Sjálfstæðiskonur senda út neyðarkall Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2014 14:35 Valhöll Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hefur sent tölvupóst á alla félagsmenn þar sem sjálfstæðiskonur eru hvattar til að leggja sitt á vogarskálarnar í kosningabaráttunni í dag og morgun.Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum fær Sjálfstæðisflokkurinn þrjá karlmenn kjörna í Reykjavík en enga konu. Áslaug María Friðriksdóttir skipar fjórða sæti listans og eru félagsmenn uggandi yfir því að engin sjálfstæðiskona eigi lengur sæti sitt víst í borgarstjórn. „Baráttan snýst um að ná inn sjálfstæðiskonum í borgarstjórn. Staðreyndin er sú að hvert einasta atkvæði skiptir máli nú sem aldrei fyrr,“ segir í póstinum og eru sjálfstæðiskonur hvattar til að að taka höndum saman og tryggja að allir mæti á kjörstað. Er þeim boðið að nýta sér hringikerfi í Valhöll eða á kosningamiðstöðvum flokksins til að tryggja „konunum þeirra sæti í borgarstjórn.“ Póstinn sem sjálfstæðiskonur í Reykjavík fengu má sjá hér að neðan.Á morgun laugardaginn 31. maí er kosið til borgarstjórnar. Ljóst er að við þurfum nauðsynlega á hverri einustu ykkar að halda í kosningabaráttunni í dag og á morgun.Baráttan snýst um að ná inn sjálfstæðiskonum í borgarstjórn. Staðreyndin er sú að hvert einasta atkvæði skiptir máli nú sem aldrei fyrr. Látum það ekki gerast að engin sjálfstæðiskona verði í borgarstjórn í Reykjavík. Nú þarf að hringja og tala við vini og vandamenn!Öllu máli skiptir að við tökum höndum saman og hringjum í vini og vandamenn og tryggjum að fólkið okkar fari á kjörstað. Þetta er það mikilvægasta sem hver okkar getur lagt að mörkum. Hvert einasta símtal skiptir miklu máli.Tryggjum konunum okkar sæti í borgarstjórn!Hringikerfi er í Valhöll eða á kosningamiðstöðvum flokksins ef þið viljið nýta ykkur það.Allar upplýsingar er að finna á vefnum xdreykjavik.isHvöt félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hefur sent tölvupóst á alla félagsmenn þar sem sjálfstæðiskonur eru hvattar til að leggja sitt á vogarskálarnar í kosningabaráttunni í dag og morgun.Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum fær Sjálfstæðisflokkurinn þrjá karlmenn kjörna í Reykjavík en enga konu. Áslaug María Friðriksdóttir skipar fjórða sæti listans og eru félagsmenn uggandi yfir því að engin sjálfstæðiskona eigi lengur sæti sitt víst í borgarstjórn. „Baráttan snýst um að ná inn sjálfstæðiskonum í borgarstjórn. Staðreyndin er sú að hvert einasta atkvæði skiptir máli nú sem aldrei fyrr,“ segir í póstinum og eru sjálfstæðiskonur hvattar til að að taka höndum saman og tryggja að allir mæti á kjörstað. Er þeim boðið að nýta sér hringikerfi í Valhöll eða á kosningamiðstöðvum flokksins til að tryggja „konunum þeirra sæti í borgarstjórn.“ Póstinn sem sjálfstæðiskonur í Reykjavík fengu má sjá hér að neðan.Á morgun laugardaginn 31. maí er kosið til borgarstjórnar. Ljóst er að við þurfum nauðsynlega á hverri einustu ykkar að halda í kosningabaráttunni í dag og á morgun.Baráttan snýst um að ná inn sjálfstæðiskonum í borgarstjórn. Staðreyndin er sú að hvert einasta atkvæði skiptir máli nú sem aldrei fyrr. Látum það ekki gerast að engin sjálfstæðiskona verði í borgarstjórn í Reykjavík. Nú þarf að hringja og tala við vini og vandamenn!Öllu máli skiptir að við tökum höndum saman og hringjum í vini og vandamenn og tryggjum að fólkið okkar fari á kjörstað. Þetta er það mikilvægasta sem hver okkar getur lagt að mörkum. Hvert einasta símtal skiptir miklu máli.Tryggjum konunum okkar sæti í borgarstjórn!Hringikerfi er í Valhöll eða á kosningamiðstöðvum flokksins ef þið viljið nýta ykkur það.Allar upplýsingar er að finna á vefnum xdreykjavik.isHvöt félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira