Enn þegir Sigmundur Davíð Jakob Bjarnar skrifar 28. maí 2014 13:51 Sveinbjörg og Sigmundur. Enn er ekki ljóst hvort oddvitinn nýtur velþóknunar formanns eða hann hugsi henni þegjandi þörfina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra brást ókvæða við spurningum blaðamanns Vísis í gærkvöldi, á opnum stjórnmálafundi sem haldinn var á Ólafsfirði. Blaðamaður vildi inna Sigmund Davíð eftir afstöðu hans til umdeildra ummæla Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, leiðtoga Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem margir hafa viljað túlka svo að þau lýsi andúð á innflytjendum – með réttu eða röngu. Sú er í það minnsta túlkunin, andstæðingar mosku á Íslandi hafa lýst yfir stuðningi við Framsókn á þessum forsendum, og þessum skilningi hefur ekki verið vísað á bug með afgerandi hætti. Ummælin sem um ræðir eru á þá leið að oddvitinn vill að Reykjavíkurborg dragi til baka lóðarúthlutun til Félags múslima og að íbúar kjósi um hvort félagið fái lóðina. Sigmundur Davíð vildi ekkert um það mál tala og var á honum að skilja að honum þætti spurningin óviðurkvæmileg.Þriðji kosturinn er sá að þegjaVísir birti í gær frétt sem byggði á samtali við Sveinbjörgu Birnu en þar segir hún frá því að hún hafi ekkert rætt þetta mál við Sigmund Davíð eða forystuna og þá þögn túlki hún sem samþykki – og þakkar traustið. Sigmundur Davíð tjáði blaðamanni í gærkvöldi að yfirlýsingar frá sér væri að vænta á vefsíðu sinni strax í nótt en nú, þegar klukkan er orðin tvö næsta dags bólar ekkert á slíku. Áður hefur hann gefið ádrátt um að hann muni tjá sig um málið án þess að gjörðir hafi fylgt þeim orðum. Ýmsir vilja ráða það í þögn forystu flokksins að hún vilji, með því, fiska í gruggugum sjó; sjá hvað þessi afstaða gefur í atkvæðum talið. Þá er augljóst að forystan stendur frammi fyrir tveimur mjög erfiðum kostum: Annars vegar er að fordæma afstöðu oddvitans í stærsta kjördæmi landsins nokkrum dögum fyrir kosningar eða vera annars stimplaður án fyrirvara sem popúlískur þjóðernissinnaður flokkur. Þriðji kosturinn er sá að þegja fram yfir kosningar, freista þess þá að þvo af sér stimpilinn (eða ekki). Það kostar að fjallað verður um málið og Framsóknarflokkurinn „nýtur“ vafasamrar athyglinnar – vafasamrar því víst er að málið er eldfimt. Vísir hefur heimildir fyrir því Sveinbjörg Birna njóti ekki þess stuðnings sem hún les úr þögninni – að þögnin sé ekki til marks um samþykki. Hins vegar hefur ekkert komið fram opinberlega sem gefur annað til kynna.Vigdís Hauksdóttir bítur nú fast í tungu sér, en Sveinbjörg Birna er varaþingmaður Vigdísar í Reykjavík suður.vísir/daníelStjáklandi og loðmulluleg viðbrögð Viðbrögð forystumanna í Framsóknarflokknum hafa verið loðmulluleg. Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður hefur sagt að skoðanir Sveinbjargar Birnu samræmist ekki flokksályktunum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé Sigrúnu sammála. En, Sigrún hefur dregið í land síðan, eins og DV greinir frá, og styður framboð Sigurbjargar heilshugar. En Sigmundur Davíð þegir, Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson úr ráðherraliði flokksins einnig. Þingmenn sömuleiðis. Ásmundur Einar Daðason segir ekki orð og Vigdís Hauksdóttir hefur verið „utan þjónustusvæðis“. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í hana en Vigdís er oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík suður og það sem meira er, Sveinbjörg Birna er varaþingmaður hennar. Í nóvember birti Eiríkur Bergmann prófessor á Bifröst greiningu í Fréttatímanum þar sem hann finnur ýmislegt sammerkt með þjóðernissinnuðum popúlískum flokkum í Evrópu og Framasóknarflokknum. Þingflokkur Framsóknarflokksins brást hart við og sendi í kjölfarið yfirlýsingu þar sem greining Eiríks er fordæmd. Allir þingmenn, þar með talinn Sigmundur Davíð, rituðu undir þá yfirlýsingu. Vísi hefur borist ábending úr herbúðum Framsóknarmanna að sú yfirlýsing ætti að duga til að lýsa afstöðu forystunnar, en fyrst talið var rétt að bregðast harkalega við þá, árið 2011, hvað þá nú þegar leiðtogi flokksins í Reykjavík fer fram með þessum hætti? Og Guðmundur Hálfdánarson prófessor setur fram greiningu þar sem dregnar eru talsvert skýrari línur í þá átt en Eiríkur gerði fyrir þremur árum. Guðmundur segir freistandi að horfa til Evrópu þar sem uppgangur slíkra flokka er verulegur.Viðar Þorsteinsson er reiður og miður sín en grein hans um Framsóknarflokkinn fer nú víða um net.Óttinn við útlendingaandúðina Viðbrögð ýmissa á netinu hafa verið afgerandi. Illugi Jökulsson rithöfundur hefur fjallað um málið og varar við útlendingahatri, sem hann les í afstöðu Sveinbjargar Birnu. Illugi hefur ítrekað krafið Eygló Harðardóttur svara á Facebook en án árangurs. Og í nótt ritaði Viðar Þorsteinsson heimspekingur grein sem margir dreifa nú um Facebook, undir titlinum „Framsóknarflokkurinn og ég“. Þar segist Viðar vera bálreiður og miður sín í senn: „Staðan er enn óljós, og getur enn brugðið til beggja vona í vikunni. En útlitið er ekki gott. Það sem virðist vera í spilunum er að Framsóknarflokkurinn muni breytast í innflytjendahatursflokk, í líkingu við Sverigedemokraterna í Svíþjóð eða Le Front National í Frakklandi. Þetta yrði í fyrsta sinn sem slíkt stjórnmálaafl kæmi fram á Íslandi og hefði raunhæfa möguleika á að dafna. Höfum í huga að þrátt fyrir smæð hefur Framsóknarflokkurinn stöðu, rætur og stofnanabundin völd sem Frjálslyndi flokkurinn hafði aldrei.“ Þá greinir Viðar frá því að hann hafi sent skeyti og skrifað ýmsum innan Framsóknarflokksins en viðbrögðin séu engin nema frá Ástu Hlín Magnúsdóttur, en hún situr í stjórn SUF sem fulltrúi Norðausturkjördæmis, sem tók skýra afstöðu gegn umræddum ummælum og sagðist „myndu beita sér innan SUF fyrir því að ályktun yrði sent út.“Hreiðar Eiríksson dró sig í hlé og styður ekki lengur framboðið í Reykjavík.Flugvöllurinn og innflytjendur Annað sem heita má eftirtektarvert er að þeir sem styðja framboð Framsóknarflokksins og flugvallarvina á þeim forsendum að málið sem þeir settu á oddinn í aðdraganda kosningabaráttunnar, flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, virðast ekki hafa mikið við þessa óvæntu vendingu að athuga. Með öðrum orðum, þá virðist veruleg fylgni milli þess að vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og þess að vilja gjalda varhug við ógn sem stafar af innflytjendum. Undantekningin er Hreiðar Eiríksson, 5. maður á lista Framsóknarflokksins, en hann dró sig í hlé eftir að ummælin féllu og styður ekki framboðið. Reglur um framboðslista stjórnmálaflokka aftra því að hann geti látið sig hverfa af lista. „Fyrst eftir að ég dró mig í hlé sem ég vakti athygli manna,“ segir Hreiðar í samtali við Vísi. Hreiðar metur það hins vegar síður en svo að hann sé einn á báti, viðbrögð við ákvörðun hans séu mikil og í gær hafi hann fengið yfir þúsund skilaboð þar sem menn hafi lýst sig afar ánægða með ákvörðun hans. Hreiðar metur það sem svo tæpur helmingur þeirra séu málsmetandi Framsóknarmenn. Hann metur það sem svo að afstaða gagnvart sjónarmiðum sem kenna megi við útlendingaandúð sé ekki umdeild innan Framsóknarflokksins. „Þetta er andstætt kjarna þess sem ég stend fyrir sem persóna og maður, þá þetta sem kenna má við einhvers konar andúð á innflytjendum, þó það hafi verið tengt við einhverja lóðaúthlutun,“ segir Hreiðar. Viðbrögðin hafa þó ekki eingöngu verið á einn veg. Hreiðari hafa borist skilaboð þar sem honum eru ekki vandaðar kveðjurnar, fyrir að draga sig út á þessum forsendum. „Það hafa komið einhver skilaboð og svo frekar óvægin umfjöllun á ýmsum sóðasíðum,“ segir Hreiðar sem lætur sér þó hvergi bregða vegna þessa. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 Sigmundur Davíð vill ekki tjá sig um moskumálið „Hann vill leyfa oddvitanum í Reykjavík að útskýra hvað hún á við,“ segir Jóhannes. 26. maí 2014 12:13 „Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn“ Sveinbjörg Birna vill einnig draga til baka lóðaúthlutun til Ásatrúarmanna. Hún segist virða tjáningarfrelsi utanríkisráðherra og þingflokkformanns. 27. maí 2014 16:26 „Átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum“ Formaður félags múslima á Íslandi segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. 26. maí 2014 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra brást ókvæða við spurningum blaðamanns Vísis í gærkvöldi, á opnum stjórnmálafundi sem haldinn var á Ólafsfirði. Blaðamaður vildi inna Sigmund Davíð eftir afstöðu hans til umdeildra ummæla Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, leiðtoga Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem margir hafa viljað túlka svo að þau lýsi andúð á innflytjendum – með réttu eða röngu. Sú er í það minnsta túlkunin, andstæðingar mosku á Íslandi hafa lýst yfir stuðningi við Framsókn á þessum forsendum, og þessum skilningi hefur ekki verið vísað á bug með afgerandi hætti. Ummælin sem um ræðir eru á þá leið að oddvitinn vill að Reykjavíkurborg dragi til baka lóðarúthlutun til Félags múslima og að íbúar kjósi um hvort félagið fái lóðina. Sigmundur Davíð vildi ekkert um það mál tala og var á honum að skilja að honum þætti spurningin óviðurkvæmileg.Þriðji kosturinn er sá að þegjaVísir birti í gær frétt sem byggði á samtali við Sveinbjörgu Birnu en þar segir hún frá því að hún hafi ekkert rætt þetta mál við Sigmund Davíð eða forystuna og þá þögn túlki hún sem samþykki – og þakkar traustið. Sigmundur Davíð tjáði blaðamanni í gærkvöldi að yfirlýsingar frá sér væri að vænta á vefsíðu sinni strax í nótt en nú, þegar klukkan er orðin tvö næsta dags bólar ekkert á slíku. Áður hefur hann gefið ádrátt um að hann muni tjá sig um málið án þess að gjörðir hafi fylgt þeim orðum. Ýmsir vilja ráða það í þögn forystu flokksins að hún vilji, með því, fiska í gruggugum sjó; sjá hvað þessi afstaða gefur í atkvæðum talið. Þá er augljóst að forystan stendur frammi fyrir tveimur mjög erfiðum kostum: Annars vegar er að fordæma afstöðu oddvitans í stærsta kjördæmi landsins nokkrum dögum fyrir kosningar eða vera annars stimplaður án fyrirvara sem popúlískur þjóðernissinnaður flokkur. Þriðji kosturinn er sá að þegja fram yfir kosningar, freista þess þá að þvo af sér stimpilinn (eða ekki). Það kostar að fjallað verður um málið og Framsóknarflokkurinn „nýtur“ vafasamrar athyglinnar – vafasamrar því víst er að málið er eldfimt. Vísir hefur heimildir fyrir því Sveinbjörg Birna njóti ekki þess stuðnings sem hún les úr þögninni – að þögnin sé ekki til marks um samþykki. Hins vegar hefur ekkert komið fram opinberlega sem gefur annað til kynna.Vigdís Hauksdóttir bítur nú fast í tungu sér, en Sveinbjörg Birna er varaþingmaður Vigdísar í Reykjavík suður.vísir/daníelStjáklandi og loðmulluleg viðbrögð Viðbrögð forystumanna í Framsóknarflokknum hafa verið loðmulluleg. Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður hefur sagt að skoðanir Sveinbjargar Birnu samræmist ekki flokksályktunum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé Sigrúnu sammála. En, Sigrún hefur dregið í land síðan, eins og DV greinir frá, og styður framboð Sigurbjargar heilshugar. En Sigmundur Davíð þegir, Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson úr ráðherraliði flokksins einnig. Þingmenn sömuleiðis. Ásmundur Einar Daðason segir ekki orð og Vigdís Hauksdóttir hefur verið „utan þjónustusvæðis“. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í hana en Vigdís er oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík suður og það sem meira er, Sveinbjörg Birna er varaþingmaður hennar. Í nóvember birti Eiríkur Bergmann prófessor á Bifröst greiningu í Fréttatímanum þar sem hann finnur ýmislegt sammerkt með þjóðernissinnuðum popúlískum flokkum í Evrópu og Framasóknarflokknum. Þingflokkur Framsóknarflokksins brást hart við og sendi í kjölfarið yfirlýsingu þar sem greining Eiríks er fordæmd. Allir þingmenn, þar með talinn Sigmundur Davíð, rituðu undir þá yfirlýsingu. Vísi hefur borist ábending úr herbúðum Framsóknarmanna að sú yfirlýsing ætti að duga til að lýsa afstöðu forystunnar, en fyrst talið var rétt að bregðast harkalega við þá, árið 2011, hvað þá nú þegar leiðtogi flokksins í Reykjavík fer fram með þessum hætti? Og Guðmundur Hálfdánarson prófessor setur fram greiningu þar sem dregnar eru talsvert skýrari línur í þá átt en Eiríkur gerði fyrir þremur árum. Guðmundur segir freistandi að horfa til Evrópu þar sem uppgangur slíkra flokka er verulegur.Viðar Þorsteinsson er reiður og miður sín en grein hans um Framsóknarflokkinn fer nú víða um net.Óttinn við útlendingaandúðina Viðbrögð ýmissa á netinu hafa verið afgerandi. Illugi Jökulsson rithöfundur hefur fjallað um málið og varar við útlendingahatri, sem hann les í afstöðu Sveinbjargar Birnu. Illugi hefur ítrekað krafið Eygló Harðardóttur svara á Facebook en án árangurs. Og í nótt ritaði Viðar Þorsteinsson heimspekingur grein sem margir dreifa nú um Facebook, undir titlinum „Framsóknarflokkurinn og ég“. Þar segist Viðar vera bálreiður og miður sín í senn: „Staðan er enn óljós, og getur enn brugðið til beggja vona í vikunni. En útlitið er ekki gott. Það sem virðist vera í spilunum er að Framsóknarflokkurinn muni breytast í innflytjendahatursflokk, í líkingu við Sverigedemokraterna í Svíþjóð eða Le Front National í Frakklandi. Þetta yrði í fyrsta sinn sem slíkt stjórnmálaafl kæmi fram á Íslandi og hefði raunhæfa möguleika á að dafna. Höfum í huga að þrátt fyrir smæð hefur Framsóknarflokkurinn stöðu, rætur og stofnanabundin völd sem Frjálslyndi flokkurinn hafði aldrei.“ Þá greinir Viðar frá því að hann hafi sent skeyti og skrifað ýmsum innan Framsóknarflokksins en viðbrögðin séu engin nema frá Ástu Hlín Magnúsdóttur, en hún situr í stjórn SUF sem fulltrúi Norðausturkjördæmis, sem tók skýra afstöðu gegn umræddum ummælum og sagðist „myndu beita sér innan SUF fyrir því að ályktun yrði sent út.“Hreiðar Eiríksson dró sig í hlé og styður ekki lengur framboðið í Reykjavík.Flugvöllurinn og innflytjendur Annað sem heita má eftirtektarvert er að þeir sem styðja framboð Framsóknarflokksins og flugvallarvina á þeim forsendum að málið sem þeir settu á oddinn í aðdraganda kosningabaráttunnar, flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, virðast ekki hafa mikið við þessa óvæntu vendingu að athuga. Með öðrum orðum, þá virðist veruleg fylgni milli þess að vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og þess að vilja gjalda varhug við ógn sem stafar af innflytjendum. Undantekningin er Hreiðar Eiríksson, 5. maður á lista Framsóknarflokksins, en hann dró sig í hlé eftir að ummælin féllu og styður ekki framboðið. Reglur um framboðslista stjórnmálaflokka aftra því að hann geti látið sig hverfa af lista. „Fyrst eftir að ég dró mig í hlé sem ég vakti athygli manna,“ segir Hreiðar í samtali við Vísi. Hreiðar metur það hins vegar síður en svo að hann sé einn á báti, viðbrögð við ákvörðun hans séu mikil og í gær hafi hann fengið yfir þúsund skilaboð þar sem menn hafi lýst sig afar ánægða með ákvörðun hans. Hreiðar metur það sem svo tæpur helmingur þeirra séu málsmetandi Framsóknarmenn. Hann metur það sem svo að afstaða gagnvart sjónarmiðum sem kenna megi við útlendingaandúð sé ekki umdeild innan Framsóknarflokksins. „Þetta er andstætt kjarna þess sem ég stend fyrir sem persóna og maður, þá þetta sem kenna má við einhvers konar andúð á innflytjendum, þó það hafi verið tengt við einhverja lóðaúthlutun,“ segir Hreiðar. Viðbrögðin hafa þó ekki eingöngu verið á einn veg. Hreiðari hafa borist skilaboð þar sem honum eru ekki vandaðar kveðjurnar, fyrir að draga sig út á þessum forsendum. „Það hafa komið einhver skilaboð og svo frekar óvægin umfjöllun á ýmsum sóðasíðum,“ segir Hreiðar sem lætur sér þó hvergi bregða vegna þessa.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 Sigmundur Davíð vill ekki tjá sig um moskumálið „Hann vill leyfa oddvitanum í Reykjavík að útskýra hvað hún á við,“ segir Jóhannes. 26. maí 2014 12:13 „Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn“ Sveinbjörg Birna vill einnig draga til baka lóðaúthlutun til Ásatrúarmanna. Hún segist virða tjáningarfrelsi utanríkisráðherra og þingflokkformanns. 27. maí 2014 16:26 „Átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum“ Formaður félags múslima á Íslandi segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. 26. maí 2014 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28
Sigmundur Davíð vill ekki tjá sig um moskumálið „Hann vill leyfa oddvitanum í Reykjavík að útskýra hvað hún á við,“ segir Jóhannes. 26. maí 2014 12:13
„Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn“ Sveinbjörg Birna vill einnig draga til baka lóðaúthlutun til Ásatrúarmanna. Hún segist virða tjáningarfrelsi utanríkisráðherra og þingflokkformanns. 27. maí 2014 16:26
„Átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum“ Formaður félags múslima á Íslandi segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. 26. maí 2014 20:00