Erlent

Flugskeytinu skotið frá Austur-Úkraínu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Barack Obama.
Barack Obama. Vísir/AFP
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir loftvarnareldflauginni sem grandaði malasísku farþegavélinni í gær hafi verið skotið frá landsvæði í austurhluta Úkraínu sem er á valdi aðskilnaðarsinna. Þó væri of snemmt að segja til um ástæðu verknaðarins. Þetta kom fram í máli Bandaríkjaforseta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.

„Þetta er alþjóðlegur harmleikur,“ sagði Obama og sagði að nauðsynlegt væri að koma á vopnahléi til að tryggja að rannsókn á harmleiknum geti farið eðlilega fram. Þá sagði hann að staðfest væri að einn Bandaríkjamaður hafi verið um borð í vélinni. Hann sagði að alþjóðasamfélagið yrði að bregðast við, og hafa Bandaríkin sent menn frá alríkislögreglunni (FBI) og rannsóknarnefnd samgönguslysa til að aðstoða við rannsóknina.

Obama gagnrýndi Rússa fyrir að hafa sýnt lítinn vilja til að binda enda á deilurnar, en að allir deiluaðilar hefðu getu til þess að enda á þann mikla ófrið sem ríkt hefur á svæðinu að undanförnu. Þá sagðist hann reiðubúinn til þess að auka refsiaðgerðir á Rússlandi, finnist ekki lausn.


Tengdar fréttir

Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak

Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“

Enn fjölgar í hópi látinna Hollendinga

189 Hollendingar hið minnsta létust þegar MH17 var skotin niður í Úkraínu í gær. Enn á eftir að ákvarða þjóðerna fjögurra farþega.

Pútín og Merkel hvetja til vopnahlés í Úkraínu

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur nú bæði úkraínska stjórnarherinn og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðarviðræður sem fyrst.

Þjóðerni hluta farþeganna staðfest

Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður.

Þjóðarsorg í Hollandi

Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær.

Harmleikurinn í Úkraínu

Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi.

Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu

Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af.

Mesta hörmung í flugsögu Hollands

Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×