Enski boltinn

Gylfi Þór orðaður við Napoli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Ítalskir fjölmiðlar segja að forráðamenn ítalska úrvalsdeildarfélagsins Napoli hafi augastað á Gylfa Þór Sigurðssyni.

Gylfi Þór var fyrr í vikunni orðaður við Swansea, sem hann lék með árið 2012, en að forráðamenn liðsins hafi fengið þau skilaboð frá Tottenham að hann væri ekki falur fyrir minna en tíu milljónir punda.

Vefmiðillinn Calciomercato.it hefur greint frá áhuga Napoli á Gylfa Þór og segir að félagið vilji fá hann ef Marek Hamsik fer frá félaginu. Sá síðarnefndi hefur að undanförnu verið orðaður við nokkur stórlið í Evrópu, svo sem Manchester United.

Gylfi kom þó sjálfur í viðtal í Ísland í bítið í Bylgjunni í vikunni og sagðist lítið hlusta á þær sögusagnir sem væru á kreiki um sig þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×