Spiluðu á Eistnaflugi og týndu öllum hljóðfærunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2014 10:37 Havok í góðu yfirlæti í Bláa Lóninu. MYND/FACEBOOKSÍÐA HAVOK Ein af erlendu hljómsveitunum sem léku á Eistnaflugi á Neskaupsstað um liðna helgi varð fyrir því óláni að glata öllum farangri sínum er hún hugðist halda ferðalagi sínu áfram um Evrópu. Thrash-hljómsveitin Havok, sem gerir út frá Colorado í Bandaríkjunum, hélt frá Íslandi á sunnudagskvöld og flugu þeir með Icelandair áleiðis til Rússlands með millilendingu í Svíþjóð. Þegar til Stokkhólms var komið var farangurinn þeirra á bak og burt, þar með talin öll hljóðfæri sveitarinnar. Þeirra á meðal eru sex strengjahljóðfæri; fjórir gítarar og tveir bassar, trommugræjur og annað tilheyrandi og er verðmæti farangursins talið nema um sex milljónum króna. Hljóðfærin höfðu einnig mikið tilfinningalegt gildi fyrir meðlimi sveitarinnar enda hafa þeir verið að sanka þeim að sér frá því að þeir voru krakkar. "Ég heyrði í þeim á sunnudaginn og þá voru þeir allir í frekar miklu panikki. Við erum að tala um mikinn farangur og engin smá þyngsli sem þeir voru með. Það er ekkert grín að týna svona.“ segir talsmaður Eistnaflugs í samtali við Vísi. Hljómsveitarmeðlimirnir höfðu umsvifalaust samband við Icelandair sem hafði fá svör á takteinum og bíða þeir því enn eftir útskýringum á því hvernig allur þessi farangur fór að því að fuðra upp. Hljóðfærin gætu ekki hafa tapast á verri tíma. Tónleikaferðalag þeirra um Evrópu hófst í gær í Rússlandi og neyddust þeir til að fá öll hljóðfæri lánuð. "Þeir eru að "headline-a“ Evróputúr í fyrsta skipti og þetta verður að teljast eitt af mikilvægustu tónleikaferðalögunum þeirra. Þeir eru nýbúnir að skrifa undir nýjan plötusamning við stórt útgáfufyrirtæki sem búið að er að auglýsa í þaula þannig að þetta er allt hið bagalegasta fyrir sveitina.“ Havok leikur aftur í Rússlandi á morgun og í Litháen á föstudag. Því næst heldur hún aftur til Svíþjóðar þar sem sveitin leikur fyrir dansi á Motala Thrashfest á laugardaginn. Alls mun hljómsveitin stíga tuttugu og sex sinnum á stokk næsta mánuðinn og því ljóst að þörfin á að hljóðfærin finnist er mikil. Að öðru leyti voru þeir ánægðir með Eistnaflug, Ísland og aðbúnaðinn hér, "rétt eins og allar hinar erlendu sveitirnar sem spiluðu á hátíðinni. Umboðsmaðurinn þeirra sendi okkur sérstaklega tölvupóst þar sem hann þakkaði fyrir allt saman. Þetta var því frekar leiðinlegur endir á góðri Íslandsheimsókn,“ segir talsmaður Eistnaflugs. Eistnaflug Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Ein af erlendu hljómsveitunum sem léku á Eistnaflugi á Neskaupsstað um liðna helgi varð fyrir því óláni að glata öllum farangri sínum er hún hugðist halda ferðalagi sínu áfram um Evrópu. Thrash-hljómsveitin Havok, sem gerir út frá Colorado í Bandaríkjunum, hélt frá Íslandi á sunnudagskvöld og flugu þeir með Icelandair áleiðis til Rússlands með millilendingu í Svíþjóð. Þegar til Stokkhólms var komið var farangurinn þeirra á bak og burt, þar með talin öll hljóðfæri sveitarinnar. Þeirra á meðal eru sex strengjahljóðfæri; fjórir gítarar og tveir bassar, trommugræjur og annað tilheyrandi og er verðmæti farangursins talið nema um sex milljónum króna. Hljóðfærin höfðu einnig mikið tilfinningalegt gildi fyrir meðlimi sveitarinnar enda hafa þeir verið að sanka þeim að sér frá því að þeir voru krakkar. "Ég heyrði í þeim á sunnudaginn og þá voru þeir allir í frekar miklu panikki. Við erum að tala um mikinn farangur og engin smá þyngsli sem þeir voru með. Það er ekkert grín að týna svona.“ segir talsmaður Eistnaflugs í samtali við Vísi. Hljómsveitarmeðlimirnir höfðu umsvifalaust samband við Icelandair sem hafði fá svör á takteinum og bíða þeir því enn eftir útskýringum á því hvernig allur þessi farangur fór að því að fuðra upp. Hljóðfærin gætu ekki hafa tapast á verri tíma. Tónleikaferðalag þeirra um Evrópu hófst í gær í Rússlandi og neyddust þeir til að fá öll hljóðfæri lánuð. "Þeir eru að "headline-a“ Evróputúr í fyrsta skipti og þetta verður að teljast eitt af mikilvægustu tónleikaferðalögunum þeirra. Þeir eru nýbúnir að skrifa undir nýjan plötusamning við stórt útgáfufyrirtæki sem búið að er að auglýsa í þaula þannig að þetta er allt hið bagalegasta fyrir sveitina.“ Havok leikur aftur í Rússlandi á morgun og í Litháen á föstudag. Því næst heldur hún aftur til Svíþjóðar þar sem sveitin leikur fyrir dansi á Motala Thrashfest á laugardaginn. Alls mun hljómsveitin stíga tuttugu og sex sinnum á stokk næsta mánuðinn og því ljóst að þörfin á að hljóðfærin finnist er mikil. Að öðru leyti voru þeir ánægðir með Eistnaflug, Ísland og aðbúnaðinn hér, "rétt eins og allar hinar erlendu sveitirnar sem spiluðu á hátíðinni. Umboðsmaðurinn þeirra sendi okkur sérstaklega tölvupóst þar sem hann þakkaði fyrir allt saman. Þetta var því frekar leiðinlegur endir á góðri Íslandsheimsókn,“ segir talsmaður Eistnaflugs.
Eistnaflug Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“