Sjómenn gera ekki ráð fyrir vöfflum og rjóma á næstunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2014 11:51 "Það kemur ekki til álita hjá sjómönnum að greiða þann skatt. Og ég skil sjómenn að vilja ekki borga aðgang að auðlindum, það er útgerðarmannanna að gera það,“ Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. Samningsaðilar eru byrjaðir að funda stífar þessa dagana, síðasti fundur var haldinn í síðustu viku og er næsti fundur boðaður á mánudag. Vöfflur og rjómi í Karphúsinu eru þó ekki í sjónmáli enn sem komið er. Kröfurnar snúast að mestu leiti um hvort breyta eigi aflahlutaskiptakerfinu. „Kröfur okkar eru flóknar. Við viljum til að mynda að útgerðin bæti okkur upp sjómannaafsláttinn sem ríkið tók af okkur. En það eru ákveðin atriði sem þarf að laga og það er slæmt að ná því ekki fram,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands. Hann segir að þrátt fyrir langan tíma í óvissu sé ekki farið að ræða vinnustöðvun. Það gæti þó komið til verði ekki farið í að semja. Hagsmunir sjómanna og útgerðar byggjast á afkomu af veiðum einstakra skipa, en nú fá sjómenn um 36-38 prósent af aflaverðmæti.Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir að breyta þurfi hlutaskiptakerfinu á þann hátt að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigjalda og olíukostnaði, en hvoru tveggja hefur hækkað töluvert á milli ára. „Þetta er ein af okkar aðalkröfum. Þessi kostnaður er stór hluti af okkar rekstri og launin eru árangurstengd,“ segir Kolbeinn. „En það eru þó allir sammála um að þetta er mjög óæskilegt ástand.“Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir deilu þeirra sérstaka því hún sé frábrugðin hinum hefðbundnu kjaradeilum. Þó sé skynsamlegast að reyna að komast til sátta. „Deilan hefur snúist um fiskveiðistjórnunarkerfið, þar sem útgerðarmenn hafa verið í deilum um fyrirkomulag auðlindarskatts og annað. Það kemur ekki til álita hjá sjómönnum að greiða þann skatt. Og ég skil sjómenn að vilja ekki borga aðgang að auðlindum, það er útgerðarmannanna að gera það,“ segir Gylfi. Eins og fyrr segir, munu deilendur næst setjast við samningaborðið næstkomandi mánudag í húsi Ríkissáttasemjara. Tólf mál liggja nú á borði Ríkissáttasemjara. Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. Samningsaðilar eru byrjaðir að funda stífar þessa dagana, síðasti fundur var haldinn í síðustu viku og er næsti fundur boðaður á mánudag. Vöfflur og rjómi í Karphúsinu eru þó ekki í sjónmáli enn sem komið er. Kröfurnar snúast að mestu leiti um hvort breyta eigi aflahlutaskiptakerfinu. „Kröfur okkar eru flóknar. Við viljum til að mynda að útgerðin bæti okkur upp sjómannaafsláttinn sem ríkið tók af okkur. En það eru ákveðin atriði sem þarf að laga og það er slæmt að ná því ekki fram,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands. Hann segir að þrátt fyrir langan tíma í óvissu sé ekki farið að ræða vinnustöðvun. Það gæti þó komið til verði ekki farið í að semja. Hagsmunir sjómanna og útgerðar byggjast á afkomu af veiðum einstakra skipa, en nú fá sjómenn um 36-38 prósent af aflaverðmæti.Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir að breyta þurfi hlutaskiptakerfinu á þann hátt að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigjalda og olíukostnaði, en hvoru tveggja hefur hækkað töluvert á milli ára. „Þetta er ein af okkar aðalkröfum. Þessi kostnaður er stór hluti af okkar rekstri og launin eru árangurstengd,“ segir Kolbeinn. „En það eru þó allir sammála um að þetta er mjög óæskilegt ástand.“Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir deilu þeirra sérstaka því hún sé frábrugðin hinum hefðbundnu kjaradeilum. Þó sé skynsamlegast að reyna að komast til sátta. „Deilan hefur snúist um fiskveiðistjórnunarkerfið, þar sem útgerðarmenn hafa verið í deilum um fyrirkomulag auðlindarskatts og annað. Það kemur ekki til álita hjá sjómönnum að greiða þann skatt. Og ég skil sjómenn að vilja ekki borga aðgang að auðlindum, það er útgerðarmannanna að gera það,“ segir Gylfi. Eins og fyrr segir, munu deilendur næst setjast við samningaborðið næstkomandi mánudag í húsi Ríkissáttasemjara. Tólf mál liggja nú á borði Ríkissáttasemjara.
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira