Spiluðu á Eistnaflugi og týndu öllum hljóðfærunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2014 10:37 Havok í góðu yfirlæti í Bláa Lóninu. MYND/FACEBOOKSÍÐA HAVOK Ein af erlendu hljómsveitunum sem léku á Eistnaflugi á Neskaupsstað um liðna helgi varð fyrir því óláni að glata öllum farangri sínum er hún hugðist halda ferðalagi sínu áfram um Evrópu. Thrash-hljómsveitin Havok, sem gerir út frá Colorado í Bandaríkjunum, hélt frá Íslandi á sunnudagskvöld og flugu þeir með Icelandair áleiðis til Rússlands með millilendingu í Svíþjóð. Þegar til Stokkhólms var komið var farangurinn þeirra á bak og burt, þar með talin öll hljóðfæri sveitarinnar. Þeirra á meðal eru sex strengjahljóðfæri; fjórir gítarar og tveir bassar, trommugræjur og annað tilheyrandi og er verðmæti farangursins talið nema um sex milljónum króna. Hljóðfærin höfðu einnig mikið tilfinningalegt gildi fyrir meðlimi sveitarinnar enda hafa þeir verið að sanka þeim að sér frá því að þeir voru krakkar. "Ég heyrði í þeim á sunnudaginn og þá voru þeir allir í frekar miklu panikki. Við erum að tala um mikinn farangur og engin smá þyngsli sem þeir voru með. Það er ekkert grín að týna svona.“ segir talsmaður Eistnaflugs í samtali við Vísi. Hljómsveitarmeðlimirnir höfðu umsvifalaust samband við Icelandair sem hafði fá svör á takteinum og bíða þeir því enn eftir útskýringum á því hvernig allur þessi farangur fór að því að fuðra upp. Hljóðfærin gætu ekki hafa tapast á verri tíma. Tónleikaferðalag þeirra um Evrópu hófst í gær í Rússlandi og neyddust þeir til að fá öll hljóðfæri lánuð. "Þeir eru að "headline-a“ Evróputúr í fyrsta skipti og þetta verður að teljast eitt af mikilvægustu tónleikaferðalögunum þeirra. Þeir eru nýbúnir að skrifa undir nýjan plötusamning við stórt útgáfufyrirtæki sem búið að er að auglýsa í þaula þannig að þetta er allt hið bagalegasta fyrir sveitina.“ Havok leikur aftur í Rússlandi á morgun og í Litháen á föstudag. Því næst heldur hún aftur til Svíþjóðar þar sem sveitin leikur fyrir dansi á Motala Thrashfest á laugardaginn. Alls mun hljómsveitin stíga tuttugu og sex sinnum á stokk næsta mánuðinn og því ljóst að þörfin á að hljóðfærin finnist er mikil. Að öðru leyti voru þeir ánægðir með Eistnaflug, Ísland og aðbúnaðinn hér, "rétt eins og allar hinar erlendu sveitirnar sem spiluðu á hátíðinni. Umboðsmaðurinn þeirra sendi okkur sérstaklega tölvupóst þar sem hann þakkaði fyrir allt saman. Þetta var því frekar leiðinlegur endir á góðri Íslandsheimsókn,“ segir talsmaður Eistnaflugs. Eistnaflug Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Ein af erlendu hljómsveitunum sem léku á Eistnaflugi á Neskaupsstað um liðna helgi varð fyrir því óláni að glata öllum farangri sínum er hún hugðist halda ferðalagi sínu áfram um Evrópu. Thrash-hljómsveitin Havok, sem gerir út frá Colorado í Bandaríkjunum, hélt frá Íslandi á sunnudagskvöld og flugu þeir með Icelandair áleiðis til Rússlands með millilendingu í Svíþjóð. Þegar til Stokkhólms var komið var farangurinn þeirra á bak og burt, þar með talin öll hljóðfæri sveitarinnar. Þeirra á meðal eru sex strengjahljóðfæri; fjórir gítarar og tveir bassar, trommugræjur og annað tilheyrandi og er verðmæti farangursins talið nema um sex milljónum króna. Hljóðfærin höfðu einnig mikið tilfinningalegt gildi fyrir meðlimi sveitarinnar enda hafa þeir verið að sanka þeim að sér frá því að þeir voru krakkar. "Ég heyrði í þeim á sunnudaginn og þá voru þeir allir í frekar miklu panikki. Við erum að tala um mikinn farangur og engin smá þyngsli sem þeir voru með. Það er ekkert grín að týna svona.“ segir talsmaður Eistnaflugs í samtali við Vísi. Hljómsveitarmeðlimirnir höfðu umsvifalaust samband við Icelandair sem hafði fá svör á takteinum og bíða þeir því enn eftir útskýringum á því hvernig allur þessi farangur fór að því að fuðra upp. Hljóðfærin gætu ekki hafa tapast á verri tíma. Tónleikaferðalag þeirra um Evrópu hófst í gær í Rússlandi og neyddust þeir til að fá öll hljóðfæri lánuð. "Þeir eru að "headline-a“ Evróputúr í fyrsta skipti og þetta verður að teljast eitt af mikilvægustu tónleikaferðalögunum þeirra. Þeir eru nýbúnir að skrifa undir nýjan plötusamning við stórt útgáfufyrirtæki sem búið að er að auglýsa í þaula þannig að þetta er allt hið bagalegasta fyrir sveitina.“ Havok leikur aftur í Rússlandi á morgun og í Litháen á föstudag. Því næst heldur hún aftur til Svíþjóðar þar sem sveitin leikur fyrir dansi á Motala Thrashfest á laugardaginn. Alls mun hljómsveitin stíga tuttugu og sex sinnum á stokk næsta mánuðinn og því ljóst að þörfin á að hljóðfærin finnist er mikil. Að öðru leyti voru þeir ánægðir með Eistnaflug, Ísland og aðbúnaðinn hér, "rétt eins og allar hinar erlendu sveitirnar sem spiluðu á hátíðinni. Umboðsmaðurinn þeirra sendi okkur sérstaklega tölvupóst þar sem hann þakkaði fyrir allt saman. Þetta var því frekar leiðinlegur endir á góðri Íslandsheimsókn,“ segir talsmaður Eistnaflugs.
Eistnaflug Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira