Veðbankar ytra eru byrjaðir að taka við veðmálum fyrir bardaga Gunnars Nelson og Zak Cummings í UFC-bardagadeildinni sem fer fram í Dyflinni á laugardagskvöld.
Betsson setur stuðulinn 1,21 á sigur Gunnars en 4,50 á að Cummings muni hafa betur. Svipaða stuðla er að finna hjá William Hill. Þar er gefnir stuðlarnir 1,25 á sigur Gunnars en 4,00 hjá Cummings.
Veðmál á Gunnar gefur aðeins meira í aðra hönd hjá Bet and Win (1,30) en þar er stuðullinn 3,00 á sigur Cummings.
Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.
