Act Alone betri en nokkru sinni fyrr Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. ágúst 2014 14:13 Elfar Logi Ágúst G. Atlason Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. Fjöldi fólks leggur leið sína vestur á firði til þess að vera viðstatt og taka þátt í hátíðinni, en dagskráin í dag er þéttskipuð, og hefur verið síðan hátíðin hófst á miðvikudaginn. Meðal þeirra sem hafa lagt leið sína á Act Alone eru Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og eiginmaður hennar, leikarinn Arnar Jónsson. Þá er Þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir á Suðureyri, ásamt eiginmanni sínum Agli Ólafssyni. Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Bjartrar Framtíðar er einnig á Suðureyri í fylgd unnusta síns, Guðmundi Kristjáni Jónssyni. Egill ÓlafssonÁgúst G. Atlason Leikhúsgagnrýnandinn Jón Viðar er viðstaddur, en hann er jafnframt í sjórn hátíðarinnar sem er skipulögð af Elfari Loga Hannessyni, sem segir hátíðina ganga vonum framar. Þá er Kolbrún Halldórsdóttir með myndlistarsýningu Eddu Heiðrúnar Backman, Eirikur Örn Norðdahl les ljóð i Þurrkverinu í kvöld og svo mætti lengi telja. Í gærkvöldi lék Egill Ólafsson, Stuðmaður, á als oddi. Hann söng lög úr söngleiknum Gretti auk þess sem hann gerði sér lítið fyrir og tók nokkur Bítlalög við mikinn fögnuð viðstaddra. Úr Scape of GraceÁgúst G. AtlasonSaga Sigurðardóttir, dansari, stal svo senunni í félagsheimilinu með verkinu Scape of Grace. Saga er einn áhugaverðasti dansari og danshöfundur landsins og gaf hvergi eftir í flutningi sínum í þetta sinn. Saga er einnig meðlimur sviðslistahópsins 16 elskenda sem leggur nú drög að nýju verki sem ber titilinn Persónur og leikendur og verður án efa spennandi að sjá. Í dag skemmtir Sirkus Íslands um allt þorp, auk þess sem Villi Naglbítur heldur vísindanámskeið fyrir þá yngstu.Anna RichardsdóttirVísir/Ólöf SkaftadóttirÞá sýndi gjörningalistakonan Anna Richardsdóttir verkið Þrifagjörning snemma í dag.Hjörtur Jóhann JónssonMYND/Úr einkasafniLeikritið Grande, með Hirti Jóhanni Jónssyni, leikara, eftir leikskáldið Tyrfing Tyrfingsson verður svo sýnt í félagsheimilinu klukkan fimm í dag. "Ég lék fyrst í Grande árið 2011, en verkefnið var útskriftarverkefni Tyrfings úr Fræði og Framkvæmd í Listaháskólanum. Síðan höfum við breytt því og lagað það til, enda höfum við sýnt það víða. Mér þykir mjög vænt um verkið og hlutverkið, en ég leik miðaldra hommahækju í Hlíðunum sem pínir son sinn til að búa til með sér skemmtiatriði fyrir fimmtugsafmæli sem henni er ekki einu sinni boðið í," segir Hjörtur Jóhann og hlær. Þá bíða áhorfendur í ofvæni eftir Sveinsstykki Þorvaldar Þorsteinssonar, sem Arnar Jónsson leikur, sem sýnt verður í félagsheimilinu klukkan 8. Leikritið Múrsteinn með Benedikt Gröndal verður svo sýnt í Þurrkverinu klukkan 10. Myndband af gærdeginum á hátíðinni má sjá hér að neðan. Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. Fjöldi fólks leggur leið sína vestur á firði til þess að vera viðstatt og taka þátt í hátíðinni, en dagskráin í dag er þéttskipuð, og hefur verið síðan hátíðin hófst á miðvikudaginn. Meðal þeirra sem hafa lagt leið sína á Act Alone eru Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og eiginmaður hennar, leikarinn Arnar Jónsson. Þá er Þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir á Suðureyri, ásamt eiginmanni sínum Agli Ólafssyni. Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Bjartrar Framtíðar er einnig á Suðureyri í fylgd unnusta síns, Guðmundi Kristjáni Jónssyni. Egill ÓlafssonÁgúst G. Atlason Leikhúsgagnrýnandinn Jón Viðar er viðstaddur, en hann er jafnframt í sjórn hátíðarinnar sem er skipulögð af Elfari Loga Hannessyni, sem segir hátíðina ganga vonum framar. Þá er Kolbrún Halldórsdóttir með myndlistarsýningu Eddu Heiðrúnar Backman, Eirikur Örn Norðdahl les ljóð i Þurrkverinu í kvöld og svo mætti lengi telja. Í gærkvöldi lék Egill Ólafsson, Stuðmaður, á als oddi. Hann söng lög úr söngleiknum Gretti auk þess sem hann gerði sér lítið fyrir og tók nokkur Bítlalög við mikinn fögnuð viðstaddra. Úr Scape of GraceÁgúst G. AtlasonSaga Sigurðardóttir, dansari, stal svo senunni í félagsheimilinu með verkinu Scape of Grace. Saga er einn áhugaverðasti dansari og danshöfundur landsins og gaf hvergi eftir í flutningi sínum í þetta sinn. Saga er einnig meðlimur sviðslistahópsins 16 elskenda sem leggur nú drög að nýju verki sem ber titilinn Persónur og leikendur og verður án efa spennandi að sjá. Í dag skemmtir Sirkus Íslands um allt þorp, auk þess sem Villi Naglbítur heldur vísindanámskeið fyrir þá yngstu.Anna RichardsdóttirVísir/Ólöf SkaftadóttirÞá sýndi gjörningalistakonan Anna Richardsdóttir verkið Þrifagjörning snemma í dag.Hjörtur Jóhann JónssonMYND/Úr einkasafniLeikritið Grande, með Hirti Jóhanni Jónssyni, leikara, eftir leikskáldið Tyrfing Tyrfingsson verður svo sýnt í félagsheimilinu klukkan fimm í dag. "Ég lék fyrst í Grande árið 2011, en verkefnið var útskriftarverkefni Tyrfings úr Fræði og Framkvæmd í Listaháskólanum. Síðan höfum við breytt því og lagað það til, enda höfum við sýnt það víða. Mér þykir mjög vænt um verkið og hlutverkið, en ég leik miðaldra hommahækju í Hlíðunum sem pínir son sinn til að búa til með sér skemmtiatriði fyrir fimmtugsafmæli sem henni er ekki einu sinni boðið í," segir Hjörtur Jóhann og hlær. Þá bíða áhorfendur í ofvæni eftir Sveinsstykki Þorvaldar Þorsteinssonar, sem Arnar Jónsson leikur, sem sýnt verður í félagsheimilinu klukkan 8. Leikritið Múrsteinn með Benedikt Gröndal verður svo sýnt í Þurrkverinu klukkan 10. Myndband af gærdeginum á hátíðinni má sjá hér að neðan.
Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira