Körfubolti

Draumaliðið vann gullið á ÓL í Barcelona fyrir nákvæmlega 22 árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Besta körfuboltalið fyrr og síðar að margra mati og hið upprunalega Draumalið vann Ólympíugullið í Barcelona fyrir nákvæmlega 22 árum síðan eða 8. ágúst 1992.  

Bandaríkjamenn höfðu misst yfirburði sína í alþjóðlegum körfubolta á leikunum á undan (fengu aðeins brons) og í stað þess að tefla fram háskólaleikmönnum þá samþykkti bæði NBA og FIBA að Bandaríkjamenn mættu nota í fyrsta skipti atvinnuleikmenn úr NBA-deildinni.

Bandaríkin vann 117-85 sigur á Króatíu í úrslitaleiknum en á leið sinni í úrslitaleikinn vann skoraði liðið 117,3 stig að meðaltali og vann leikina að meðaltali með 45,4 stiga mun.

Það vakti athygli þegar sumir leikmenn mótherjanna voru mættir með myndavélar á bekkinn og aðrir vildu endilega fá eiginhandaráritanir á skóna sína. Það var kannski ekki skrítið að Draumaliðið hafi unnið gullið án mikillar mótstöðu.

Charles Barkley var stigahæsti leikmaður Draumaliðsins á Ólympíuleikunum í Barcelona með 18,0 stig að meðaltali og 71 prósent skotnýtingu. Michael Jordan skoraði 14,9 stig að meðaltali og Karl Malone var með 13,0 stig í leik.

Malone og Patrick Ewing tóku flest fráköst að meðaltali (5,3) og þeir Scottie Pippen (5.9) og Magic Johnson (5,5) voru með flestar stoðsendingar að meðaltali í leik.  

Draumaliðið stal algjörlega senunni í Barcelona og á að margra mati mikinn þátt í auknum vinsældum NBA-körfuboltans í heiminum frá þeim tíma. Það er því vel þessi virði í tilefni af afmælinu að rifja aðeins upp þetta einstaka lið með því að skoða nokkur myndbönd hér fyrir neðan.

Leikmenn Bandaríkjanna á ÓL 1992:

David Robinson

Patrick Ewing

Larry Bird

Scottie Pippen

Michael Jordan

Clyde Drexler

Karl Malone

John Stockton

Chris Mullin

Charles Barkley

Earvin "Magic" Johnson, Jr.

Christian Laettner












Fleiri fréttir

Sjá meira


×