Fréttablaðið mismunar Dögun í Reykjavík Gunnar Hólmsteinn Ársælsson. skrifar 23. maí 2014 19:53 Það er grundvallarregla í frjálsum lýðræðisríkjum sem halda kosningar að raddir allra heyrist og sjónarmið allra komi fram. Enda eru fjölmiðlar þau tæki sem fólk reiðir sig á í þeim efnum. Því miður hefur verið mikill misbrestur á þessu í sambandi við kosningaumfjöllun Fréttablaðsins og sem snýr að því framboði sem undirritaður tilheyrir og heitir Dögun. Dögun býður nú fram í fyrsta sinn til borgarstjórnar, en Dögun bauð einnig fram í síðustu alþingiskosningum . Dögun kemur fram sem svar við þeirri kröfu um endurnýjun sem kom fram eftir Hrunið árið 2008. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hin ýmsu málefni í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, nú í heilsíðugreinum um til dæmis húsnæðismál (22.5) og skólamál (23.5). Í umfjöllun blaðsins er hinsvegar ekki minnst einu orði á menntastefnu Dögunar, en framboðið hefur móta sér viðamikla stefnu í öllum helstu málaflokkum sem snúa að íbúum Reykjavíkur. Dögun vill styrkja menntakerfið með ýmsum hætti, auka framlög til fjársveltra skóla og fækka í bekkjum. Framboðið vil tryggja að öll menntun og þjónusta tengd henni sé að í hverfum þar sem nemendur búa og Dögun vill efla til muna íslenskukennslu, bæði fyrir íslenska nemendur og þeirra sem eru af erlendum uppruna. Það eykur líkur á góðri aðlögun þeirra að íslensku samfélagi og minnkar brottfall úr námi. Þá vill Dögun einnig, ,,auka lýðræði og efla hvert skólasamfélag með aðkomu starfsfólks, foreldra, nemenda, nærumhverfis, þjónustumiðstöðva og hverfaráða.“ Einnig vil Dögun efla list og verkreinar í skólum og stuðla þannig að fjölbreyttara námi. Þetta er meðal annars það sem birta hefði átt í umfjöllun Fréttablaðsins um mennta og frístundastefnu Dögunar, en til þess að stytta þessa grein er ekki fjallað um það hér, heldur bendi ég lesendum á að lesa stefnuna á heimasíðu Dögunar, www.dogunreykjavik.is. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að öllum framboðum sé gert jafnhátt undir höfði í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, annað er mismunum. Í fjölmiðlalögum stendur þetta um lýðræðislegar grundvallarreglur: ,,Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti auk þess að hafa í huga friðhelgi einkalífs. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í umfjöllun sinni um fréttir og fréttatengt efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram“ (feitletrun, GHÁ). Þetta hefur Fréttablaðið ekki gert í tilfelli Dögunar og væri áhugavert að heyra skýringar þar á bæ hversvegna svo er? Ef endurnýja á hið pólitíska kerfi, er það alger grundvallarforsenda að nýjar raddir og ný sjónarmið heyrist. Annars hjakkar allt í sama farinu. Er það vilji manna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Það er grundvallarregla í frjálsum lýðræðisríkjum sem halda kosningar að raddir allra heyrist og sjónarmið allra komi fram. Enda eru fjölmiðlar þau tæki sem fólk reiðir sig á í þeim efnum. Því miður hefur verið mikill misbrestur á þessu í sambandi við kosningaumfjöllun Fréttablaðsins og sem snýr að því framboði sem undirritaður tilheyrir og heitir Dögun. Dögun býður nú fram í fyrsta sinn til borgarstjórnar, en Dögun bauð einnig fram í síðustu alþingiskosningum . Dögun kemur fram sem svar við þeirri kröfu um endurnýjun sem kom fram eftir Hrunið árið 2008. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hin ýmsu málefni í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, nú í heilsíðugreinum um til dæmis húsnæðismál (22.5) og skólamál (23.5). Í umfjöllun blaðsins er hinsvegar ekki minnst einu orði á menntastefnu Dögunar, en framboðið hefur móta sér viðamikla stefnu í öllum helstu málaflokkum sem snúa að íbúum Reykjavíkur. Dögun vill styrkja menntakerfið með ýmsum hætti, auka framlög til fjársveltra skóla og fækka í bekkjum. Framboðið vil tryggja að öll menntun og þjónusta tengd henni sé að í hverfum þar sem nemendur búa og Dögun vill efla til muna íslenskukennslu, bæði fyrir íslenska nemendur og þeirra sem eru af erlendum uppruna. Það eykur líkur á góðri aðlögun þeirra að íslensku samfélagi og minnkar brottfall úr námi. Þá vill Dögun einnig, ,,auka lýðræði og efla hvert skólasamfélag með aðkomu starfsfólks, foreldra, nemenda, nærumhverfis, þjónustumiðstöðva og hverfaráða.“ Einnig vil Dögun efla list og verkreinar í skólum og stuðla þannig að fjölbreyttara námi. Þetta er meðal annars það sem birta hefði átt í umfjöllun Fréttablaðsins um mennta og frístundastefnu Dögunar, en til þess að stytta þessa grein er ekki fjallað um það hér, heldur bendi ég lesendum á að lesa stefnuna á heimasíðu Dögunar, www.dogunreykjavik.is. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að öllum framboðum sé gert jafnhátt undir höfði í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, annað er mismunum. Í fjölmiðlalögum stendur þetta um lýðræðislegar grundvallarreglur: ,,Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti auk þess að hafa í huga friðhelgi einkalífs. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í umfjöllun sinni um fréttir og fréttatengt efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram“ (feitletrun, GHÁ). Þetta hefur Fréttablaðið ekki gert í tilfelli Dögunar og væri áhugavert að heyra skýringar þar á bæ hversvegna svo er? Ef endurnýja á hið pólitíska kerfi, er það alger grundvallarforsenda að nýjar raddir og ný sjónarmið heyrist. Annars hjakkar allt í sama farinu. Er það vilji manna?
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun