Sölvi Geir: Ætla að vinna sætið mitt aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2014 22:00 Sölvi Geir Ottesen er í góðu formi eftir að spila reglulega í Rússlandi. Vísir/arnþór Sölvi Geir Ottesen, miðvörðurinn öflugi, kom aftur inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í kvöld í jafnteflinu gegn Austurríki í Innsbruck. Honum fannst leikurinn bera þess merki að menn væru búnir að vera í smá fríi eftir að deildarkeppnunum lauk. „Ég var alveg þokkalega ánægður með þetta. Spilamennskan hefur oft verið betri en það eru allir búnir að vera í fríi og það var svona þannig bragur á leiknum. Austurríki er samt mjög sterkt lið og svipað að styrkleika og Tyrkland og Tékkland þannig það var gott að halda í við þá,“ sagði Sölvi í samtali við Vísi eftir leik. „Við sýndum sterkan varnarleik og úrslitin eru góð. Við værum alltaf sáttir við jafntefli við svona lið á útivelli í undankeppni. Taka eitt stig úti og þrjú heima.“ Sölvi missti stöðu sína í landsliðinu í síðustu undankeppni þar sem hann var lítið að spila með sínu félagsliði. Hann skipti frá FCK til Ural í Rússlandi þar sem hann hefur spilað mikið og staðið sig vel.Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, hrósaði Sölva af fyrra bragði í samtali við Vísi eftir leikinn og Víkingurinn var ánægður með eigin spilamennsku. „Ég gat ekkert kvartað í undankeppninni því ég var lítið að spila með mínu félagsliði. En nú er ég að spila reglulega og spila mun betur. Mér fannst ég standa mig mjög vel í kvöld og ég ætla að reyna að vinna sætið mitt aftur í þessu liði,“ sagði Sölvi við Vísi. Sölvi var orðinn mjög þreyttur undir lok leiksins var skipt af velli. Leikurinn var erfiður fyrir varnarmenn íslenska liðsins þar sem það austurríska pressaði stíft, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við vorum að tapa boltanum alltof oft og fá á okkur margar skyndisóknir. Ég var alveg búinn á því í fyrri hálfleik. Við vorum mikið að hlaupa aftur á bak með leikmenn keyrandi á okkur. En við héldum boltanum mun betur í seinni hálfleik og náðum góðum úrslitum sem gefur okkur sjálfstraust,“ sagði Sölvi Geir Ottesen. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimir: Gátum æft það sem við ætluðum Landsliðsþjálfarinn ánægður með seinni hálfleikinn hjá íslenska liðinu. 30. maí 2014 21:27 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen, miðvörðurinn öflugi, kom aftur inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í kvöld í jafnteflinu gegn Austurríki í Innsbruck. Honum fannst leikurinn bera þess merki að menn væru búnir að vera í smá fríi eftir að deildarkeppnunum lauk. „Ég var alveg þokkalega ánægður með þetta. Spilamennskan hefur oft verið betri en það eru allir búnir að vera í fríi og það var svona þannig bragur á leiknum. Austurríki er samt mjög sterkt lið og svipað að styrkleika og Tyrkland og Tékkland þannig það var gott að halda í við þá,“ sagði Sölvi í samtali við Vísi eftir leik. „Við sýndum sterkan varnarleik og úrslitin eru góð. Við værum alltaf sáttir við jafntefli við svona lið á útivelli í undankeppni. Taka eitt stig úti og þrjú heima.“ Sölvi missti stöðu sína í landsliðinu í síðustu undankeppni þar sem hann var lítið að spila með sínu félagsliði. Hann skipti frá FCK til Ural í Rússlandi þar sem hann hefur spilað mikið og staðið sig vel.Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, hrósaði Sölva af fyrra bragði í samtali við Vísi eftir leikinn og Víkingurinn var ánægður með eigin spilamennsku. „Ég gat ekkert kvartað í undankeppninni því ég var lítið að spila með mínu félagsliði. En nú er ég að spila reglulega og spila mun betur. Mér fannst ég standa mig mjög vel í kvöld og ég ætla að reyna að vinna sætið mitt aftur í þessu liði,“ sagði Sölvi við Vísi. Sölvi var orðinn mjög þreyttur undir lok leiksins var skipt af velli. Leikurinn var erfiður fyrir varnarmenn íslenska liðsins þar sem það austurríska pressaði stíft, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við vorum að tapa boltanum alltof oft og fá á okkur margar skyndisóknir. Ég var alveg búinn á því í fyrri hálfleik. Við vorum mikið að hlaupa aftur á bak með leikmenn keyrandi á okkur. En við héldum boltanum mun betur í seinni hálfleik og náðum góðum úrslitum sem gefur okkur sjálfstraust,“ sagði Sölvi Geir Ottesen.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimir: Gátum æft það sem við ætluðum Landsliðsþjálfarinn ánægður með seinni hálfleikinn hjá íslenska liðinu. 30. maí 2014 21:27 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Heimir: Gátum æft það sem við ætluðum Landsliðsþjálfarinn ánægður með seinni hálfleikinn hjá íslenska liðinu. 30. maí 2014 21:27
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09