Umdeild teikning í Fréttablaðinu Bjarki Ármannsson skrifar 31. maí 2014 13:46 Ólafur segir það ekki koma til greina að biðjast afsökunar á skopmynd Gunnars. Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir harðlega skopmynd Gunnar Karlssonar í Fréttablaðinu í dag. Hann segir ritstjórn blaðsins hafa með birtingu myndarinnar „opinberað hatur sitt“ á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins.Myndina má sjá hér. Svanur fullyrðir ennfremur í yfirlýsingu sinni að fréttaflutningur 365 miðla hafi verið bæði „rangur“ og „hlutdrægur gegn Framsókn og flugvallarvinum.“Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir það ekki koma til greina að biðjast afsökunar á myndinni. „Við höfum aldrei gefið skopteiknurum okkar nein fyrirmæli um það hvað þeir eiga að teikna og ekki ritskoðað þá. Það hefur aldrei komið mynd sem við höfum ekki séð ástæðu til að birta. Þær hafa verið umdeildar og þær hafa valdið einhverju fjaðrafoki, því auðvitað er háðið beitt í sumum tilvikum. Það er ekkert öðruvísi í þessu tilviki. Þarna er beitt háð á ferðinni, allt partur af opinni umræðu í samfélaginu. Við höfum ekki hugsað okkur að biðjast afsökunar á því eða að beita skopteiknarana okkar neinni ritskoðun.“ Yfirlýsing Svans Guðmundssonar er hér í heild sinni:Til þeirra sem málið varða.Undirritaður vill senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna myndar í Fréttablaðinu í dag undir Spottinu.Í þeirri mynd eru allir frambjóðendur teiknaðir nokkuð glaðir en Sveinbjörg er sett í Ku Klux Klan búning. Með því er einn oddvitinn tekinn út og níddur á mjög óforskammaðan hátt og það á sjálfan kjördag. Þetta er einelti og dónaskapur í sinni grófustu mynd. Ku Klux Klan eru alþekkt samtök öfgamanna sem tóku blökkumenn af lífi með hengingum, barsmíðum og brenndu þá. Sveinbjörg er með þessari myndbirtingu sett á bekk með þessum óhugnanlegu morðingjum.Við sem höfum unnið að þessari kosningabaráttu með Sveinbjörgu þekkjum hana og hennar kosti og virðum hana mikils fyrir hvað hún hefur verið laus við að svara öfgum og hatursfullum áróðri sem á hana hafa dunið og látið vera að falla í sömu gryfju.Með þessari myndbirtingu hefur ritstjórn Fréttablaðsins opinberað hatur sitt á Sveinbjörgu. Eitt er hvað fréttaflutningur hefur verið beinlínis rangur hjá þessum miðli og hversu hlutdrægur hann hefur verið gegn Framsókn og flugvallarvinum þá ganga þeir of langt með þessari myndbirtingu og ráðast á hana persónulega með því að setja hana á bekk með Ku Klux Klan.Menn vilja að menn haldi sig við málefnin og fari ekki í manninn en með þessari mynd er verið að taka hana af lífi á færi.Ritstjórn Fréttablaðsins á að biðjast afsökunar á þessari myndbirtingu og það strax bæði opinberlega og til hennar persónulega.MBKSvanur GuðmundssonKosningastjóriFramsóknar og flugvallarvina. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir harðlega skopmynd Gunnar Karlssonar í Fréttablaðinu í dag. Hann segir ritstjórn blaðsins hafa með birtingu myndarinnar „opinberað hatur sitt“ á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins.Myndina má sjá hér. Svanur fullyrðir ennfremur í yfirlýsingu sinni að fréttaflutningur 365 miðla hafi verið bæði „rangur“ og „hlutdrægur gegn Framsókn og flugvallarvinum.“Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir það ekki koma til greina að biðjast afsökunar á myndinni. „Við höfum aldrei gefið skopteiknurum okkar nein fyrirmæli um það hvað þeir eiga að teikna og ekki ritskoðað þá. Það hefur aldrei komið mynd sem við höfum ekki séð ástæðu til að birta. Þær hafa verið umdeildar og þær hafa valdið einhverju fjaðrafoki, því auðvitað er háðið beitt í sumum tilvikum. Það er ekkert öðruvísi í þessu tilviki. Þarna er beitt háð á ferðinni, allt partur af opinni umræðu í samfélaginu. Við höfum ekki hugsað okkur að biðjast afsökunar á því eða að beita skopteiknarana okkar neinni ritskoðun.“ Yfirlýsing Svans Guðmundssonar er hér í heild sinni:Til þeirra sem málið varða.Undirritaður vill senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna myndar í Fréttablaðinu í dag undir Spottinu.Í þeirri mynd eru allir frambjóðendur teiknaðir nokkuð glaðir en Sveinbjörg er sett í Ku Klux Klan búning. Með því er einn oddvitinn tekinn út og níddur á mjög óforskammaðan hátt og það á sjálfan kjördag. Þetta er einelti og dónaskapur í sinni grófustu mynd. Ku Klux Klan eru alþekkt samtök öfgamanna sem tóku blökkumenn af lífi með hengingum, barsmíðum og brenndu þá. Sveinbjörg er með þessari myndbirtingu sett á bekk með þessum óhugnanlegu morðingjum.Við sem höfum unnið að þessari kosningabaráttu með Sveinbjörgu þekkjum hana og hennar kosti og virðum hana mikils fyrir hvað hún hefur verið laus við að svara öfgum og hatursfullum áróðri sem á hana hafa dunið og látið vera að falla í sömu gryfju.Með þessari myndbirtingu hefur ritstjórn Fréttablaðsins opinberað hatur sitt á Sveinbjörgu. Eitt er hvað fréttaflutningur hefur verið beinlínis rangur hjá þessum miðli og hversu hlutdrægur hann hefur verið gegn Framsókn og flugvallarvinum þá ganga þeir of langt með þessari myndbirtingu og ráðast á hana persónulega með því að setja hana á bekk með Ku Klux Klan.Menn vilja að menn haldi sig við málefnin og fari ekki í manninn en með þessari mynd er verið að taka hana af lífi á færi.Ritstjórn Fréttablaðsins á að biðjast afsökunar á þessari myndbirtingu og það strax bæði opinberlega og til hennar persónulega.MBKSvanur GuðmundssonKosningastjóriFramsóknar og flugvallarvina.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira