Upphitun fyrir UFC 174: Seinni hluti Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. júní 2014 14:00 Johnson (til vinstri) og Bagautinov berjast um titilinn í nótt. Vísir/Getty Í kvöld fer UFC 174 fram í Vancouver í Kanada. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Ali Bagautinov í titilbardaga í fluguvigtinni. Fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin kl 2. Í þessum seinni hluta upphitunarinnar kíkjum við á tvo síðustu bardaga kvöldsins. Demetrious Johnson (19-2-1) gegn Ali Bagautinov (13-2-0) - titilbardagi í fluguvigt (57 kg) Meistarinn Demetrious Johnson hefur stimplað sig inn sem einn sá allra besti í heiminum, pund fyrir pund, og virðist stöðugt vera að bæta sig. Margir meistarar staðna og verða varkárari þegar á toppinn er komið en Johnson er búinn að klára síðustu tvo bardaga sína og sýnt miklar framfarir. Það gerir hann að einum allra besta bardagamanni heims og er hreint út sagt frábær á öllum vígstöðum bardagans.3 atriði til að hafa í hugaEinn sá besti í að flétta högg og fellur samanEr með ótrúlega góða fótavinnuEr sennilega hraðasti bardagamaðurinn í UFC Ali Bagautinov kemur frá hinu magnaða bardagahéraði Dagestan í Rússlandi en býr og æfir í Bandaríkjunum. Eins og svo margir bardagamenn frá Austur-Evrópu er hann með bakgrunn í sambó og er með langa afreksskrá frá hinum ýmsu glímumótum í Rússlandi. Hann þótti framúrskarandi glímumaður í heimalandinu en eftir að faðir hans féll frá þurfti hann að hætta að glíma og einbeita sér að því að vinna og sjá þannig fyrir stórfjölskyldunni. Nokkrum árum seinna byrjaði hann í MMA og er nú kominn alla leið í titilbardaga í UFC.3 atriði til að hafa í hugaÆtti að nota lágspörk til að reyna að hægja á meistaranum hraðaEr með hættulega beina hægri og upphöggHefur sýnt þreytumerki þegar líður á bardagann á meðan Johnson gefur í þegar líða tekur á bardagannTyron Woodley (13-2-0) gegn Rory MacDonald (16-2-0) - veltivigt (77 kg) Þessi bardagi er gríðarlega mikilvægur í veltivigtinni þar sem hér mætast tveir bardagamenn sem eru nr. 2 og 3 á styrkleikalista UFC í þyngdarflokkinum. Tyron Woodley er frábær glímumaður en hefur einnig sýnt gríðarlegan höggþunga. Hann er fyrrum Strikeforce meistarinn og virðist vera að toppa núna. Eftir sannfærandi sigra á Jay Hieron (rothögg), Josh Koscheck (rothögg) og Carlos Condit (tæknilegt rothögg) er hann sennilega einum sigri frá titilbardaga.3 atriði til að hafa í hugaHlaut tvisvar „All-American“ nafnbótina (á topp 8 á landsvísu) í bandarísku háskólaglímunniÞarf að flétta högg og fellur vel saman gegn MacDonaldMeð mjög þunga beina hægriRory MacDonald æfir hjá Tristar í Kanada og var lengi vel einn af aðal æfingafélögum fyrrum veltivigtarkóngsins Georges St. Pierre. Honum hefur lengi verið spáð miklum frama í íþróttinni en hann hefur barist sem atvinnumaður frá 16 ára aldri. Hann kemur alltaf til leiks með góða leikáætlun og verður gaman að sjá hvernig hann ætlar að sigra höggþunga glímumanninn Woodley.3 atriði til að hafa í hugaEr með mjög góða stunguÁ það til að dala mikið í 3. lotuÁ erfiðleikum með andstæðinga sem pressa hann stíftVísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Upphitun fyrir UFC 174: Fyrri hluti Á laugardagskvöldið fer UFC 174 fram í Vancouver í Kanada. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Ali Bagautinov í titilbardaga í fluguvigtinni en fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 13. júní 2014 14:15 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Sjá meira
Í kvöld fer UFC 174 fram í Vancouver í Kanada. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Ali Bagautinov í titilbardaga í fluguvigtinni. Fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin kl 2. Í þessum seinni hluta upphitunarinnar kíkjum við á tvo síðustu bardaga kvöldsins. Demetrious Johnson (19-2-1) gegn Ali Bagautinov (13-2-0) - titilbardagi í fluguvigt (57 kg) Meistarinn Demetrious Johnson hefur stimplað sig inn sem einn sá allra besti í heiminum, pund fyrir pund, og virðist stöðugt vera að bæta sig. Margir meistarar staðna og verða varkárari þegar á toppinn er komið en Johnson er búinn að klára síðustu tvo bardaga sína og sýnt miklar framfarir. Það gerir hann að einum allra besta bardagamanni heims og er hreint út sagt frábær á öllum vígstöðum bardagans.3 atriði til að hafa í hugaEinn sá besti í að flétta högg og fellur samanEr með ótrúlega góða fótavinnuEr sennilega hraðasti bardagamaðurinn í UFC Ali Bagautinov kemur frá hinu magnaða bardagahéraði Dagestan í Rússlandi en býr og æfir í Bandaríkjunum. Eins og svo margir bardagamenn frá Austur-Evrópu er hann með bakgrunn í sambó og er með langa afreksskrá frá hinum ýmsu glímumótum í Rússlandi. Hann þótti framúrskarandi glímumaður í heimalandinu en eftir að faðir hans féll frá þurfti hann að hætta að glíma og einbeita sér að því að vinna og sjá þannig fyrir stórfjölskyldunni. Nokkrum árum seinna byrjaði hann í MMA og er nú kominn alla leið í titilbardaga í UFC.3 atriði til að hafa í hugaÆtti að nota lágspörk til að reyna að hægja á meistaranum hraðaEr með hættulega beina hægri og upphöggHefur sýnt þreytumerki þegar líður á bardagann á meðan Johnson gefur í þegar líða tekur á bardagannTyron Woodley (13-2-0) gegn Rory MacDonald (16-2-0) - veltivigt (77 kg) Þessi bardagi er gríðarlega mikilvægur í veltivigtinni þar sem hér mætast tveir bardagamenn sem eru nr. 2 og 3 á styrkleikalista UFC í þyngdarflokkinum. Tyron Woodley er frábær glímumaður en hefur einnig sýnt gríðarlegan höggþunga. Hann er fyrrum Strikeforce meistarinn og virðist vera að toppa núna. Eftir sannfærandi sigra á Jay Hieron (rothögg), Josh Koscheck (rothögg) og Carlos Condit (tæknilegt rothögg) er hann sennilega einum sigri frá titilbardaga.3 atriði til að hafa í hugaHlaut tvisvar „All-American“ nafnbótina (á topp 8 á landsvísu) í bandarísku háskólaglímunniÞarf að flétta högg og fellur vel saman gegn MacDonaldMeð mjög þunga beina hægriRory MacDonald æfir hjá Tristar í Kanada og var lengi vel einn af aðal æfingafélögum fyrrum veltivigtarkóngsins Georges St. Pierre. Honum hefur lengi verið spáð miklum frama í íþróttinni en hann hefur barist sem atvinnumaður frá 16 ára aldri. Hann kemur alltaf til leiks með góða leikáætlun og verður gaman að sjá hvernig hann ætlar að sigra höggþunga glímumanninn Woodley.3 atriði til að hafa í hugaEr með mjög góða stunguÁ það til að dala mikið í 3. lotuÁ erfiðleikum með andstæðinga sem pressa hann stíftVísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Upphitun fyrir UFC 174: Fyrri hluti Á laugardagskvöldið fer UFC 174 fram í Vancouver í Kanada. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Ali Bagautinov í titilbardaga í fluguvigtinni en fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 13. júní 2014 14:15 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Sjá meira
Upphitun fyrir UFC 174: Fyrri hluti Á laugardagskvöldið fer UFC 174 fram í Vancouver í Kanada. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Ali Bagautinov í titilbardaga í fluguvigtinni en fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 13. júní 2014 14:15