Cummings: Gunnar er óhefðbundinn bardagamaður Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. júlí 2014 21:30 Zak Cummings. Vísir/Getty „Ég hef fylgst með Gunnari og ég er gríðarlega spenntur að fá að berjast við hann. Ég á von á jöfnum en spennandi bardaga á laugardaginn,“ sagði Zak Cummings, andstæðingur Gunnars, í viðtali við MMAFréttir.is í dag. „Hann er mjög óhefðbundinn bardagamaður, góður í að ná mönnum niður þar sem hann er sterkur. Við erum svipaðir að mörgu leyti hvað varðar það að við viljum berjast á jörðinni og ég held að ég sé betur undirbúinn en fyrrum keppinautar hans. Það má búast við frábærum bardaga.“ Cummings hefur eytt miklum tíma í að undirbúa sig fyrir bardagann. „Ég fékk til liðs við mig þrefaldan meistara í Jui-Jitsu til þess að vera betur undirbúinn undir glímubrögð Gunnars. Ég hef reynt að skoða alla bardaga Gunnars og sjá hvað hann gerir svo hann geti ekki komið mér á óvart í bardaganum. Ég tel að bardaginn muni ráðast á hver hefur betur í litlu hlutunum.“ Líklegt er að Cummings verði 10-15 kílóum þyngri en Gunnar þegar bardaginn fer fram en hann telur að það muni ekki hafa áhrif. „Gunnar er að manni finnst alltaf minni og léttari fyrir bardagana svo það á ekki eftir að hafa jafn mikil áhrif og fólk gerir ráð fyrir. Hann hefur lent í þessu áður en ég er mun sterkari en ég lít út fyrir að vera og ég get vonandi nýtt mér það.“ Talið er að áhorfendurnir í Dublin verði á bandi Gunnars en Cummings ætlar ekki að láta slíkt trufla sig. „Stemmingin á ekki eftir að hafa áhrif. Ég er vanur því að berjast þar sem andstæðingurinn er á heimavelli og það hefur engin áhrif á mig. Gunnar verður líklegast sá sem aðdáendurnir eiga eftir að styðja en ég reyni að notfæri mér það og mun ekki láta baul hafa áhrif á mig,“ sagði Cummings.Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is. MMA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira
„Ég hef fylgst með Gunnari og ég er gríðarlega spenntur að fá að berjast við hann. Ég á von á jöfnum en spennandi bardaga á laugardaginn,“ sagði Zak Cummings, andstæðingur Gunnars, í viðtali við MMAFréttir.is í dag. „Hann er mjög óhefðbundinn bardagamaður, góður í að ná mönnum niður þar sem hann er sterkur. Við erum svipaðir að mörgu leyti hvað varðar það að við viljum berjast á jörðinni og ég held að ég sé betur undirbúinn en fyrrum keppinautar hans. Það má búast við frábærum bardaga.“ Cummings hefur eytt miklum tíma í að undirbúa sig fyrir bardagann. „Ég fékk til liðs við mig þrefaldan meistara í Jui-Jitsu til þess að vera betur undirbúinn undir glímubrögð Gunnars. Ég hef reynt að skoða alla bardaga Gunnars og sjá hvað hann gerir svo hann geti ekki komið mér á óvart í bardaganum. Ég tel að bardaginn muni ráðast á hver hefur betur í litlu hlutunum.“ Líklegt er að Cummings verði 10-15 kílóum þyngri en Gunnar þegar bardaginn fer fram en hann telur að það muni ekki hafa áhrif. „Gunnar er að manni finnst alltaf minni og léttari fyrir bardagana svo það á ekki eftir að hafa jafn mikil áhrif og fólk gerir ráð fyrir. Hann hefur lent í þessu áður en ég er mun sterkari en ég lít út fyrir að vera og ég get vonandi nýtt mér það.“ Talið er að áhorfendurnir í Dublin verði á bandi Gunnars en Cummings ætlar ekki að láta slíkt trufla sig. „Stemmingin á ekki eftir að hafa áhrif. Ég er vanur því að berjast þar sem andstæðingurinn er á heimavelli og það hefur engin áhrif á mig. Gunnar verður líklegast sá sem aðdáendurnir eiga eftir að styðja en ég reyni að notfæri mér það og mun ekki láta baul hafa áhrif á mig,“ sagði Cummings.Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.
MMA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira