Upphitun fyrir bardaga Gunnars Nelson Óskar Örn Árnason skrifar 19. júlí 2014 17:30 Conor McGregor og Diego Brandao verða í aðalbardaga kvöldsins í kvöld. Vísir/Kjartan Páll Sæmundsson Í kvöld er komið að því, Gunnar Nelson stígur aftur í búrið og að þessu sinni í Írlandi. Bardaginn verður næstsíðasti bardagi kvöldsins en Gunnar hefur aldrei verið jafn ofarlega í röðinni á bardagakvöldi í UFC.Conor McGregor (14-2) gegn Diego Brandao (18-9) - fjaðurvigt (66 kg) Aðalbardagi kvöldsins verður gríðarlega spennandi. Conor McGregor þarf varla að kynna fyrir íslenskum MMA aðdáendum. Hann hefur árum saman verið einn mikilvægasti æfingarfélagi Gunnars Nelson en þeir deila einnig sama þjálfara, John Kavanagh. Rafmagnaður persónuleiki McGregor ásamt gríðarlegum bardagahæfileikum hafa gert hann að stórstjörnu í íþróttinni á stuttum tíma. Þessi bardagi er stór stund í lífi hans þar sem hann fer fram á heimavelli Írans, þ.e. Dublin.3 atriði til að hafa í hugaMcGregor er að koma til baka eftir meiðsli sem hafa haldið honum frá keppni í tæpt ár.Hann hefur tapað tvisvar, í bæði skiptin eftir uppgjafartökHann er frægur fyrir stórkostleg spörk og er einn færasti boxarinn í UFCDiego Brandao er ungur og hæfileikaríkur bardagamaður frá Brasilíu. Hann hefur unnið fjóra af sex bardögum sínum í UFC en þarf á sigri að halda í þessum bardaga eftir slæma frammistöðu í hans síðasta bardaga í desember. Frammistöður hans hafa verið misjafnar í átthyrningnum en engu að síður er hann hættulegur bardagamaður. Brandao sigraði 14. seríu af The Ultimate Fighter sem var ein sterkasta þáttaröðin í langan tíma.3 atriði til að hafa í hugaBrandao var rotaður í fyrstu lotu í hans síðasta bardagaHann er með svart belti í jiu jitsuHann er höggþungur og vill fyrst og fremst berjast standandiGunnar Nelson (12-0-1) gegn Zak Cummings (17-3) - veltivigt (77 kg)Gunnar Nelson er einstakur íþróttamaður eins og Íslendingar ættu allir að vera búnir að átta sig á. Hæfileikar, hógværð og vinnusemi hafa komið honum í fremstu röð MMA bardagamanna í heiminum. Það eru engin takmörk fyrir því hversu langt hann getur náð en í þessum bardaga mætir hann sennilega besta glímumanni sem hann hefur keppt við til þessa.3 atriði til að hafa í hugaGunnar er að koma úr bestu æfingabúðum sínum á ferlinum að eigin sögnÍrland er nánast eins og annað heimili fyrir Gunnar, hann berst því á heimavelliHann var að eignast sitt fyrsta barnZak Cummings er lítið þekktur en reyndur bardagakappi. Hann komst ekki langt í The Ultimate Fighter en tapaði á stigum í 8-manna úrslitum. Cummings hefur nú sigrað tvo bardaga í UFC og vill nú bæta höfuðleðri Gunnars Nelson í safnið. Cummings er stór og sterkur veltivigtarmaður sem stólar mikið á glímu til að sigra sína bardaga.3 atriði til að hafa í hugaCummings hefur unnið 10 bardaga með uppgjafartakiHann var ósigraður í fyrstu 10 bardögum sínum en tapaði í fyrsta skipti fyrir Tim KennedyHann hefur barist í millivigt og létt þungavigtGunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift áwww.365.is.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Flugeldasýning milli Pickett og McCall áður en Gunnar berst Annað kvöld snýr Gunnar Nelson aftur í búrið þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Bardaginn er einn af fjórum bardögum á aðal hluta bardagakvöldsins sem sýndur verður á Stöð 2 Sport. Fyrstu tveir bardagar kvöldsins verða hörku spennandi viðureignir í léttvigt og fluguvigt. 18. júlí 2014 17:30 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira
Í kvöld er komið að því, Gunnar Nelson stígur aftur í búrið og að þessu sinni í Írlandi. Bardaginn verður næstsíðasti bardagi kvöldsins en Gunnar hefur aldrei verið jafn ofarlega í röðinni á bardagakvöldi í UFC.Conor McGregor (14-2) gegn Diego Brandao (18-9) - fjaðurvigt (66 kg) Aðalbardagi kvöldsins verður gríðarlega spennandi. Conor McGregor þarf varla að kynna fyrir íslenskum MMA aðdáendum. Hann hefur árum saman verið einn mikilvægasti æfingarfélagi Gunnars Nelson en þeir deila einnig sama þjálfara, John Kavanagh. Rafmagnaður persónuleiki McGregor ásamt gríðarlegum bardagahæfileikum hafa gert hann að stórstjörnu í íþróttinni á stuttum tíma. Þessi bardagi er stór stund í lífi hans þar sem hann fer fram á heimavelli Írans, þ.e. Dublin.3 atriði til að hafa í hugaMcGregor er að koma til baka eftir meiðsli sem hafa haldið honum frá keppni í tæpt ár.Hann hefur tapað tvisvar, í bæði skiptin eftir uppgjafartökHann er frægur fyrir stórkostleg spörk og er einn færasti boxarinn í UFCDiego Brandao er ungur og hæfileikaríkur bardagamaður frá Brasilíu. Hann hefur unnið fjóra af sex bardögum sínum í UFC en þarf á sigri að halda í þessum bardaga eftir slæma frammistöðu í hans síðasta bardaga í desember. Frammistöður hans hafa verið misjafnar í átthyrningnum en engu að síður er hann hættulegur bardagamaður. Brandao sigraði 14. seríu af The Ultimate Fighter sem var ein sterkasta þáttaröðin í langan tíma.3 atriði til að hafa í hugaBrandao var rotaður í fyrstu lotu í hans síðasta bardagaHann er með svart belti í jiu jitsuHann er höggþungur og vill fyrst og fremst berjast standandiGunnar Nelson (12-0-1) gegn Zak Cummings (17-3) - veltivigt (77 kg)Gunnar Nelson er einstakur íþróttamaður eins og Íslendingar ættu allir að vera búnir að átta sig á. Hæfileikar, hógværð og vinnusemi hafa komið honum í fremstu röð MMA bardagamanna í heiminum. Það eru engin takmörk fyrir því hversu langt hann getur náð en í þessum bardaga mætir hann sennilega besta glímumanni sem hann hefur keppt við til þessa.3 atriði til að hafa í hugaGunnar er að koma úr bestu æfingabúðum sínum á ferlinum að eigin sögnÍrland er nánast eins og annað heimili fyrir Gunnar, hann berst því á heimavelliHann var að eignast sitt fyrsta barnZak Cummings er lítið þekktur en reyndur bardagakappi. Hann komst ekki langt í The Ultimate Fighter en tapaði á stigum í 8-manna úrslitum. Cummings hefur nú sigrað tvo bardaga í UFC og vill nú bæta höfuðleðri Gunnars Nelson í safnið. Cummings er stór og sterkur veltivigtarmaður sem stólar mikið á glímu til að sigra sína bardaga.3 atriði til að hafa í hugaCummings hefur unnið 10 bardaga með uppgjafartakiHann var ósigraður í fyrstu 10 bardögum sínum en tapaði í fyrsta skipti fyrir Tim KennedyHann hefur barist í millivigt og létt þungavigtGunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift áwww.365.is.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Flugeldasýning milli Pickett og McCall áður en Gunnar berst Annað kvöld snýr Gunnar Nelson aftur í búrið þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Bardaginn er einn af fjórum bardögum á aðal hluta bardagakvöldsins sem sýndur verður á Stöð 2 Sport. Fyrstu tveir bardagar kvöldsins verða hörku spennandi viðureignir í léttvigt og fluguvigt. 18. júlí 2014 17:30 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira
Flugeldasýning milli Pickett og McCall áður en Gunnar berst Annað kvöld snýr Gunnar Nelson aftur í búrið þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Bardaginn er einn af fjórum bardögum á aðal hluta bardagakvöldsins sem sýndur verður á Stöð 2 Sport. Fyrstu tveir bardagar kvöldsins verða hörku spennandi viðureignir í léttvigt og fluguvigt. 18. júlí 2014 17:30