Reykjavík síðdegis: „Þetta er eins og aðfangadagur“ Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason skrifar 31. maí 2014 16:54 S. Björn Blöndal í veðurblíðunni á Austurstræti. Mynd/Kristófer Helgason „Mér er náttúrulega alveg ofboðslega heitt,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, þegar Reykjavík síðdegis náði tali af honum í veðurblíðunni á Austurstræti fyrr í dag. „Nei nei, þetta er alveg ágætt. Þessi dagur leggst rosa vel í mig. Þetta er eins og aðfangadagur, svo veit maður ekkert hvað verður í pakkanum.“ Hann segist vera mjög bjartsýnn fyrir því sem koma skal. „Já, ég er það. Við erum auðvitað að koma að þessu úr svolítið skringilegri átt. Við erum bæði ný og gömul. Svo er einhvern veginn ekkert sjálfsagt að maður eins og ég, með minn bakgrunn, sé að leiða eitthvað framboð í Reykjavík sem er með tuttugu prósent fylgi. Mér finnst þetta bara svolítið geggjað. Þannig að ég er mjög bjartsýnn, ég get ekki tapað.“ Björn starfaði á síðasta kjötímabili sem aðstoðarmaður Jóns Gnarr. Það er því ekki úr vegi að spyrja hann, verður Jón aðstoðarmaður Björns ef sá síðarnefndi verður borgarstjóri? „Ég hef nefnt þetta við hann, hann hefur ekki útilokað það. Við erum samt sammála um að það væri sennilega mjög vond hugmynd,“ segir Björn og hlær. Hann segir að fjölmiðlar hafi að miklu leyti fjallað vel um málefnin en geti þó gert betur. „Ég held að það sem fjölmiðlar þurfi að vinna meira með er fjöldi framboða. Þetta er alltaf svolítið miðað út frá fjórum flokkum. Og ef þeir eru allt í einu orðnir átta, þá kannski gengur það ekki jafn vel upp. Það er svona áskorunin fyrir næstu kosningar. Það þarf að finna form sem hentar betur þessum fjölda, því ég held að framboðunum sé ekki að fara að fækka. Björt framtíð er að gera svolítið merkilega tilraun, bæði hér og úti á landi. Við erum að reka kosningabaráttu fyrir frekar lítinn pening en samt að ná alvöru árangri. Við erum með fimmtán til tuttugu prósent víða um land og við erum að eyða, svo maður tali á sjómannamáli, skít og kanil.“Reykjavík síðdegis er búið að vera á flakki í Reykjavík í dag. Sjá má viðtöl við aðra oddvita í borginni hér fyrir neðan. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir mjög leiðinlegt að hafa séð sig teiknaða í Fréttablaðinu. 31. maí 2014 16:12 Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
„Mér er náttúrulega alveg ofboðslega heitt,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, þegar Reykjavík síðdegis náði tali af honum í veðurblíðunni á Austurstræti fyrr í dag. „Nei nei, þetta er alveg ágætt. Þessi dagur leggst rosa vel í mig. Þetta er eins og aðfangadagur, svo veit maður ekkert hvað verður í pakkanum.“ Hann segist vera mjög bjartsýnn fyrir því sem koma skal. „Já, ég er það. Við erum auðvitað að koma að þessu úr svolítið skringilegri átt. Við erum bæði ný og gömul. Svo er einhvern veginn ekkert sjálfsagt að maður eins og ég, með minn bakgrunn, sé að leiða eitthvað framboð í Reykjavík sem er með tuttugu prósent fylgi. Mér finnst þetta bara svolítið geggjað. Þannig að ég er mjög bjartsýnn, ég get ekki tapað.“ Björn starfaði á síðasta kjötímabili sem aðstoðarmaður Jóns Gnarr. Það er því ekki úr vegi að spyrja hann, verður Jón aðstoðarmaður Björns ef sá síðarnefndi verður borgarstjóri? „Ég hef nefnt þetta við hann, hann hefur ekki útilokað það. Við erum samt sammála um að það væri sennilega mjög vond hugmynd,“ segir Björn og hlær. Hann segir að fjölmiðlar hafi að miklu leyti fjallað vel um málefnin en geti þó gert betur. „Ég held að það sem fjölmiðlar þurfi að vinna meira með er fjöldi framboða. Þetta er alltaf svolítið miðað út frá fjórum flokkum. Og ef þeir eru allt í einu orðnir átta, þá kannski gengur það ekki jafn vel upp. Það er svona áskorunin fyrir næstu kosningar. Það þarf að finna form sem hentar betur þessum fjölda, því ég held að framboðunum sé ekki að fara að fækka. Björt framtíð er að gera svolítið merkilega tilraun, bæði hér og úti á landi. Við erum að reka kosningabaráttu fyrir frekar lítinn pening en samt að ná alvöru árangri. Við erum með fimmtán til tuttugu prósent víða um land og við erum að eyða, svo maður tali á sjómannamáli, skít og kanil.“Reykjavík síðdegis er búið að vera á flakki í Reykjavík í dag. Sjá má viðtöl við aðra oddvita í borginni hér fyrir neðan.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir mjög leiðinlegt að hafa séð sig teiknaða í Fréttablaðinu. 31. maí 2014 16:12 Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42
Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir mjög leiðinlegt að hafa séð sig teiknaða í Fréttablaðinu. 31. maí 2014 16:12
Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28
RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30
Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34
RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30