Aukaþáttur af Sprengisandi með Sigurjón M. Egilssyni verður á Bylgjunni á morgun Uppstigningadag í tilefni sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara á laugardaginn.
Sigurjón á von á frambjóðendum til sín og verður þátturinn litaður af kosningunum. Hann segir að spennan sé í hámarki í röðum frambjóðenda og því mikið undir.
Þeir frambjóðendur sem mæta í hljóðverið eru Dagur B. Eggertsson, Halldór Halldórsson, Björn Blöndal, Þorvaldur Þorvaldsson og Sóley Tómasdóttir.
Rætt verður um kosningarnar á höfuðborgarsvæðinu sem og annarsstaðar á landinu. Þátturinn verður lengri en venjulega og hefst klukkan 9.
Hægt er að hlusta á Bylgjuna í beinni í vefspilara hér á Vísi.
