Risabardagi í þyngdarflokki Gunnars í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. júlí 2014 12:15 Robbie Lawler og Matt Brown í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Það verður sannkallaður risabardagi í veltivigt UFC í kvöld þegar Matt Brown og Robbie Lawler mætast. Sigurvegarinn fær líklegast titilbardaga í veltivigtinni gegn núverandi meistara. Bardaginn er einn af fjórum bardögum sem sýndur er á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. Þeir Matt Brown og Robbie Lawler eru báðir á topp 5 á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og því er þetta gríðarlega mikilvægur bardagi í kvöld. Okkar maður, Gunnar Nelson, er í 12. sæti í veltivigtinni eftir að hafa hækkað um eitt sæti í vikunni. Veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks hefur haft það náðugt síðan hann tryggði sér titilinn í mars á þessu ári. Það gæti breyst í kvöld þar sem sigurvegarinn í kvöld verður líklegast næsta áskorun meistarans. Ferlar Brown og Lawler hafa ekki verið ósvipaðir undanfarin ár. Fyrir þremur árum síðan hefði enginn búist við því að annar hvor þeirra, hvað þá báðir, væru að berjast á toppi veltivigtarinnar. Árið 2010 tapaði Brown þremur bardögum í röð á meðan Robbie Lawler var meðalmaður í Strikeforce bardagasamtökunum. Þeir hafa báðir náð að snúa döpru gengi sínu við og eru nú meðal bestu veltivigtarmanna heims. Hér fyrir neðan má sjá styrkleika og veikleika beggja bardagamanna.Robbie LawlerStyrkleikarEr frábær í gagnhöggum þegar hann pressar andstæðinginnHarða höku og erfitt að rota hannMikill rotari (19 sigrar eftir rothögg)VeikleikarHefur alltaf átt í vandræðum með að verja lágspörk (sjá Hendricks, Manhoef og Spratt bardagana)Hefur lent í vandræðum gegn sterkum glímumönnumMatt BrownStyrkleikarHarða höku – aldrei verið rotaðurSetur mikla pressu á andstæðinginn sem fáir ná að standastKróar andstæðinginn af við búriðVeikleikar9 af 11 töpum hans hafa komið eftir uppgjafartökHefur átt í vandræðum með sterka glímumenn Þrátt fyrir að báðir bardagamenn hafi lent í vandræðum gegn sterkum glímumönnum ætti það ekki að vera mikilvæg breyta í þessum bardaga. Þessi bardagi mun líklegast fara fram standandi og kæmi það undirrituðum verulega á óvart færi hann lengur en í 2. lotu. Báðir bardagamenn vilja sækja fram þó þeir geri það á mismunandi hátt. Brown veður áfram með hrátt sparkboxið sitt og mikla pressu. Á sama tíma beitir Lawler gagnhöggum á meðan hann pressar andstæðinginn. Þetta verða því tvær óstöðvandi vélar sem munu mætast í átthyrningnum í kvöld. Það er uppskrift af frábærum bardaga og gætum við fengið að sjá einn besta bardaga ársins í kvöld. Enginn bardagaáhugamaður má láta þennan bardaga framhjá sér fara!Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Matt Brown - Heróínfíkillinn sem snéri við blaðinu Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. 24. júlí 2014 22:45 Gunnar Nelson upp um eitt sæti á styrkleikalistanum Skiptir um sæti við Bandaríkjamann sem hann átti að berjast við. 23. júlí 2014 22:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Sjá meira
Það verður sannkallaður risabardagi í veltivigt UFC í kvöld þegar Matt Brown og Robbie Lawler mætast. Sigurvegarinn fær líklegast titilbardaga í veltivigtinni gegn núverandi meistara. Bardaginn er einn af fjórum bardögum sem sýndur er á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. Þeir Matt Brown og Robbie Lawler eru báðir á topp 5 á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og því er þetta gríðarlega mikilvægur bardagi í kvöld. Okkar maður, Gunnar Nelson, er í 12. sæti í veltivigtinni eftir að hafa hækkað um eitt sæti í vikunni. Veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks hefur haft það náðugt síðan hann tryggði sér titilinn í mars á þessu ári. Það gæti breyst í kvöld þar sem sigurvegarinn í kvöld verður líklegast næsta áskorun meistarans. Ferlar Brown og Lawler hafa ekki verið ósvipaðir undanfarin ár. Fyrir þremur árum síðan hefði enginn búist við því að annar hvor þeirra, hvað þá báðir, væru að berjast á toppi veltivigtarinnar. Árið 2010 tapaði Brown þremur bardögum í röð á meðan Robbie Lawler var meðalmaður í Strikeforce bardagasamtökunum. Þeir hafa báðir náð að snúa döpru gengi sínu við og eru nú meðal bestu veltivigtarmanna heims. Hér fyrir neðan má sjá styrkleika og veikleika beggja bardagamanna.Robbie LawlerStyrkleikarEr frábær í gagnhöggum þegar hann pressar andstæðinginnHarða höku og erfitt að rota hannMikill rotari (19 sigrar eftir rothögg)VeikleikarHefur alltaf átt í vandræðum með að verja lágspörk (sjá Hendricks, Manhoef og Spratt bardagana)Hefur lent í vandræðum gegn sterkum glímumönnumMatt BrownStyrkleikarHarða höku – aldrei verið rotaðurSetur mikla pressu á andstæðinginn sem fáir ná að standastKróar andstæðinginn af við búriðVeikleikar9 af 11 töpum hans hafa komið eftir uppgjafartökHefur átt í vandræðum með sterka glímumenn Þrátt fyrir að báðir bardagamenn hafi lent í vandræðum gegn sterkum glímumönnum ætti það ekki að vera mikilvæg breyta í þessum bardaga. Þessi bardagi mun líklegast fara fram standandi og kæmi það undirrituðum verulega á óvart færi hann lengur en í 2. lotu. Báðir bardagamenn vilja sækja fram þó þeir geri það á mismunandi hátt. Brown veður áfram með hrátt sparkboxið sitt og mikla pressu. Á sama tíma beitir Lawler gagnhöggum á meðan hann pressar andstæðinginn. Þetta verða því tvær óstöðvandi vélar sem munu mætast í átthyrningnum í kvöld. Það er uppskrift af frábærum bardaga og gætum við fengið að sjá einn besta bardaga ársins í kvöld. Enginn bardagaáhugamaður má láta þennan bardaga framhjá sér fara!Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Matt Brown - Heróínfíkillinn sem snéri við blaðinu Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. 24. júlí 2014 22:45 Gunnar Nelson upp um eitt sæti á styrkleikalistanum Skiptir um sæti við Bandaríkjamann sem hann átti að berjast við. 23. júlí 2014 22:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Sjá meira
Matt Brown - Heróínfíkillinn sem snéri við blaðinu Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. 24. júlí 2014 22:45
Gunnar Nelson upp um eitt sæti á styrkleikalistanum Skiptir um sæti við Bandaríkjamann sem hann átti að berjast við. 23. júlí 2014 22:00