Sport

UFC hefur áhuga á því að halda bardagakvöld á Íslandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson, telur að það sé raunhæfur möguleiki að UFC haldi viðburð á Íslandi. Þetta kom fram í viðtali við Harald í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sonur Haralds, Gunnar, er þessa dagana að undirbúa sig fyrir bardaga gegn Zak Cummings sem fer fram í Dublin í Írlandi á laugardaginn. Haraldur útilokar ekki að Gunnar fái tækifæri á því að berjast á heimavelli einn daginn.

„Við höfum alla þekkingu til þess og ég veit að UFC hefur áhuga. Við þurfum að skoða aðeins betur þessi mál. Við þyrftum að byrja á áhugamannakeppnum þar sem það eru mun strangari reglur og vinna okkur út frá því. Við viljum gera þetta í samstarfi við alla þá sem málið varðar,“ sagði Haraldur sem staðfesti að UFC hafi sýnt því áhuga að halda viðburð á Íslandi.

„Við höfum rætt þetta óformlega við þá og menn hafa lýst yfir miklum áhuga. Þeir vilja að íþróttin fari sem lengst en við vitum það að það verður erfitt að halda þetta miðað við þær hallir sem við höfum. Írarnir eru með O2 Arena sem er of lítill fyrir kvöldið og þeir telja að það verði fljótlega hægt að fylla Wembley leikvanginn,“ sagði Haraldur.

Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld.  Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00.  Fáðu þér áskrift áwww.365.is.





MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×