Lið Justins Timberlake hafði samband vegna Bárðarbungu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. ágúst 2014 13:43 Timberlake til vinstri, Ísleifur til hægri. Fólk á vegum söngvarans Justin Timberlake hefur verið í sambandi við tónleikahaldara hér á landi vegna ólgunnar í Bárðarbungu. „Þeir höfðu séð umfjöllun fjölmiðla erlendis og hringdu í okkur í morgun. Þetta var mjög gott samtal. Þeir vildu fá að vita þetta frá fólkinu sem býr hér á Íslandi, hvernig þetta væri í raun og veru,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari og heldur áfram: „Sérfræðingar segja að það sé rosalega ólíklegt að eitthvað gerist sem hafi mikil áhrif á flugsamgöngur. Við höldum áfram að undirbúa tónleikana. Við fylgjumst vel með fréttum en eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að við þurfum að hafa áhyggjur. Bárðarbunga er í 400 kílómetra fjarlægð frá Keflavík og vindáttin er þannig að það er ólíklegt að þetta hafi áhrif á flug, eftir því sem við best vitum.“Fluttir inn í Kórinn Ísleifur segir að þeir sem komi að tónleikunum séu nánast fluttir inn í Kórinn, þar sem tónleikarnir fara fram á sunnudaginn. Vandað hefur verið til verka þegar það kemur að umgjörð tónleikanna. Til dæmis hafa bílastæðamál verið skipulögð í þaula, segir Ísleifur. „Það verður ekki erfitt að fá stæði. Við erum með rosalega öflugt kerfi í þeim málum. Við verðum með bílastæði við Kórinn sem við leyfum að fyllast. Til þess að mega leggja í þeim stæðum verða að vera að minnsta kosti fjórir inni í bílnum. Klukkan fjögur tökum við svo við stjórninni á umferð í Kórahverfinu í samstarfi við lögregluna. Við verðum með stæði þarna í grenndinni, til dæmis í Smáralind. Síðan verðum við með stanslausar sætaferðir frá stæðunum að Kórnum. Við hvetjum fólk líka til að ganga eða koma á hjólum. Við verðum með hjólageymslu og munum passa vel upp á hjólin. Íbúar í Kórahverfinu fá svo sérstakan passa til þess að komast leiða sinna um hverfið og við vonumst til þess að tónleikarnir hafi sem minnsta röskun í för með sér fyrir þá.“Fyrstu gestirnir koma á morgun Ísleifur getur ekki gefið upp hvenær Justin Timberlake kemur til landsins. Hann segir að umboðsmenn hans óttist ekki að hann festist hér á landi ef færi að gjósa. „Það sem setur alla á tærnar er gosið í Eyjafjallajökli. Heimurinn fylgist vel með vegna þess að allir muna eftir áhrifunum sem það hafði. Eftir því sem við komumst næst er ólíklegt að þetta verði líkt því gosi. Þannig að enginn óttast neitt.“ Tónleikarnir verða í beinni útsendingu í gegnum vefsíðuna Yahoo. Ísleifur segir að fyrstu gestirnir sem tengist tónleikunum komi á morgun. „Síðan munu þeir koma hérna á fimmtudag, föstudag og laugardag. Við búumst við mörgum að utan.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Miðinn á Justin Timberlake virkar í strætó Tónleikar Justin Timberlake fara fram í Kórnum sunnudaginn 24. ágúst. 13. ágúst 2014 14:27 Reikna með að Justin spili í einn og hálfan tíma Áfengi verður selt á afmörkuðum svæðum í Kórnum. 13. ágúst 2014 14:38 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Fólk á vegum söngvarans Justin Timberlake hefur verið í sambandi við tónleikahaldara hér á landi vegna ólgunnar í Bárðarbungu. „Þeir höfðu séð umfjöllun fjölmiðla erlendis og hringdu í okkur í morgun. Þetta var mjög gott samtal. Þeir vildu fá að vita þetta frá fólkinu sem býr hér á Íslandi, hvernig þetta væri í raun og veru,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari og heldur áfram: „Sérfræðingar segja að það sé rosalega ólíklegt að eitthvað gerist sem hafi mikil áhrif á flugsamgöngur. Við höldum áfram að undirbúa tónleikana. Við fylgjumst vel með fréttum en eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að við þurfum að hafa áhyggjur. Bárðarbunga er í 400 kílómetra fjarlægð frá Keflavík og vindáttin er þannig að það er ólíklegt að þetta hafi áhrif á flug, eftir því sem við best vitum.“Fluttir inn í Kórinn Ísleifur segir að þeir sem komi að tónleikunum séu nánast fluttir inn í Kórinn, þar sem tónleikarnir fara fram á sunnudaginn. Vandað hefur verið til verka þegar það kemur að umgjörð tónleikanna. Til dæmis hafa bílastæðamál verið skipulögð í þaula, segir Ísleifur. „Það verður ekki erfitt að fá stæði. Við erum með rosalega öflugt kerfi í þeim málum. Við verðum með bílastæði við Kórinn sem við leyfum að fyllast. Til þess að mega leggja í þeim stæðum verða að vera að minnsta kosti fjórir inni í bílnum. Klukkan fjögur tökum við svo við stjórninni á umferð í Kórahverfinu í samstarfi við lögregluna. Við verðum með stæði þarna í grenndinni, til dæmis í Smáralind. Síðan verðum við með stanslausar sætaferðir frá stæðunum að Kórnum. Við hvetjum fólk líka til að ganga eða koma á hjólum. Við verðum með hjólageymslu og munum passa vel upp á hjólin. Íbúar í Kórahverfinu fá svo sérstakan passa til þess að komast leiða sinna um hverfið og við vonumst til þess að tónleikarnir hafi sem minnsta röskun í för með sér fyrir þá.“Fyrstu gestirnir koma á morgun Ísleifur getur ekki gefið upp hvenær Justin Timberlake kemur til landsins. Hann segir að umboðsmenn hans óttist ekki að hann festist hér á landi ef færi að gjósa. „Það sem setur alla á tærnar er gosið í Eyjafjallajökli. Heimurinn fylgist vel með vegna þess að allir muna eftir áhrifunum sem það hafði. Eftir því sem við komumst næst er ólíklegt að þetta verði líkt því gosi. Þannig að enginn óttast neitt.“ Tónleikarnir verða í beinni útsendingu í gegnum vefsíðuna Yahoo. Ísleifur segir að fyrstu gestirnir sem tengist tónleikunum komi á morgun. „Síðan munu þeir koma hérna á fimmtudag, föstudag og laugardag. Við búumst við mörgum að utan.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Miðinn á Justin Timberlake virkar í strætó Tónleikar Justin Timberlake fara fram í Kórnum sunnudaginn 24. ágúst. 13. ágúst 2014 14:27 Reikna með að Justin spili í einn og hálfan tíma Áfengi verður selt á afmörkuðum svæðum í Kórnum. 13. ágúst 2014 14:38 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Miðinn á Justin Timberlake virkar í strætó Tónleikar Justin Timberlake fara fram í Kórnum sunnudaginn 24. ágúst. 13. ágúst 2014 14:27
Reikna með að Justin spili í einn og hálfan tíma Áfengi verður selt á afmörkuðum svæðum í Kórnum. 13. ágúst 2014 14:38