SVFR framlengir í Hítará Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2014 13:48 Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Hítarár skrifuðu undir nýjan samning um leigu á veiðirétti í Hítará á árbakkanum laugardaginn 14. júní. Hítará verður því áfram hjá SVFR næstu árin. Hítará hefur verið einstaklega vinsæl meðal félagsmanna SVFR enda frábær laxveiðiá og veiðihúsið Lundur sem Jóhannes á Borg reisti einstakt og heillandi. Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár og Árni Friðleifsson, formaður SVFR, skrifuðu undir samninginn fyrir hönd félaganna. Árni segir það einstaklega ánægjulegt að farsælt samstarf félaganna haldi áfram og að félagsmenn SVFR geti veitt í Hítará næstu árin. Áin sé fjölbreytt og skemmtileg og aðgengi að veiðistöðum gott. Veiðimenn sem taka fyrstu köstin í Hítará þetta árið geta því farið að hlakka til en árnefnd SVFR við Hítará hefur unnið að því hörðum höndum undanfarið að gera veiðisvæðið klárt fyrir sumarið. Í Hítará hafa veiðimenn getað eldað sjálfir í upphafi veiðitíma og á haustin en þar á milli er matreiðslumeistari á staðnum sem töfrar fram kræsingar fyrir veiðimenn á milli þess sem laxar eru dregnir á land. Þetta fyrirkomulag hefur notið mikilla vinsælda. Sumarið 2013 veiddust um 1150 laxar í Hítará og Grjótá og Tálma sem eru hliðarár Hítarár. Vonir veiðimanna standa til þess að veiðisumarið 2014 verði jafnframt gott. Stangveiði Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Ytri-Rangá: Veiði eykst með lokun laxastiga Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Hítarár skrifuðu undir nýjan samning um leigu á veiðirétti í Hítará á árbakkanum laugardaginn 14. júní. Hítará verður því áfram hjá SVFR næstu árin. Hítará hefur verið einstaklega vinsæl meðal félagsmanna SVFR enda frábær laxveiðiá og veiðihúsið Lundur sem Jóhannes á Borg reisti einstakt og heillandi. Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár og Árni Friðleifsson, formaður SVFR, skrifuðu undir samninginn fyrir hönd félaganna. Árni segir það einstaklega ánægjulegt að farsælt samstarf félaganna haldi áfram og að félagsmenn SVFR geti veitt í Hítará næstu árin. Áin sé fjölbreytt og skemmtileg og aðgengi að veiðistöðum gott. Veiðimenn sem taka fyrstu köstin í Hítará þetta árið geta því farið að hlakka til en árnefnd SVFR við Hítará hefur unnið að því hörðum höndum undanfarið að gera veiðisvæðið klárt fyrir sumarið. Í Hítará hafa veiðimenn getað eldað sjálfir í upphafi veiðitíma og á haustin en þar á milli er matreiðslumeistari á staðnum sem töfrar fram kræsingar fyrir veiðimenn á milli þess sem laxar eru dregnir á land. Þetta fyrirkomulag hefur notið mikilla vinsælda. Sumarið 2013 veiddust um 1150 laxar í Hítará og Grjótá og Tálma sem eru hliðarár Hítarár. Vonir veiðimanna standa til þess að veiðisumarið 2014 verði jafnframt gott.
Stangveiði Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Ytri-Rangá: Veiði eykst með lokun laxastiga Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði