Baltasar Kormákur vill veðreiðar á Landsmót hestamanna Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. júlí 2014 16:07 Baltasar vill fá veðreiðar á Landsmót hestamanna. „Ég myndi vilja fá veðreiðar inn aftur. Ég er alveg sannfærður um að það sé hægt að hafa skemmtilegar veðreiðar sem að eru styrktarmálefni, eða eitthvað slíkt, þannig að það sé ekki beint svona „hardcore“ peningalykt af því,“ segir Baltasar Kormákur leikstjóri um Landsmót hestamanna. Baltasar lýsti þessari skoðun sinni í þættinum Upphitun fyrir landsmót, á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Í þættinum lýsir hann þessari skoðun sinni nánar: „Það vantar eitthvað svona „kick“ sem að fólk fær út úr slíku.“ Baltasar var einnig spurður um stökk og hvort ætti að taka það aftur upp á dagskrá landsmótsins. „Allir skilja stökk. [...] Og það skilja allir hver kemur fyrstur í mark. Skeið er náttúrulega frábært en það er aðeins meira fyrir þá sem eru lengra komnir.“ Baltasar bendir á að með fleiri sjónvarpsútsendingum frá mótinu verði stökk og veðreiðar enn vinsælli. „Þá er fólk að taka þátt í þessu heima hjá sér. Það er hægt að opna þetta heilmikið með þessu. Ég er algjörlega á því að það megi gera þetta.“ Sigurbjörn Bárðason, hestamaður og fyrrum íþróttamaður ársins, tekur undir þessar tillögur. „Þetta er eitthvað sem á mjög mikið erindi, því það geta allir séð hver kemur fyrstur í mark þegar þeir þurfa ekki að hlusta á miklar talnarunur og það myndi breikka þetta.“Nóg að gera Axel Ómarsson framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, telur að hugmynd Baltasars sé góð og gæti gert mikið fyrir hinn almenna áhorfanda. Keppt var í kappreiðum á áttunda áratugnum og telur Axel að veiðreiðar gætu hjálpað til við að markaðssetja mótið. „Við finnum það í ár að það er miklu meira af erlendum ferðamönnum en áður, enda hefur mótið verið markaðssett með þá í huga. Ég held að veðreiðar og stökk gætu hjálpað þeim og öðrum sem eru ekki vanir að fylgjast með hestamennsku, að fá áhuga á mótinu.“ Axel segir annars stemninguna vera rífandi góða á Hellu. „Í gær vorum við með um fjögur þúsund gesti, sem er mjög gott. Það hefur þótt frábært að fá fjögur þúsund manns á miðvikudegi, ef dagurinn er sérstaklega sólríkur. Þannig að miðað við aðstæður er þetta algjörlega frábært.“ Hestar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Ég myndi vilja fá veðreiðar inn aftur. Ég er alveg sannfærður um að það sé hægt að hafa skemmtilegar veðreiðar sem að eru styrktarmálefni, eða eitthvað slíkt, þannig að það sé ekki beint svona „hardcore“ peningalykt af því,“ segir Baltasar Kormákur leikstjóri um Landsmót hestamanna. Baltasar lýsti þessari skoðun sinni í þættinum Upphitun fyrir landsmót, á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Í þættinum lýsir hann þessari skoðun sinni nánar: „Það vantar eitthvað svona „kick“ sem að fólk fær út úr slíku.“ Baltasar var einnig spurður um stökk og hvort ætti að taka það aftur upp á dagskrá landsmótsins. „Allir skilja stökk. [...] Og það skilja allir hver kemur fyrstur í mark. Skeið er náttúrulega frábært en það er aðeins meira fyrir þá sem eru lengra komnir.“ Baltasar bendir á að með fleiri sjónvarpsútsendingum frá mótinu verði stökk og veðreiðar enn vinsælli. „Þá er fólk að taka þátt í þessu heima hjá sér. Það er hægt að opna þetta heilmikið með þessu. Ég er algjörlega á því að það megi gera þetta.“ Sigurbjörn Bárðason, hestamaður og fyrrum íþróttamaður ársins, tekur undir þessar tillögur. „Þetta er eitthvað sem á mjög mikið erindi, því það geta allir séð hver kemur fyrstur í mark þegar þeir þurfa ekki að hlusta á miklar talnarunur og það myndi breikka þetta.“Nóg að gera Axel Ómarsson framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, telur að hugmynd Baltasars sé góð og gæti gert mikið fyrir hinn almenna áhorfanda. Keppt var í kappreiðum á áttunda áratugnum og telur Axel að veiðreiðar gætu hjálpað til við að markaðssetja mótið. „Við finnum það í ár að það er miklu meira af erlendum ferðamönnum en áður, enda hefur mótið verið markaðssett með þá í huga. Ég held að veðreiðar og stökk gætu hjálpað þeim og öðrum sem eru ekki vanir að fylgjast með hestamennsku, að fá áhuga á mótinu.“ Axel segir annars stemninguna vera rífandi góða á Hellu. „Í gær vorum við með um fjögur þúsund gesti, sem er mjög gott. Það hefur þótt frábært að fá fjögur þúsund manns á miðvikudegi, ef dagurinn er sérstaklega sólríkur. Þannig að miðað við aðstæður er þetta algjörlega frábært.“
Hestar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira