Innlent

Segist hafa upplýst aðaldómara málsins um tengsl sín við Ólaf

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og Ólafur Ólafsson.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og Ólafur Ólafsson.
Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum málinu, segir að hann hafi upplýst aðaldómara málsins, Guðjón St. Marteinsson um tengsl sín við Ólaf Ólafsson, einn sakborninga í Al Thani málinu en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Sverrir sagði einnig að hann hafi ekki talið það skyldu sína að upplýsa sérstakan saksóknara um tengslin.

Vísir greindi frá í dag að Sverrir væri bróðir Ólafs Ólafssonar, kaupsýslumanns, sem kenndur er við Samskip.

Ólafur var ákærður af sérstökum saksóknara og síðar dæmdur í Al-Thani málinu. Sérstakur saksóknari hafði ekki upplýsingar um ætterni Sverris og segir að hann hefði hreyft mótmælum hefði það legið fyrir.

Í Aurum-málinu voru Lárus Welding og tveir aðrir fyrrverandi starfsmenn Glitnis, Magnús Arnar Ásgrímsson og Bjarni Jóhanneson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í umboðssvikum vegna láns til félagsins FS38 ehf.

Þá var Jón Ásgeir Jóhannesson sem var hluthafi í Glitni ákærður fyrir hlutdeild í brotum Lárusar Welding og Magnúsar Arnars, en hlutdeild samkvæmt hegningarlögum er liðsinni í orði eða verki, fortölur eða hvatning um að afbrot sé framið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×