Umfjöllun og viðtal: Fram - Kalju Nõmme 0-1 | Erfitt verkefni hjá Fram Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvelli skrifar 3. júlí 2014 18:53 Vísir/Daníel Framarar töpuðu fyrir Kalju Nömme í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri þeirra eistnesku. Eina mark leiksins kom eftir klukkustund leik og var þar að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi að finna taktinn. Leikmenn Kalju voru samt sem áður sterkari í upphafi leiksins og það virtist vera ákveðin skrekkur í Frömurum. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru Framarar að vera ákveðnari og unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Hvorugt liðið náði samt sem áður að koma boltanum í netið og var því staðan 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétta eins og sá fyrri heldur rólega en gestirnir alltaf einu skrefi á undan. Þegar stundarfjórðungur var liðin af hálfleiknum náðu Eistarnir að komast yfir. Þar var að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið eftir virkilega misheppnað úthlaup frá Ögmundi Kristinssyni. Markvörðurinn kýldi boltann í raun beint á kollinn á Fábio sem stýrði knettinum laglega í netið. Framarar reyndu hvað þeir gátu næstu mínútur og þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum átti Viktor Bjarki Arnarson frábæran sprett upp völlinn. Hann prjónaði sig í gegnum alla vörn Kalju, átti aðeins eftir að leggja boltann framhjá markverði Kalju en boltinn fór hátt yfir. Skelfileg afgreiðsla hjá reynsluboltanum. Framarar náðu ekki að skapa sér fleiri færi í kvöld og lauk leiknum með 1-0 sigri Kalju. Liðin mætast án eftir viku ytra. Bjarni: Erum bara nokkuð bjartsýnir fyrir síðari leikinnMynd/Frammyndir.123.is„Ég er mjög ánægður með liðið, þeir fá ekkert færi sem ég man eftir, nema þegar við klúðrum örlítið í þessu marki sem þeir skora,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við fáum nokkur tækifæri til að skora í þessum leik og því eigum við alveg að geta farið með hausinn uppi í leikinn úti.“ Bjarni segir að aðstæður séu svipaðar úti hjá Eistunum og lítill útivöllur sem býður þeirra. „Við eigum góðan séns gegn þessu liði og förum mjög bjartsýnir út í síðari leikinn.“ Mynd/Frammyndir.123.is Evrópudeild UEFA Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Framarar töpuðu fyrir Kalju Nömme í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri þeirra eistnesku. Eina mark leiksins kom eftir klukkustund leik og var þar að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi að finna taktinn. Leikmenn Kalju voru samt sem áður sterkari í upphafi leiksins og það virtist vera ákveðin skrekkur í Frömurum. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru Framarar að vera ákveðnari og unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Hvorugt liðið náði samt sem áður að koma boltanum í netið og var því staðan 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétta eins og sá fyrri heldur rólega en gestirnir alltaf einu skrefi á undan. Þegar stundarfjórðungur var liðin af hálfleiknum náðu Eistarnir að komast yfir. Þar var að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið eftir virkilega misheppnað úthlaup frá Ögmundi Kristinssyni. Markvörðurinn kýldi boltann í raun beint á kollinn á Fábio sem stýrði knettinum laglega í netið. Framarar reyndu hvað þeir gátu næstu mínútur og þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum átti Viktor Bjarki Arnarson frábæran sprett upp völlinn. Hann prjónaði sig í gegnum alla vörn Kalju, átti aðeins eftir að leggja boltann framhjá markverði Kalju en boltinn fór hátt yfir. Skelfileg afgreiðsla hjá reynsluboltanum. Framarar náðu ekki að skapa sér fleiri færi í kvöld og lauk leiknum með 1-0 sigri Kalju. Liðin mætast án eftir viku ytra. Bjarni: Erum bara nokkuð bjartsýnir fyrir síðari leikinnMynd/Frammyndir.123.is„Ég er mjög ánægður með liðið, þeir fá ekkert færi sem ég man eftir, nema þegar við klúðrum örlítið í þessu marki sem þeir skora,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við fáum nokkur tækifæri til að skora í þessum leik og því eigum við alveg að geta farið með hausinn uppi í leikinn úti.“ Bjarni segir að aðstæður séu svipaðar úti hjá Eistunum og lítill útivöllur sem býður þeirra. „Við eigum góðan séns gegn þessu liði og förum mjög bjartsýnir út í síðari leikinn.“ Mynd/Frammyndir.123.is
Evrópudeild UEFA Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti