Leitað verður eftir frumkvæði og þátttöku bæjarbúa Stefán Árni Pálsson skrifar 11. júní 2014 09:02 Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, og Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hafa gert með sér samkomulag um meirihlutamyndun í bæjarstjórn. Samstarfið er byggt á málefnasamningi sem kynntur verður nánar á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar 18. júní næstkomandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnafjarðarbæ. Guðlaug Kristjánsdóttir verður, forseti bæjarstjórnar, og Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs. Fram kemur í tilkynningunni að helstu markmið og verkefni verða eftirfarandi:Hafnarfjörður- horfir móti sólBæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar munu kappkosta að því að vinna að gerð langtímastefnu um framtíð bæjarins á kjörtímabilinu og að leitað verði eftir frumkvæði og þátttöku bæjarbúa og samstöðu innan bæjarstjórnar.Vönduð og skilvirk stjórnsýsla sem nýtir sér nýjustu þekkingu og tækni er forsenda fyrir velgengni bæjarins. Lögð er áhersla á ábyrga og trausta fjármálastjórnun með skýr og mælanleg langtímamarkmið.Mikilvægt er að hafa samráð við notendur þegar þjónusta er mótuð og styðja frumkvæði og áhuga bæjarbúa, félagasamtaka og grasrótarhreyfinga í hvers kyns samfélagsverkefnum sem stuðla að bættum hag og góðri líðan bæjarbúa í virku samfélagi.Umhverfisvitund, mannréttindi, lýðræði og lýðheilsa verður í forgrunni í allri stefnumótun á kjörtímabilinu og hugað að samþættingu þvert á málaflokka.Aðgengi fólks að þjónustu og upplýsingum þarf að vera tryggt, hvort sem horft er til sérþarfa svo sem vegna fötlunar, uppruna eða aldurs. Hafnarfjörður er fjölskylduvænn bær – sem horfir björtum augum til framtíðar.Fyrstu verkefni nýrrar bæjarstjórnar:• Ráðning bæjarstjóra með reynslu af rekstri og stjórnun.• Óháð úttekt á fjárhagsstöðu bæjarins.• Hefja verkefni um atvinnuþróun og markaðssetningu með áherslu á miðbæinn.• Greina kosti á staðsetningu hjúkrunarheimilis.• Endurskoðun frístundastyrkja barna og frístundaaksturs.• Leita leiða til að hefja aftur starfsemi í St. Jósefsspítala í samstarfi við hagsmunaaðila.• Haldið verði áfram verkefninu um plastpokalausan bæ.• Hraða tækjavæðingu og lagfæringu á aðbúnaði í skólum.• Hreinsun og fegrun atvinnusvæða.• Rekstur félagslega húsnæðiskerfisins endurskoðaður með fjölgun íbúða að markmiði.• Mótun heildstæðrar heilsustefnu bæjarins.• Bókhald bæjarins opnað.• Úttekt og þarfagreining á húsnæði íþróttamannvirkja bæjarins m.t.t. nýtingar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hafa gert með sér samkomulag um meirihlutamyndun í bæjarstjórn. Samstarfið er byggt á málefnasamningi sem kynntur verður nánar á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar 18. júní næstkomandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnafjarðarbæ. Guðlaug Kristjánsdóttir verður, forseti bæjarstjórnar, og Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs. Fram kemur í tilkynningunni að helstu markmið og verkefni verða eftirfarandi:Hafnarfjörður- horfir móti sólBæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar munu kappkosta að því að vinna að gerð langtímastefnu um framtíð bæjarins á kjörtímabilinu og að leitað verði eftir frumkvæði og þátttöku bæjarbúa og samstöðu innan bæjarstjórnar.Vönduð og skilvirk stjórnsýsla sem nýtir sér nýjustu þekkingu og tækni er forsenda fyrir velgengni bæjarins. Lögð er áhersla á ábyrga og trausta fjármálastjórnun með skýr og mælanleg langtímamarkmið.Mikilvægt er að hafa samráð við notendur þegar þjónusta er mótuð og styðja frumkvæði og áhuga bæjarbúa, félagasamtaka og grasrótarhreyfinga í hvers kyns samfélagsverkefnum sem stuðla að bættum hag og góðri líðan bæjarbúa í virku samfélagi.Umhverfisvitund, mannréttindi, lýðræði og lýðheilsa verður í forgrunni í allri stefnumótun á kjörtímabilinu og hugað að samþættingu þvert á málaflokka.Aðgengi fólks að þjónustu og upplýsingum þarf að vera tryggt, hvort sem horft er til sérþarfa svo sem vegna fötlunar, uppruna eða aldurs. Hafnarfjörður er fjölskylduvænn bær – sem horfir björtum augum til framtíðar.Fyrstu verkefni nýrrar bæjarstjórnar:• Ráðning bæjarstjóra með reynslu af rekstri og stjórnun.• Óháð úttekt á fjárhagsstöðu bæjarins.• Hefja verkefni um atvinnuþróun og markaðssetningu með áherslu á miðbæinn.• Greina kosti á staðsetningu hjúkrunarheimilis.• Endurskoðun frístundastyrkja barna og frístundaaksturs.• Leita leiða til að hefja aftur starfsemi í St. Jósefsspítala í samstarfi við hagsmunaaðila.• Haldið verði áfram verkefninu um plastpokalausan bæ.• Hraða tækjavæðingu og lagfæringu á aðbúnaði í skólum.• Hreinsun og fegrun atvinnusvæða.• Rekstur félagslega húsnæðiskerfisins endurskoðaður með fjölgun íbúða að markmiði.• Mótun heildstæðrar heilsustefnu bæjarins.• Bókhald bæjarins opnað.• Úttekt og þarfagreining á húsnæði íþróttamannvirkja bæjarins m.t.t. nýtingar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira