrum fyrir mig á kvöldin. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, fyrir umferðalagabrot þegar ég var unglingur. Hverju sérðu mest eftir?Engu, ég er akkúrat hér í dag út af öllu því sem gerst hefur. Draumaferðalagið?Ókeypis heimsreisa. Hefur þú migið í saltan sjó?Ekki á launum. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Mörgum fannst það skrítið þegar ég horfði sem krakki á Stöð 2 , ruglaða, og skildi allt mjög vel því ég gat lesið textann. Hefur þú viðurkennt mistök?Já svo sannarlega, það er nauðsynlegt til að ná þroska í lífinu. Hverju ertu stoltust af?Ég er stoltust af barnaskurðlækninum Guðmundi Bjarnasyni. Ég fæddist með klofinn hrygg en fyrir minn tíma þýddi það að þú fórst í hjólastól með stómapoka. Guðmundur var nýkomin úr námi í Svíþjóð og barðist fyrir því að gera á mér nýmælis aðgerð til að bjarga allri mænunni. Ég er endalaust stolt af honum og þakklát.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25 Oddvitaáskorunin - Hitti næstum því Russell Crowe Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. 23. maí 2014 11:46 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25
Oddvitaáskorunin - Hitti næstum því Russell Crowe Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. 23. maí 2014 11:46
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent