„Fari svo, eru kosningarnar ógildar“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2014 18:37 Vísir/Pjetur „Já ég er að skoða þetta í fullri alvöru og hef tíma fram á föstudag,“ segir Björgvin E. Vídalín, formaður Dögunar. Hann hyggst kæra framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík. Á föstudaginn rennur ákærufrestur vegna kosninganna út. Sagt var frá því á Vísi fyrir helgi að Þjóðskrá hefði lögheimilisskráningu Sveinbjargar Birnu Sveinbjarnardóttur, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík, til athugunar. Sveinbjörg er með lögheimili skráð í Reykjavík, en hefur sagst búa í Kópavogi. DV sagði frá því fyrr í dag að Björgvin hefði hug á að kæra framboðið. „Ég ráðfæri mig við ýmsa menn, en það verður af þessu. Í mínum huga er þetta þannig mál að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið,“ segir Björgvin. „Búseta er samkvæmt lögum þar sem búslóð er og þar sem manneskjan dvelur meiri part ársins, auk fleiri atriða.“ „Þó hún hafi afdrep í Reykjavík, er það ekki næg ástæða til að hún sé kjörgeng að mínu mati.“ Eins og áður hefur komið fram hefur Þjóðskrá lögheimilisskráningu Sveinbjargar til athugunar. Mál Sigurbjargar er í hefðbundinni málsmeðferð hjá Þjóðskrá, en að henni lokinni verður ákvörðun tekin um hvort lögheimilisskráning skuli vera óbreytt, eða viðkomandi skuli skráður til lögheimilis annarsstaðar. „Fari svo, þá eru kosningarnar ógildar, að mínu mati. Það væri ekki bara hægt að færa næstu manneskju upp, heldur er kosningin ógild og kjósa þarf upp á nýtt,“ segir Björgvin. Björgvin hefur þó ekki lagt fram kæru enn. „Það er verið að skoða þetta, en það mun verða að þessu.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Sjá meira
„Já ég er að skoða þetta í fullri alvöru og hef tíma fram á föstudag,“ segir Björgvin E. Vídalín, formaður Dögunar. Hann hyggst kæra framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík. Á föstudaginn rennur ákærufrestur vegna kosninganna út. Sagt var frá því á Vísi fyrir helgi að Þjóðskrá hefði lögheimilisskráningu Sveinbjargar Birnu Sveinbjarnardóttur, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík, til athugunar. Sveinbjörg er með lögheimili skráð í Reykjavík, en hefur sagst búa í Kópavogi. DV sagði frá því fyrr í dag að Björgvin hefði hug á að kæra framboðið. „Ég ráðfæri mig við ýmsa menn, en það verður af þessu. Í mínum huga er þetta þannig mál að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið,“ segir Björgvin. „Búseta er samkvæmt lögum þar sem búslóð er og þar sem manneskjan dvelur meiri part ársins, auk fleiri atriða.“ „Þó hún hafi afdrep í Reykjavík, er það ekki næg ástæða til að hún sé kjörgeng að mínu mati.“ Eins og áður hefur komið fram hefur Þjóðskrá lögheimilisskráningu Sveinbjargar til athugunar. Mál Sigurbjargar er í hefðbundinni málsmeðferð hjá Þjóðskrá, en að henni lokinni verður ákvörðun tekin um hvort lögheimilisskráning skuli vera óbreytt, eða viðkomandi skuli skráður til lögheimilis annarsstaðar. „Fari svo, þá eru kosningarnar ógildar, að mínu mati. Það væri ekki bara hægt að færa næstu manneskju upp, heldur er kosningin ógild og kjósa þarf upp á nýtt,“ segir Björgvin. Björgvin hefur þó ekki lagt fram kæru enn. „Það er verið að skoða þetta, en það mun verða að þessu.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Sjá meira