UFC 175: Chris Weidman og ameríski draumurinn Óskar Örn Árnason skrifar 3. júlí 2014 22:00 Chris Weidman er Bandaríkjamaður í húð og hár. Vísir/Getty UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. Bardaginn fer fram í Las Vegas en bardagans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Weidman tók titilinn af einum besta MMA bardagamanni allra tíma, Anderson Silva, í aðeins hans tíunda bardaga fyrir ári síðan. Bardaginn við Silva endaði með furðulegu rothöggi sem kallaði á annan bardaga á milli þeirra. Sá bardaga endaði á enn furðulegri hátt þegar Silva braut á sér sköflunginn. Weidman hafði yfirhöndina allan tímann í báðum þessum bardögum en vegna þess hversu furðulega þeir enduðu hefur hann aldrei hlotið fulla virðingu sem meistari. Bardaginn við Machida ætti að þagga niður í gagnrýnendum nái Weidman að sigra. Weidman er Bandaríkjamaður í húð og hár. Hann fæddist í New York ríki og hóf snemma að stunda ólympíska glímu þar sem hann skaraði fram úr. Eftir að hafa misst af úrtökumóti í glímu fyrir Ólympíuleikana 2008 vegna meiðsla ákvað hann að prófa MMA. Hann varð fljótt góður þar enda afburða góður glímumaður og var einnig fljótur að læra brasilískt jiu-jitsu. Lífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Weidman. Eldri bróðir hans lamdi hann ítrekað í æsku, svo illa að hann var hræddur um eigið líf. Seint í október 2012 missti hann húsið sitt í fellibylnum Sandy og þurfti að búa í kjallaranum hjá foreldrum sínum ásamt konu og barni. Nokkrum mánuðum síðar hafði hann rotað eina mestu goðsögnina í sögu MMA og var nýkrýndur millivigtarmeistari UFC. Weidman er sannkallað undrabarn og einn besti bardagamaður í heimi en er á sama tíma hógvær og venjulegur fjölskyldumaður. Hann er gott dæmi um hvað hæfileiki og vinnusemi getur skilað í landi tækifæranna eins og sagt er. Spurningin núna er hvort Weidman sé búinn að ná upp á topp fjallsins eða hvort hann sé bara búinn að ná upp á fyrsta tind af mörgum. Það kemur í ljós á laugardagskvöldið en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. Bardaginn fer fram í Las Vegas en bardagans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Weidman tók titilinn af einum besta MMA bardagamanni allra tíma, Anderson Silva, í aðeins hans tíunda bardaga fyrir ári síðan. Bardaginn við Silva endaði með furðulegu rothöggi sem kallaði á annan bardaga á milli þeirra. Sá bardaga endaði á enn furðulegri hátt þegar Silva braut á sér sköflunginn. Weidman hafði yfirhöndina allan tímann í báðum þessum bardögum en vegna þess hversu furðulega þeir enduðu hefur hann aldrei hlotið fulla virðingu sem meistari. Bardaginn við Machida ætti að þagga niður í gagnrýnendum nái Weidman að sigra. Weidman er Bandaríkjamaður í húð og hár. Hann fæddist í New York ríki og hóf snemma að stunda ólympíska glímu þar sem hann skaraði fram úr. Eftir að hafa misst af úrtökumóti í glímu fyrir Ólympíuleikana 2008 vegna meiðsla ákvað hann að prófa MMA. Hann varð fljótt góður þar enda afburða góður glímumaður og var einnig fljótur að læra brasilískt jiu-jitsu. Lífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Weidman. Eldri bróðir hans lamdi hann ítrekað í æsku, svo illa að hann var hræddur um eigið líf. Seint í október 2012 missti hann húsið sitt í fellibylnum Sandy og þurfti að búa í kjallaranum hjá foreldrum sínum ásamt konu og barni. Nokkrum mánuðum síðar hafði hann rotað eina mestu goðsögnina í sögu MMA og var nýkrýndur millivigtarmeistari UFC. Weidman er sannkallað undrabarn og einn besti bardagamaður í heimi en er á sama tíma hógvær og venjulegur fjölskyldumaður. Hann er gott dæmi um hvað hæfileiki og vinnusemi getur skilað í landi tækifæranna eins og sagt er. Spurningin núna er hvort Weidman sé búinn að ná upp á topp fjallsins eða hvort hann sé bara búinn að ná upp á fyrsta tind af mörgum. Það kemur í ljós á laugardagskvöldið en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30