Conor McGregor: Ég ætla að enda ferilinn hans Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. júlí 2014 12:45 Írski bardagamaðurinn Conor McGregor er í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Dublin nú á laugardaginn. McGregor æfði hér á landi í fjórar vikur fyrir bardagann og hefur lengi æft með Gunnari Nelson. Þetta verður þriðji UFC bardagi McGregor en hann hefur skotist stjarnfræðilega hratt upp á sjónarsviðið í UFC. Þrátt fyrir að vera aðeins búinn með tvo bardaga í UFC eru allir að tala um hann og allir vilja þagga niður í honum. McGregor er gríðarlega fær í að selja bardaga sína og vekur athygli í hvert sinn sem hann opnar á sér munninn. Kjaftbrúkur hans fer í taugarnar á mörgum en burtséð frá því kann hann að berjast. McGregor byrjaði snemma að æfa bardagalistir til að læra að verja sig. Hann byrjaði að æfa box þar sem hann tók um 50 áhugamannabardaga á einu ári og barðist nánast hverja einustu helgi. Eftir fjögur ár í boxi snéri hann sér að MMA þar sem hann hóf að æfa hjá SBG undir handleiðslu John Kavanagh. Hjá John Kavanagh kynntist hann ungum Íslendingi, Gunnari Nelson, og hafa þeir lengi æft saman hjá John Kavanagh, bæði í SBG í Írlandi og í Mjölni á Íslandi. McGregor gekk vel í upphafi ferils síns en eftir hans fyrsta tap kom tímabil þar sem hann æfði lítið og stundaði skemmtanalífið grimmt. Móðir Írans snjalla hringdi því áhyggjufull í John Kavanagh og bað hann um að tala hann til. John mætti heim til hans og sagði honum hreint út að hann væri að sóa hæfileikum sínum og að hann gæti náð virkilega langt ef hann myndi bara einbeita sér að MMA. Það varð ákveðinn vendipunktur í lífi McGregors og sneri hann því aftur á æfingar af miklum krafti og hefur hreinlega ekki hætt síðan. Það má í raun segja að það sé upphafið að sigurgöngunni sem Conor McGregor er nú á. Þessi sigurganga skilaði honum léttvigtar- og fjaðurvigtarbelti Cage Warriors áður en hann samdi við UFC. Nú er hann í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldi í heimabæ sínum, Dublin, og ætlar að koma sér í titilbaráttuna í fjaðurvigtinni. Til þess þarf hann fyrst að sigra Diego Brandao á laugardaginn en í myndbandinu hér að ofan segist hann ætla að enda feril Brandao. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 19.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Sjá meira
Írski bardagamaðurinn Conor McGregor er í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Dublin nú á laugardaginn. McGregor æfði hér á landi í fjórar vikur fyrir bardagann og hefur lengi æft með Gunnari Nelson. Þetta verður þriðji UFC bardagi McGregor en hann hefur skotist stjarnfræðilega hratt upp á sjónarsviðið í UFC. Þrátt fyrir að vera aðeins búinn með tvo bardaga í UFC eru allir að tala um hann og allir vilja þagga niður í honum. McGregor er gríðarlega fær í að selja bardaga sína og vekur athygli í hvert sinn sem hann opnar á sér munninn. Kjaftbrúkur hans fer í taugarnar á mörgum en burtséð frá því kann hann að berjast. McGregor byrjaði snemma að æfa bardagalistir til að læra að verja sig. Hann byrjaði að æfa box þar sem hann tók um 50 áhugamannabardaga á einu ári og barðist nánast hverja einustu helgi. Eftir fjögur ár í boxi snéri hann sér að MMA þar sem hann hóf að æfa hjá SBG undir handleiðslu John Kavanagh. Hjá John Kavanagh kynntist hann ungum Íslendingi, Gunnari Nelson, og hafa þeir lengi æft saman hjá John Kavanagh, bæði í SBG í Írlandi og í Mjölni á Íslandi. McGregor gekk vel í upphafi ferils síns en eftir hans fyrsta tap kom tímabil þar sem hann æfði lítið og stundaði skemmtanalífið grimmt. Móðir Írans snjalla hringdi því áhyggjufull í John Kavanagh og bað hann um að tala hann til. John mætti heim til hans og sagði honum hreint út að hann væri að sóa hæfileikum sínum og að hann gæti náð virkilega langt ef hann myndi bara einbeita sér að MMA. Það varð ákveðinn vendipunktur í lífi McGregors og sneri hann því aftur á æfingar af miklum krafti og hefur hreinlega ekki hætt síðan. Það má í raun segja að það sé upphafið að sigurgöngunni sem Conor McGregor er nú á. Þessi sigurganga skilaði honum léttvigtar- og fjaðurvigtarbelti Cage Warriors áður en hann samdi við UFC. Nú er hann í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldi í heimabæ sínum, Dublin, og ætlar að koma sér í titilbaráttuna í fjaðurvigtinni. Til þess þarf hann fyrst að sigra Diego Brandao á laugardaginn en í myndbandinu hér að ofan segist hann ætla að enda feril Brandao. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 19.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Sjá meira