Lið Justins Timberlake hafði samband vegna Bárðarbungu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. ágúst 2014 13:43 Timberlake til vinstri, Ísleifur til hægri. Fólk á vegum söngvarans Justin Timberlake hefur verið í sambandi við tónleikahaldara hér á landi vegna ólgunnar í Bárðarbungu. „Þeir höfðu séð umfjöllun fjölmiðla erlendis og hringdu í okkur í morgun. Þetta var mjög gott samtal. Þeir vildu fá að vita þetta frá fólkinu sem býr hér á Íslandi, hvernig þetta væri í raun og veru,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari og heldur áfram: „Sérfræðingar segja að það sé rosalega ólíklegt að eitthvað gerist sem hafi mikil áhrif á flugsamgöngur. Við höldum áfram að undirbúa tónleikana. Við fylgjumst vel með fréttum en eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að við þurfum að hafa áhyggjur. Bárðarbunga er í 400 kílómetra fjarlægð frá Keflavík og vindáttin er þannig að það er ólíklegt að þetta hafi áhrif á flug, eftir því sem við best vitum.“Fluttir inn í Kórinn Ísleifur segir að þeir sem komi að tónleikunum séu nánast fluttir inn í Kórinn, þar sem tónleikarnir fara fram á sunnudaginn. Vandað hefur verið til verka þegar það kemur að umgjörð tónleikanna. Til dæmis hafa bílastæðamál verið skipulögð í þaula, segir Ísleifur. „Það verður ekki erfitt að fá stæði. Við erum með rosalega öflugt kerfi í þeim málum. Við verðum með bílastæði við Kórinn sem við leyfum að fyllast. Til þess að mega leggja í þeim stæðum verða að vera að minnsta kosti fjórir inni í bílnum. Klukkan fjögur tökum við svo við stjórninni á umferð í Kórahverfinu í samstarfi við lögregluna. Við verðum með stæði þarna í grenndinni, til dæmis í Smáralind. Síðan verðum við með stanslausar sætaferðir frá stæðunum að Kórnum. Við hvetjum fólk líka til að ganga eða koma á hjólum. Við verðum með hjólageymslu og munum passa vel upp á hjólin. Íbúar í Kórahverfinu fá svo sérstakan passa til þess að komast leiða sinna um hverfið og við vonumst til þess að tónleikarnir hafi sem minnsta röskun í för með sér fyrir þá.“Fyrstu gestirnir koma á morgun Ísleifur getur ekki gefið upp hvenær Justin Timberlake kemur til landsins. Hann segir að umboðsmenn hans óttist ekki að hann festist hér á landi ef færi að gjósa. „Það sem setur alla á tærnar er gosið í Eyjafjallajökli. Heimurinn fylgist vel með vegna þess að allir muna eftir áhrifunum sem það hafði. Eftir því sem við komumst næst er ólíklegt að þetta verði líkt því gosi. Þannig að enginn óttast neitt.“ Tónleikarnir verða í beinni útsendingu í gegnum vefsíðuna Yahoo. Ísleifur segir að fyrstu gestirnir sem tengist tónleikunum komi á morgun. „Síðan munu þeir koma hérna á fimmtudag, föstudag og laugardag. Við búumst við mörgum að utan.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Miðinn á Justin Timberlake virkar í strætó Tónleikar Justin Timberlake fara fram í Kórnum sunnudaginn 24. ágúst. 13. ágúst 2014 14:27 Reikna með að Justin spili í einn og hálfan tíma Áfengi verður selt á afmörkuðum svæðum í Kórnum. 13. ágúst 2014 14:38 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Fólk á vegum söngvarans Justin Timberlake hefur verið í sambandi við tónleikahaldara hér á landi vegna ólgunnar í Bárðarbungu. „Þeir höfðu séð umfjöllun fjölmiðla erlendis og hringdu í okkur í morgun. Þetta var mjög gott samtal. Þeir vildu fá að vita þetta frá fólkinu sem býr hér á Íslandi, hvernig þetta væri í raun og veru,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari og heldur áfram: „Sérfræðingar segja að það sé rosalega ólíklegt að eitthvað gerist sem hafi mikil áhrif á flugsamgöngur. Við höldum áfram að undirbúa tónleikana. Við fylgjumst vel með fréttum en eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að við þurfum að hafa áhyggjur. Bárðarbunga er í 400 kílómetra fjarlægð frá Keflavík og vindáttin er þannig að það er ólíklegt að þetta hafi áhrif á flug, eftir því sem við best vitum.“Fluttir inn í Kórinn Ísleifur segir að þeir sem komi að tónleikunum séu nánast fluttir inn í Kórinn, þar sem tónleikarnir fara fram á sunnudaginn. Vandað hefur verið til verka þegar það kemur að umgjörð tónleikanna. Til dæmis hafa bílastæðamál verið skipulögð í þaula, segir Ísleifur. „Það verður ekki erfitt að fá stæði. Við erum með rosalega öflugt kerfi í þeim málum. Við verðum með bílastæði við Kórinn sem við leyfum að fyllast. Til þess að mega leggja í þeim stæðum verða að vera að minnsta kosti fjórir inni í bílnum. Klukkan fjögur tökum við svo við stjórninni á umferð í Kórahverfinu í samstarfi við lögregluna. Við verðum með stæði þarna í grenndinni, til dæmis í Smáralind. Síðan verðum við með stanslausar sætaferðir frá stæðunum að Kórnum. Við hvetjum fólk líka til að ganga eða koma á hjólum. Við verðum með hjólageymslu og munum passa vel upp á hjólin. Íbúar í Kórahverfinu fá svo sérstakan passa til þess að komast leiða sinna um hverfið og við vonumst til þess að tónleikarnir hafi sem minnsta röskun í för með sér fyrir þá.“Fyrstu gestirnir koma á morgun Ísleifur getur ekki gefið upp hvenær Justin Timberlake kemur til landsins. Hann segir að umboðsmenn hans óttist ekki að hann festist hér á landi ef færi að gjósa. „Það sem setur alla á tærnar er gosið í Eyjafjallajökli. Heimurinn fylgist vel með vegna þess að allir muna eftir áhrifunum sem það hafði. Eftir því sem við komumst næst er ólíklegt að þetta verði líkt því gosi. Þannig að enginn óttast neitt.“ Tónleikarnir verða í beinni útsendingu í gegnum vefsíðuna Yahoo. Ísleifur segir að fyrstu gestirnir sem tengist tónleikunum komi á morgun. „Síðan munu þeir koma hérna á fimmtudag, föstudag og laugardag. Við búumst við mörgum að utan.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Miðinn á Justin Timberlake virkar í strætó Tónleikar Justin Timberlake fara fram í Kórnum sunnudaginn 24. ágúst. 13. ágúst 2014 14:27 Reikna með að Justin spili í einn og hálfan tíma Áfengi verður selt á afmörkuðum svæðum í Kórnum. 13. ágúst 2014 14:38 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Miðinn á Justin Timberlake virkar í strætó Tónleikar Justin Timberlake fara fram í Kórnum sunnudaginn 24. ágúst. 13. ágúst 2014 14:27
Reikna með að Justin spili í einn og hálfan tíma Áfengi verður selt á afmörkuðum svæðum í Kórnum. 13. ágúst 2014 14:38