Chris Weidman (11-0) gegn Lyoto Machida (21-4) - titilbardagi í millivigt (84 kg)
Chris Weidman hefur titil að verja gegn Lyoto Machida í aðalbardaga kvöldsins. Eftir að hafa sigrað eina mestu goðsögn í MMA, Anderson Silva, tvisvar með óvenjulegum hætti eru enn einhverjir ekki sannfærðir um að Weidman sé verðugur meistari. Hann fær nú tækifæri til að sýna og sanna að hann sé verðugur meistari.
3 atriði til að hafa í huga
- Frábær glímumaður og hefur aldrei verið tekinn niður í MMA
- Æfir hjá Matt Serra og Ray Longo en Serra er fyrrum veltivigtarmeistari UFC
- Fyrsti maðurinn í 7 ár til að sigra Anderson Silva
3 atriði til að hafa í huga
- Fær sjaldan högg á sig
- Með 83% felluvörn í UFC
- Treystir á gagnhöggin sín og brellur
Ronda Rousey er ein skærasta stjarnan í UFC í dag og verður þetta fjórða titilvörn hennar í UFC. Hún hlaut bronsverðlaun í júdó á Ólympíuleikunum árið 2008 og er júdó hennar í heimsklassa. Hún hefur bætt boxið sitt mikið á undanförnu en hún sigraði fyrstu átta bardaga sína eftir „armbar“.
3 atriði til að hafa í huga
- Er Hollywood ferill Rousey að trufla bardagaferilinn?
- Sigraði Sara McMann síðast eftir tæknilegt rothögg, hennar fyrsta á ferlinum
- Hefur sigrað alla bardaga sína nema 1 í 1. lotu
3 atriði til að hafa í huga
- Er ekki með góða felluvörn
- Hefur sigrað 7 bardaga eftir uppgjafartök
- Hefur barist sem atvinnumaður frá 2007