Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun funda um stöðu flokksins í Reykjavík í hádeginu í dag.
Mbl greindi frá því fyrir skömmu að á dagskrá fundarins sé umræða um hvort oddvitinn, Halldór Halldórsson, eigi að segja af sér.
Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar, segir í samtali við Vísi að þessi fundur sé ekki boðaður sérstaklega til að ræða stöðu Halldórs.
„Við erum með vikulega fundi til að ræða stöðuna í kosningabaráttunni. Þessi fundur er ekki boðaður til að ræða Halldór sérstaklega en við munum að sjálfsögðu ræða stöðuna eins og hún er er hjá flokknum í dag,“ segir Óttar.
Heimildir Vísis herma að meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík hafi komið upp sú krafa að Halldór stígi til hliðar, þó fundurinn í dag hafi ekki verið boðaður sérstaklega til þess.
Krafa um að Halldór stígi til hliðar
Andri Ólafsson skrifar

Mest lesið



Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent

Björguðu dreng úr gjótu
Innlent




Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent

„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent
