"Alltaf þessi fiðringur fyrir því að mótið hefjist“ Randver Kári Randversson skrifar 28. júlí 2014 15:20 Frá Mýrarboltanum. Vísir/Vilhelm „Þetta er mesta stressvikan, þegar það er verið að klára lokaundirbúninginn, leggja lokahönd á skipulagið og mótahaldið – tryggja það að þetta sé allt alveg 100%. Við vorum að fá nýja veðurspá og hún lofar náttúrulega besta veðrinu hérna fyrir vestan. Við erum þakklátir fyrir það,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltafélagsins og mótsstjóri Mýrarboltans í samtali við Vísi. „Það er reyndar fínt fyrir okkur að fá smá skúrir, ef að það myndi gerast, það viðheldur þá bleytunni í vellinum. Miðað við þessa átt sem er spáð þá verður bara brilliant veður á mótssvæðinu. Það hentar mjög vel fyrir Tungudalinn þar sem mótið fer fram.“ Hann segir undirbúning fyrir Mýrarboltann, sem fram fer á Ísafirði um verslunarmannahelgina, ganga vel. „Allur undirbúningur er mjög langt kominn, við erum bara að yfirfara listann yfir þá hluti sem þarf að klára. Í rauninni er bara fín stemning í hópnum. Það er alltaf þessi fiðringur fyrir því að mótið hefjist. Þetta verður rosagaman eins og hefur alltaf verið. Við erum mjög spenntir fyrir því að láta þetta ganga vel.“ Mýrarboltafélagið fagnar tíu ára afmæli í ár og er þetta í ellefta sinn sem mótið fer fram. Jóhann segist ekki hafa nákvæma tölu á því hversu margir hafi yfirleitt tekið þátt í Mýrarboltanum fyrri ár, eða hversu margir hafi komið til að horfa á. Skráning í mótið hafi þó verið betur á veg komin á sama tíma í fyrra. Hann segir skráninguna yfirleitt taka kipp í síðustu vikunni fyrir verslunarmannahelgina og er bjartsýnn á að svo verði líka í ár. Þar spili rigningin á suðvesturhorninu inn í og telur hann að landsmenn séu komnir með nóg af rigningu. „Það hefur verið gríðarlega góð mæting á mótssvæðið sjálft, sérstaklega fyrri daginn, sem sagt á laugardeginum, þegar öll liðin keppa. Þá er gríðarlegur fjöldi á mótssvæðinu. Það fyllist ekki bara af keppendum heldur er frítt að koma og horfa á mótið. Það kostar ekkert að fylgjast með Mýrarboltanum, og ef þig langar í útilegu þá ferðu bara í útilegu og horfir og upplifir stemninguna,“ segir Jóhann. „Við reynum alltaf að gera betur heldur en við gerðum árið á undan, og veita góða þjónustu. Það er það eina sem við lofum,“ segir Jóhann Bæring að lokum. Mýrarboltinn Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Sjá meira
„Þetta er mesta stressvikan, þegar það er verið að klára lokaundirbúninginn, leggja lokahönd á skipulagið og mótahaldið – tryggja það að þetta sé allt alveg 100%. Við vorum að fá nýja veðurspá og hún lofar náttúrulega besta veðrinu hérna fyrir vestan. Við erum þakklátir fyrir það,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltafélagsins og mótsstjóri Mýrarboltans í samtali við Vísi. „Það er reyndar fínt fyrir okkur að fá smá skúrir, ef að það myndi gerast, það viðheldur þá bleytunni í vellinum. Miðað við þessa átt sem er spáð þá verður bara brilliant veður á mótssvæðinu. Það hentar mjög vel fyrir Tungudalinn þar sem mótið fer fram.“ Hann segir undirbúning fyrir Mýrarboltann, sem fram fer á Ísafirði um verslunarmannahelgina, ganga vel. „Allur undirbúningur er mjög langt kominn, við erum bara að yfirfara listann yfir þá hluti sem þarf að klára. Í rauninni er bara fín stemning í hópnum. Það er alltaf þessi fiðringur fyrir því að mótið hefjist. Þetta verður rosagaman eins og hefur alltaf verið. Við erum mjög spenntir fyrir því að láta þetta ganga vel.“ Mýrarboltafélagið fagnar tíu ára afmæli í ár og er þetta í ellefta sinn sem mótið fer fram. Jóhann segist ekki hafa nákvæma tölu á því hversu margir hafi yfirleitt tekið þátt í Mýrarboltanum fyrri ár, eða hversu margir hafi komið til að horfa á. Skráning í mótið hafi þó verið betur á veg komin á sama tíma í fyrra. Hann segir skráninguna yfirleitt taka kipp í síðustu vikunni fyrir verslunarmannahelgina og er bjartsýnn á að svo verði líka í ár. Þar spili rigningin á suðvesturhorninu inn í og telur hann að landsmenn séu komnir með nóg af rigningu. „Það hefur verið gríðarlega góð mæting á mótssvæðið sjálft, sérstaklega fyrri daginn, sem sagt á laugardeginum, þegar öll liðin keppa. Þá er gríðarlegur fjöldi á mótssvæðinu. Það fyllist ekki bara af keppendum heldur er frítt að koma og horfa á mótið. Það kostar ekkert að fylgjast með Mýrarboltanum, og ef þig langar í útilegu þá ferðu bara í útilegu og horfir og upplifir stemninguna,“ segir Jóhann. „Við reynum alltaf að gera betur heldur en við gerðum árið á undan, og veita góða þjónustu. Það er það eina sem við lofum,“ segir Jóhann Bæring að lokum.
Mýrarboltinn Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Sjá meira