Martin Kaymer áfram með yfirburði á US Open 14. júní 2014 01:09 Martin Kaymer nýtur þess að vera efstur á skortöflunni. AP/Getty Það er óhætt að fullyrða að Þjóðverjinn Martin Kaymer sé búinn að vera í sérflokki hingað til á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer á Pinehurst velli nr.2 en hann hefur leikið fyrstu tvo hringina á 10 höggum undir pari. Það er hreint út sagt ótrúlegt skor miðað við hvað Pinehurst völlurinn hefur reynst bestu kylfingum heims erfiður fyrstu tvo dagana en í öðru sæti, heilum sex höggum á eftir Kaymer kemur Bandaríkjamaðurinn Brendon Todd á fjórum höggum undir pari. Í þriðja sæti á þremur höggum undir pari eru þeir Kevin Na og Brandt Snedeker en Keegan Bradley, Henrik Stenson, Brendon De Jong og Dustin Johson koma jafnir í fimmta sæti á tveimur undir. Það virðist fátt geta stoppað Kaymer sem steig ekki feilspor á hringnum í dag, fékk 13 pör, fimm fugla og lék á 65 höggum eða fimm undir pari. Hann hefur verið í mjög góðu formi að undanförnu og sigraði meðal annars á Players meistaramótinu í síðasta mánuði. Rory McIlroy lék ágætlega í dag, á 68 höggum eða tveimur undir pari en þegar að mótið er hálfnað er hann jafn í tíunda sæti ásamt Matt Kuchar, Chris Kirk og Jordan Spieth á einu höggi undir pari.Mickelson nánast úr leik Eina risamótið sem Phil Mickelson á eftir að sigra er US Open en það eru ekki miklar líkur á því að það gerist í ár. Mickelson er á þremur höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina og þrátt fyrir að hafa náð niðurskurðinum þarf hann á kraftaverki að halda til að vera meðal efstu manna þegar að mótinu líkur. Þá eru einnig litlar líkur á því að Webb Simpson kræki í titilinn á ný en þessi 28 ára kylfingur sigraði US Open árið 2012. Hann er líkt og Mickelson á þremur höggum yfir pari.Nokkur þekkt nöfn náðu ekki niðurskurðinum Masters meistarinn Bubba Watson fann sig alls ekki á US Open þetta árið en hann lék á 76 höggum í gær, 70 höggum í dag og endaði mótið á sex höggum yfir pari. Hann náði því ekki niðurskurðinum sem miðaðist við fimm högg yfir pari. Fleiri þekktir kylfingar heltust úr lestinni í dag en þar má helst nefna PGA-meistarann Jason Dufner, Spánverjann vinsæla Miguel Angel Jimenez og Englendinginn Lee Westwood.Öskubuskuævintýri Fran Quinn Á US Open eru oft óþekktir kylfingar sem ná að fanga hug og hjörtu áhorfenda en Bandaríkjamaðurinn Fran Quinn er í því hlutverki þetta árið. Quinn er 49 ára gamall en hann hefur verið atvinnumaður síðan árið 1988 og verið meðlimur á alls konar atvinnumótaröðum síðan þá. Hann hefur undanfarið spilað á Web.com mótaröðinni og þurfti að komast í gegn um tvö úrtökumót til þess að tryggja sér þátttökurétt á US Open í ár en sonur hans er kylfuberi hjá honum. Quinn hefur í gegn um árin átt mjög misjöfnu gengi að fagna og oft ekki haft neina mótaröð til að leika á en hann er jafn í 27. sæti eins og er eftir að hafa verið meðal efstu manna um tíma á fyrsta hring í gær. Áhugavert verður að sjá hvernig honum reiðir af um helgina en með góðri frammistöðu gæti hann tryggt sér þátttökurétt á komandi mótum á PGA-mótaröðinni. US Open heldur áfram á morgun en bein útsending frá þriðja hring hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00. Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða að Þjóðverjinn Martin Kaymer sé búinn að vera í sérflokki hingað til á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer á Pinehurst velli nr.2 en hann hefur leikið fyrstu tvo hringina á 10 höggum undir pari. Það er hreint út sagt ótrúlegt skor miðað við hvað Pinehurst völlurinn hefur reynst bestu kylfingum heims erfiður fyrstu tvo dagana en í öðru sæti, heilum sex höggum á eftir Kaymer kemur Bandaríkjamaðurinn Brendon Todd á fjórum höggum undir pari. Í þriðja sæti á þremur höggum undir pari eru þeir Kevin Na og Brandt Snedeker en Keegan Bradley, Henrik Stenson, Brendon De Jong og Dustin Johson koma jafnir í fimmta sæti á tveimur undir. Það virðist fátt geta stoppað Kaymer sem steig ekki feilspor á hringnum í dag, fékk 13 pör, fimm fugla og lék á 65 höggum eða fimm undir pari. Hann hefur verið í mjög góðu formi að undanförnu og sigraði meðal annars á Players meistaramótinu í síðasta mánuði. Rory McIlroy lék ágætlega í dag, á 68 höggum eða tveimur undir pari en þegar að mótið er hálfnað er hann jafn í tíunda sæti ásamt Matt Kuchar, Chris Kirk og Jordan Spieth á einu höggi undir pari.Mickelson nánast úr leik Eina risamótið sem Phil Mickelson á eftir að sigra er US Open en það eru ekki miklar líkur á því að það gerist í ár. Mickelson er á þremur höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina og þrátt fyrir að hafa náð niðurskurðinum þarf hann á kraftaverki að halda til að vera meðal efstu manna þegar að mótinu líkur. Þá eru einnig litlar líkur á því að Webb Simpson kræki í titilinn á ný en þessi 28 ára kylfingur sigraði US Open árið 2012. Hann er líkt og Mickelson á þremur höggum yfir pari.Nokkur þekkt nöfn náðu ekki niðurskurðinum Masters meistarinn Bubba Watson fann sig alls ekki á US Open þetta árið en hann lék á 76 höggum í gær, 70 höggum í dag og endaði mótið á sex höggum yfir pari. Hann náði því ekki niðurskurðinum sem miðaðist við fimm högg yfir pari. Fleiri þekktir kylfingar heltust úr lestinni í dag en þar má helst nefna PGA-meistarann Jason Dufner, Spánverjann vinsæla Miguel Angel Jimenez og Englendinginn Lee Westwood.Öskubuskuævintýri Fran Quinn Á US Open eru oft óþekktir kylfingar sem ná að fanga hug og hjörtu áhorfenda en Bandaríkjamaðurinn Fran Quinn er í því hlutverki þetta árið. Quinn er 49 ára gamall en hann hefur verið atvinnumaður síðan árið 1988 og verið meðlimur á alls konar atvinnumótaröðum síðan þá. Hann hefur undanfarið spilað á Web.com mótaröðinni og þurfti að komast í gegn um tvö úrtökumót til þess að tryggja sér þátttökurétt á US Open í ár en sonur hans er kylfuberi hjá honum. Quinn hefur í gegn um árin átt mjög misjöfnu gengi að fagna og oft ekki haft neina mótaröð til að leika á en hann er jafn í 27. sæti eins og er eftir að hafa verið meðal efstu manna um tíma á fyrsta hring í gær. Áhugavert verður að sjá hvernig honum reiðir af um helgina en með góðri frammistöðu gæti hann tryggt sér þátttökurétt á komandi mótum á PGA-mótaröðinni. US Open heldur áfram á morgun en bein útsending frá þriðja hring hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00.
Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira