Úlfar: Mikilvægari hlutir framundan hjá Kristjáni Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2014 14:15 Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari. Vísir/Daníel Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, segist ekkert hafa á móti Kristjáni Þór Einarssyni, kylfingi úr GKJ, sem vandaði landsliðsþjálfaranum ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi fyrr í dag. Kristján furðar sig á landsliðsvalinu fyrir Evrópumótið í byrjun næsta mánaðar. Hann segir Úlfar hafa eitthvað persónulegt á móti sér og hann fái ekki tækifæri með landsliðinu á meðan hann er við stjórnvölinn. „Ég hef alls ekkert á móti honum. Þvert á móti hef ég mikið á lit á honum sem golfara og finnst hann hörkukylfingur. Ég hef heldur alls ekkert á móti honum sem persónu. Það er bara alrangt og leiðinlegur misskilningur,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Kristján Þór er annar á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar en sá efsti, Ragnar Már Garðarsson er sjálfvalinn. Næstu fjórir menn í liðið eru svo þeir fjórir sem eru fyrir neðan Kristján á stigalistanum. „Við erum með framtíðarpælingar í huga og þetta er það lið sem ég veðja á. Þetta eru þeir einstaklingar sem ég tel vera besta í þetta lið,“ segir Úlfar. Kristján Þór ásakaði Úlfar einnig um að velja sig ekki því hann væri að eignast annað barn og væri í raun búinn að ákveða að hann væri ekki með hugann við golfið. „Það er algjörlega í hans höndum hversu langt hann ætlar í íþróttinni. Barnseignir þurfa ekki að vera fyrirstaða. Ég taldi þetta bara ekki rétta tímapunktinn fyrir hann að vera í liðinu. Það er ýmislegt annað framundan hjá honum sem er mikilvægara hjá honum,“ segir Úlfar Jónsson. Golf Tengdar fréttir Kristján Þór: Úlfar hefur eitthvað á móti mér Kristján Þór Einarsson er ósáttur við að vera ekki valinn í landsliðið í golfi. 20. júní 2014 13:18 Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, segist ekkert hafa á móti Kristjáni Þór Einarssyni, kylfingi úr GKJ, sem vandaði landsliðsþjálfaranum ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi fyrr í dag. Kristján furðar sig á landsliðsvalinu fyrir Evrópumótið í byrjun næsta mánaðar. Hann segir Úlfar hafa eitthvað persónulegt á móti sér og hann fái ekki tækifæri með landsliðinu á meðan hann er við stjórnvölinn. „Ég hef alls ekkert á móti honum. Þvert á móti hef ég mikið á lit á honum sem golfara og finnst hann hörkukylfingur. Ég hef heldur alls ekkert á móti honum sem persónu. Það er bara alrangt og leiðinlegur misskilningur,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Kristján Þór er annar á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar en sá efsti, Ragnar Már Garðarsson er sjálfvalinn. Næstu fjórir menn í liðið eru svo þeir fjórir sem eru fyrir neðan Kristján á stigalistanum. „Við erum með framtíðarpælingar í huga og þetta er það lið sem ég veðja á. Þetta eru þeir einstaklingar sem ég tel vera besta í þetta lið,“ segir Úlfar. Kristján Þór ásakaði Úlfar einnig um að velja sig ekki því hann væri að eignast annað barn og væri í raun búinn að ákveða að hann væri ekki með hugann við golfið. „Það er algjörlega í hans höndum hversu langt hann ætlar í íþróttinni. Barnseignir þurfa ekki að vera fyrirstaða. Ég taldi þetta bara ekki rétta tímapunktinn fyrir hann að vera í liðinu. Það er ýmislegt annað framundan hjá honum sem er mikilvægara hjá honum,“ segir Úlfar Jónsson.
Golf Tengdar fréttir Kristján Þór: Úlfar hefur eitthvað á móti mér Kristján Þór Einarsson er ósáttur við að vera ekki valinn í landsliðið í golfi. 20. júní 2014 13:18 Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Kristján Þór: Úlfar hefur eitthvað á móti mér Kristján Þór Einarsson er ósáttur við að vera ekki valinn í landsliðið í golfi. 20. júní 2014 13:18
Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28