Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. maí 2014 22:15 Renan Barao rotar Eddie Wineland með snúandi hliðarsparki. Vísir/Getty Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport.7-0 í UFC, taplaus í 33 bardögum í röð og tapaði síðast árið 2005. Þrátt fyrir þessar tölur virðist Renan Barao vera stórlega vanmetinn. Þessi 27 ára Brasilíumaður mun verja UFC belti sitt í fjórða sinn á laugardaginn og virðist verða betri með hverri titilvörninni. Eftir að hafa byrjað sem glímumaður að upplagi hefur Barao tekið stórtækum framförum á öllum sviðum bardagans. Frá því hann tók sinn fyrsta MMA bardaga 18 ára að aldri hefur boxið hans, og síðar sparkboxið hans, farið frá því að vera undir meðallagi í að verða stórgott. Hann er einn af örfáum bardagamönnum í heiminum í dag sem er frábær á öllum vígstöðum bardagans. Hann er baneitraður í gólfinu og hefur sigrað 14 bardaga eftir uppgjafartök. Oft er hann að klára bardagana í gólfinu eftir að hafa kýlt andstæðing sinn niður. Andstæðingum hans hefur gengið illa að koma honum á bakið þar sem hann hefur varist 19 af 20 fellutilraunum andstæðinga sinna í UFC! Þrátt fyrir að vera frábær í gólfinu og í standandi viðureign er sennilega stærsti styrkleiki hans drápseðlið. Þetta kom bersýnilega í ljós í hans fyrstu bardögum og er drápseðlið enn sterkt í honum. Þegar hann sér að andstæðingurinn er meiddur veður hann í þá og reynir eftir fremsta megni að klára þá líkt og hungraður hákarl sem finnur lykt af blóði. Barao æfir hjá einu besta MMA liði veraldar, Nova União í Brasilíu. Þar æfir hann ásamt mönnum eins og Jose Aldo, Jussier Formiga, Thales Leites, Johny Eduardo og fleirum. Laugardagskvöld mætir hann TJ Dillashaw sem æfir með Team Alpha Male. Þetta verður í fimmta sinn sem Nova União og Team Alpha Male keppendur mætast í titilbardaga í UFC og alltaf hefur Nova União haft betur. Hvað gerist á laugardagskvöldið skal ósagt látið en bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 bardagakvöldinu sem fram fer á laugardagskvöldið.Vísir og MMA Fréttirstarfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira
Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport.7-0 í UFC, taplaus í 33 bardögum í röð og tapaði síðast árið 2005. Þrátt fyrir þessar tölur virðist Renan Barao vera stórlega vanmetinn. Þessi 27 ára Brasilíumaður mun verja UFC belti sitt í fjórða sinn á laugardaginn og virðist verða betri með hverri titilvörninni. Eftir að hafa byrjað sem glímumaður að upplagi hefur Barao tekið stórtækum framförum á öllum sviðum bardagans. Frá því hann tók sinn fyrsta MMA bardaga 18 ára að aldri hefur boxið hans, og síðar sparkboxið hans, farið frá því að vera undir meðallagi í að verða stórgott. Hann er einn af örfáum bardagamönnum í heiminum í dag sem er frábær á öllum vígstöðum bardagans. Hann er baneitraður í gólfinu og hefur sigrað 14 bardaga eftir uppgjafartök. Oft er hann að klára bardagana í gólfinu eftir að hafa kýlt andstæðing sinn niður. Andstæðingum hans hefur gengið illa að koma honum á bakið þar sem hann hefur varist 19 af 20 fellutilraunum andstæðinga sinna í UFC! Þrátt fyrir að vera frábær í gólfinu og í standandi viðureign er sennilega stærsti styrkleiki hans drápseðlið. Þetta kom bersýnilega í ljós í hans fyrstu bardögum og er drápseðlið enn sterkt í honum. Þegar hann sér að andstæðingurinn er meiddur veður hann í þá og reynir eftir fremsta megni að klára þá líkt og hungraður hákarl sem finnur lykt af blóði. Barao æfir hjá einu besta MMA liði veraldar, Nova União í Brasilíu. Þar æfir hann ásamt mönnum eins og Jose Aldo, Jussier Formiga, Thales Leites, Johny Eduardo og fleirum. Laugardagskvöld mætir hann TJ Dillashaw sem æfir með Team Alpha Male. Þetta verður í fimmta sinn sem Nova União og Team Alpha Male keppendur mætast í titilbardaga í UFC og alltaf hefur Nova União haft betur. Hvað gerist á laugardagskvöldið skal ósagt látið en bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 bardagakvöldinu sem fram fer á laugardagskvöldið.Vísir og MMA Fréttirstarfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira