Rannsaka hvernig veruleikinn brenglast Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. júní 2014 11:30 Sextán elskendur Aðsend mynd „Í grunninn erum við að rannsaka það hvernig við sviðsetjum okkur sjálf – og við gerum það á hverjum degi. Við tölum ekki eins við alla – við tölum öðruvísi við besta vin okkur en ömmu okkar,“ segir Hlynur Páll Pálsson, einn meðlima sviðslistahópsins 16 elskenda sem leggur nú drög að nýju verki sem ber titilinn Persónur og leikendur. „Og þessi sviðsetning er alls staðar, í netheimum, á Facebook og á Twitter erum við alltaf að búa til einhvern veruleika og reyna að fá á því staðfestingu að við séum til inni á þessum stöðum. Ef maður fær hundrað læk þá er maður að gera eitthvað rétt – en það er vert að taka fram að sýningin er alls ekki um samfélagsmiðla,“ útskýrir Hlynur og hlær. „Þetta er meira um það að landslagið er breytt – í því hvernig við sviðsetjum okkur. Um leið erum við líka að rannsaka það hvernig veruleikinn er að brenglast. Hvað er raunverulegt? Þetta á ekki bara við um internetið, líka raunveruleikasjónvarp, þætti eins og Innlit/Útlit eða í sviðslistum þar sem listafólk er að sviðsetja raunverulegar sögur í síauknum mæli, til dæmis sýningar á borð við Tengdó og Harmsögu.“ Hlynur bætir við að þessar pælingar hafi verið hvatinn að sýningunni, en segir hópinn ekki ganga út frá neinu ákveðnu. „Þetta er rannsókn.“ Hópurinn kemur til með að frumsýna í mars á næsta ári, en þangað til stendur hann í ströngu við undirbúningsvinnu. „Í fyrstu vinnubúðunum töluðum við alltof mikið. Þannig að í þeim næstu höfum við heitið því að vinnan fari fram á gólfinu svo það komi nú eitthvað út úr þessu,“ segir Hlynur og hlær. Sextán elskendur er óhefðbundinn sviðslistahópur að því leytinu til að þau starfa eftir flötum strúktúr, þar sem enginn einn er listrænn stjórnandi. „Við ætlum reyndar aðeins að breyta til í ár og erum búin að ætla honum Karli Ágústi að verða leikstjóri hópsins, en verkið byggist að miklu leyti á mastersritgerð Kalla úr Listaháskólanum í Berlín. Það er líka gott að hafa leikstjóra því þá er minni ábyrgð á herðum hinna elskendanna,“ bætir Hlynur við, léttur í bragði. 16 elskendur eru Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarsson, Gunnar Karel Másson, Hlynur Páll Pálsson, Karl Ágúst Þorbergsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Saga Sigurðardóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir. Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
„Í grunninn erum við að rannsaka það hvernig við sviðsetjum okkur sjálf – og við gerum það á hverjum degi. Við tölum ekki eins við alla – við tölum öðruvísi við besta vin okkur en ömmu okkar,“ segir Hlynur Páll Pálsson, einn meðlima sviðslistahópsins 16 elskenda sem leggur nú drög að nýju verki sem ber titilinn Persónur og leikendur. „Og þessi sviðsetning er alls staðar, í netheimum, á Facebook og á Twitter erum við alltaf að búa til einhvern veruleika og reyna að fá á því staðfestingu að við séum til inni á þessum stöðum. Ef maður fær hundrað læk þá er maður að gera eitthvað rétt – en það er vert að taka fram að sýningin er alls ekki um samfélagsmiðla,“ útskýrir Hlynur og hlær. „Þetta er meira um það að landslagið er breytt – í því hvernig við sviðsetjum okkur. Um leið erum við líka að rannsaka það hvernig veruleikinn er að brenglast. Hvað er raunverulegt? Þetta á ekki bara við um internetið, líka raunveruleikasjónvarp, þætti eins og Innlit/Útlit eða í sviðslistum þar sem listafólk er að sviðsetja raunverulegar sögur í síauknum mæli, til dæmis sýningar á borð við Tengdó og Harmsögu.“ Hlynur bætir við að þessar pælingar hafi verið hvatinn að sýningunni, en segir hópinn ekki ganga út frá neinu ákveðnu. „Þetta er rannsókn.“ Hópurinn kemur til með að frumsýna í mars á næsta ári, en þangað til stendur hann í ströngu við undirbúningsvinnu. „Í fyrstu vinnubúðunum töluðum við alltof mikið. Þannig að í þeim næstu höfum við heitið því að vinnan fari fram á gólfinu svo það komi nú eitthvað út úr þessu,“ segir Hlynur og hlær. Sextán elskendur er óhefðbundinn sviðslistahópur að því leytinu til að þau starfa eftir flötum strúktúr, þar sem enginn einn er listrænn stjórnandi. „Við ætlum reyndar aðeins að breyta til í ár og erum búin að ætla honum Karli Ágústi að verða leikstjóri hópsins, en verkið byggist að miklu leyti á mastersritgerð Kalla úr Listaháskólanum í Berlín. Það er líka gott að hafa leikstjóra því þá er minni ábyrgð á herðum hinna elskendanna,“ bætir Hlynur við, léttur í bragði. 16 elskendur eru Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarsson, Gunnar Karel Másson, Hlynur Páll Pálsson, Karl Ágúst Þorbergsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Saga Sigurðardóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir.
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira