Spánverjinn Rafael Nadal sem er efstur á heimslistanum í tennis er úr leik á Wimbledon-mótinu eftir tap á móti lítt þekktum Ástrala í kvöld.
Nick Kyrgios vann Rafael Nadal 7-6 (5-7), 5-7, 7-6 (7-5) og 6-3 og tryggði sér þar með sæti í átta manna úrslitunum þar sem hann mætir Milos Raonic frá Kanada.
Nick Kyrgios er 19 ára síðan í apríl og 144 sætum neðar en Rafael Nadal á heimslistanum. Það fer því ekkert á milli mála að þetta er rosalega óvænt úrslit.
Rafael Nadal vann Wimbledon-mótið árioð 2010 og komst í úrslitaleikinn árið eftir en hefur nú ekki komist í átta manna úrslitin þrjú ár í röð.
Viðureignirnar í 8 manna úrslitum á Wimbledon-mótinu 2014:
Novak Djokovic - Marin Cilic
Andy Murray - Grigor Dimitrov
Stan Wawrinka - Roger Federer
Milos Raonic - Nick Kyrgios
Sport