Gísli Marteinn hélt erindi á vegum Landsbankans í lok mars undir yfirskriftinni: Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?
„Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar,“ sagði Gísli í erindi sínu.