Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Karl Lúðvíksson skrifar 4. júní 2014 16:41 Haraldur Eiríksson með stórlax Veiðifélagið Hreggnasi er eitt af þeim stærstu á markaðnum í dag og hafa þeir nokkrar af bestu ám landsins innan sinnan vébanda. Meðal veiðisvæða hjá þeim eru Laxá í Kjós, Grímsá, Laxá í Dölum, Korpa og fleiri en staðan á leyfum hjá þeim er þannig í dag að svo til vonlaust er að komast í sumar árnar. Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa er ánægður með gang mála. "Við erum mjög ánægðir með söluna hjá okkur og staðan er þannig núna að við eigum eina stöng eftir í Kjósinni, kannski nokkrar um miðjan september í einu holli í Grímsá og eitt holl í Laxá í Dölum, annað í þessum ám er bara farið". Einhverjar stengir eru lausar í Korpu í ágúst en það er geysilega skemmtilegur tími í ánni en þá er mest veitt á efri svæðunum sem eru mjög vanmetin en það er mikil áskorun að veiða þar efra því öll aðkoma að ánni verður að vera tekin í hljóðum skrefum. Einhverjar stangir voru lausar í Brynjudalsá í september en áin hefur oft verið í skugganum af Elliðaánum og Korpu þrátt fyrir að veiðin þar sé góð og aðeins er veitt á tvær stangir. "Almennt finnst okkur meiri jákvæðni vera komin í veiðina aftur, við finnum þetta bæði hjá okkur og félagar okkar í veiðibúðunum segja það sama" bætir Haraldur við. Stangveiði Mest lesið Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Hítará komin yfir 60 laxa Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði
Veiðifélagið Hreggnasi er eitt af þeim stærstu á markaðnum í dag og hafa þeir nokkrar af bestu ám landsins innan sinnan vébanda. Meðal veiðisvæða hjá þeim eru Laxá í Kjós, Grímsá, Laxá í Dölum, Korpa og fleiri en staðan á leyfum hjá þeim er þannig í dag að svo til vonlaust er að komast í sumar árnar. Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa er ánægður með gang mála. "Við erum mjög ánægðir með söluna hjá okkur og staðan er þannig núna að við eigum eina stöng eftir í Kjósinni, kannski nokkrar um miðjan september í einu holli í Grímsá og eitt holl í Laxá í Dölum, annað í þessum ám er bara farið". Einhverjar stengir eru lausar í Korpu í ágúst en það er geysilega skemmtilegur tími í ánni en þá er mest veitt á efri svæðunum sem eru mjög vanmetin en það er mikil áskorun að veiða þar efra því öll aðkoma að ánni verður að vera tekin í hljóðum skrefum. Einhverjar stangir voru lausar í Brynjudalsá í september en áin hefur oft verið í skugganum af Elliðaánum og Korpu þrátt fyrir að veiðin þar sé góð og aðeins er veitt á tvær stangir. "Almennt finnst okkur meiri jákvæðni vera komin í veiðina aftur, við finnum þetta bæði hjá okkur og félagar okkar í veiðibúðunum segja það sama" bætir Haraldur við.
Stangveiði Mest lesið Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Hítará komin yfir 60 laxa Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði